Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 12
12 F Á L K! N N ^*^C*^C*^C* FRAMHALDSSAGA #^*^#^*^ \ ÁSTTR í feluleík 21. ^*^)4*^*^* FRAMHALDSSAGA *^*^*&£*>í£ — Vertu róleg, sagði hann hásum rómi. — Þetta tekst. Er þér kalt? Skárri var það nú spurningin! Hana lang- aði til að skellihlæja. Eins og það skipti nokkru máli hvort henni væri kalt eða ekki. Þrumurnar drunuðu, eldingarnar leiftruðu, stormurinn þrýsti þeim upp að klettinum og svo spurði hann hvort henni væri kalt! Hún sneri andlitinu að honum. — Þú hefðir ekki átt að koma, Julian. Nú erum við tvö í hættunni — einn var nóg. Hún saup hveljur og reyndi svo að hrópa til þess að yfirgnæfa öskrið í rokinu. — Segðu mér hvað ég á að gera! — Þrýstu þér fast að mér, hrópaði hann í eyrað á henni. — Hreyfðu þig um leið og ég ... eins og þú værir hluti af mér! Undir öðrum kringumstæðum mundi hún hafa brosað háðslega, en nú hlýddi hún eins og þægt barn. Hann hélt handleggnum utan um hana og hún hafði báðar hendur lausar en hún hlýddi honum ósjálfrátt. Þau mjök- uðust upp á við, hægt og í áföngum. Allt í einu sá hún gras fyrir framan sig og á næsta augnabliki lá hún á maganum og hélt sér í kjarrgrein, og tók andann á lofti. Hún fann að hann tók í axlir hennar og sneri henni að sér. — Við getum ekki verið hérna, Elisabeth. Veðrið stórversnar rétt bráðum. Ég varð að skilja jakkann minn og regnkápuna þina eftir þarna niðri á klettunum. Geturðu náð and- anum? Hún kinkaði kolli. Hann hjálpaði henni á fætur og tók í höndina á henni. Hrópaði inn í eyrað á henni: — Við verðum að komast heim í hús. Þrýstu þér að mér og dragðu andann undan vindi — það er auðveldara. AMY EB RÁÐIN. Hálftíma tók þetta en það var eins og ei- lífð. Þau börðust áfram gegnum kjarrið og áfram upp í garðinn, þar sem stormurinn togaði í pálmakrónurnar svo að stofnarnir svignuðu eins og bogar. Hann dró hana með sér yfir grasflötina og upp á stéttina og reyndi að opna dyrnar, en þær voru læstar. Hann kippti í bjöllustrenginn og stóð áveð- urs henni til að hlífa henni við storminum. Dyrnar voru opnaðar að vörmu spori og Elisabeth var ýtt inn um dyrnar og þar stóð hún, stirð og mállaus í hinni skyndilegu kyrrð, sem þarna var eftir allan storminn. Þjónninn sagði hikandi: — Tuan landstjóri sagði að ég ætti að segja til þegar Tuan um- boðsmaður kæmi. — Það er í lagi, svaraði Julian um hæl. — Ég skal láta hann vita af því sjálfur. Hann beið þangað til þjónninn var farinn en sneri sér þá að Elisabeth og sagði: — Ég skal hjálpa þér upp á loft þegar þú heldur að þú hafir fengið mátt í fæturna aftur. Hlerarnir höfðu verið settir fyrir glugg- ana, en ljós hafði ekki verið kveikt í forstof- unni. Hún leit upp og horfði á dökka and- litið, þar sem aðeins augun lifðu og ljómuðu. — Juiian? hvíslaði hún hikandi. Hann lyfti hendinni og strauk hárið frá enninu. — Ég leitaði að þér í meir en klukku- tíma, sagði hann ógreinilega. — Eg var að missa vitið. Það liggur við að mér sé ómögu- legt að trúa að þú sért ... heil á húfi. Hann hló óeðlilega. — Ég hefi aldrei verið svona hræddur á ævi minni. Dyrum var lokið upp og ljósrák féll inn á gólfið. Sir Henry sagði kvíðafullur: — Er- uð það þér, Julian? Og Elisabeth? Guði sé lof fyrir að þið eruð komin á óhultan stað. Hann kveikti á lampanum og kallaði upp: — Drottinn minn — hvað er að sjá þig, barnið mitt! Og yður líka, Julian. Það er best að þú farir upp í herbergið þitt og hafir fataskipti, Elisabeth. Þú getur svo sagt mér frá þessu öllu á eftir. Julian, þér verðið að fá eitthvað hjá mér til að fara í. Þér komist ekki heim núna. — Hún færði sig nokkur skref í áttina að stiganum. — Ég kem með þér, sagði Julian samstundis. — Nei, þökk fyrir, sagði hún rólega. — Ég hugsa að ég komist ein. — Þú mátt ekki fara í bað, sagði hann aðvarandi. — Það getur verið hættulegt undir svona kringumstæðum. Og komdu svo niður á eftir. Ég verð í bókastofunni. Hún gekk hægt upp stigann og var kom- in nær alla leið upp þegar hún heyrði rödd sir Henry: — Ég held að það sé best að við förum upp líka, Julian. Eg hefi fréttir að segja yður. Elisabeth fór úr votu fötunum og þurrkaði sér. Hún var aðskilin frá ólátunum úti, bak við gluggahlerana og með lampann logandi yfir snyrtiborðinu. Ólætin voru ekki nærri eins hræðileg núna og meðan hún var úti í þeim sjálf. Hún fór í munstraðan silkikjól og burstaði hárið og á meðan hugsaði hún yfirleitt ekk- ert um Julian. Það var svo margt á ferð og flugi í höfðinu á henni að hún átti bágt með að hugsa í samhengi. Hjartað barðist í henni er hún kom fram í ganginn og lokaði hurð- inni eftir sér. Hún gat ekki farið niður í bókastofuna — hún hafði blátt áfram ekki djörfung til þess. En Julian beið hennar neðan við stigann og hún gekk ósjálfrátt við hliðina á honum að bókastofudyrunum. Hún gekk á undan honum inn og hann lét aftur hurðina á eftir þeim. Þarna stóð tebakki á borðinu og Ijósið lífgaði upp umhverfið, og hún settist í stóra stólinn, sem hann ýtti fram handa henni. Þótt undarlegt mætti virðast varð hún fyrri til að taka til máls: — Það virðist vera komið í vana hjá yður að bjarga mannslífum, muldraði hún. — Ég veit ekki hvernig ég get þakkað yður þetta? — Hirtu ekki um það, svaraði hann. Hann hafði þúað hana þegar þau voru í brimklett- inum og nú ætlaði hann auðsjáanlega ekki að hætta því aftur. — Þolirðu að heyra slæma fregn? Hún horfði undrandi á hann. — Slæma fregn? Um hvern? — Um Peter. Þú hefir misst hann fyrir fullt og alit. Sir Henry talaði við Amy í sím- anum og það verður ekki betur séð en að vinstúlka þín hafi hnuplað honum frá þér. En hún hafði nú líka forgangsréttinn, skilurðu. — Áttu við að þau séu trúlofuð? spurði hún undrandi. — Já, svo gott sem. Hún sagðist hafa af- ráðið að giftast honum, og landstjórinn er harðánægður með það. — Það var gaman að heyra. En ekki heyrðist nein hrifning í rödd hennar þó að hún segði það. Það var líkast og hún gerði sér ekki ljóst hvað skeð hefði. — Þá reyndist þú hafa rétt fyrir þér, sagði hún lágt. — Þú sagðir að hún ætti að giftast ábyggilegum manni, sem ekki vildi sætta sig við hégóma. Ég hugsa að hann geri hana hamingjusama. — Er það örvæntingin sem gerir þig svona rólega? spurði hann kaldranalega. — Tekur þig ekki sárt að heyra að hann skuli vera ástfanginn af Amy? — Þvi ætti mig að taka það sárt? Það var ég sem lét þau fara ein í dag. Ég átti eigin- lega að fara með þeim, en ég ... Hún þagn- aði og leit upp. — Hvað er það, sem þú ert að ... reyna að komast að? Hann sat á skrifborðsbrúninni og laut fram til hennar. Augun voru djúp og glögg. — Ert þú ekki ástfangin af Peter Gilmering? spurði hann. — Nei, ekki vitund. Mér fellur vel við hann, en ég hefi alltaf vitað að hann var ástfanginn af Amy. Hann hló harkalega. — Var það þess vegna, sem hann hékk alltaf aftan í þér — vegna þess að honum þótti vænt um Amy? — Já, það var það. Amy reyndi að láta sem hún sæi hann ekki, og hvenær sem þau töl- uðu saman lenti þau í rifrildi. Hann mátti ekki koma nærri henni, og ég held að honum hafi verið huggun að því að fá að vera nærri mér. — Mér sýndist þér líða vel þegar þú varst með honum? — Því ekki það? Hún fann að samtalið var að harðna og stóð ósjálfrátt upp til að verja sig. — Þú ert andstyggilegur. Það er svei mér gott að Peter og Amy ætla að giftast, því að þá losna ég við að verða hérna lengur og hlusta á ósvífnina í þér. Ef þú heldur að þú getir leyft þér hvað sem vera skal við mig, vegna þess að þú bjargaðir mér úr felli- bylnum ... — Láttu ekki svona! Hann greip um úln- liðina á henni. — Hvers vegna léstu mig halda að þið — þú og Peter ... — Af því ... Hún þagði. Af því að hún hafði tapað hjarta sínu algerlega til Julians, að henni fannst öruggara að láta hann halda, að það væri Peter, sem hún væri ástfangin af. — Julian, slepptu mér. Þetta er vont! — Ég vil að þig verki undan því. Þú hefir látið mig verkja. — Hefi ég gert þér mein? Hana sárlangaði til að særa hann. Það var skrítið! Hefir þér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.