Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Page 13

Fálkinn - 24.04.1959, Page 13
FÁLKINN 13 liðið illa? Nei, þér hefir ekki liðið illa, Julian, það væri ekki þér líkt. Þú ert tilfinningalaus og harðúðugur. Við spilltum áforminu þínu, var það ekki? En þú hefir verið fljótur að jafna þig eftir það, og þú hlýtur að hafa hlakkað yfir því með sjálfum þér, hve var- kár þú varst í upphafi. Það hefði ekki verið gaman fyrir þig ef þú hefðir misstigið þig eitthvað, meðan þú hélst að ég væri Amy. Setjum nú svo að .. . Hún þagnaði allt í einu og varð hrædd. Juli- an sleppti úlnliðnum á henni og dró hana að sér og kyssti hana svo ákaft að henni lá við köfnun. Það var líkast og þessi harði koss ætlaði aldrei að enda. Julian leit upp, en hann sleppti henni ekki. Eiisabeth fann heitan andardrátt hans við ennið á sér. — Þú difist ekki að tala svona við mig einu sinni enn, sagði hann loðmæltur. — Ég hefi orðið að líða allar helvítis kvalir þín vegna, en nú skal því vera lokið. Þegar ég sá þig þarna utan í klettinum vissi ég að það mundi enda svona, með rifrildi sem ekki gæti haft nema einn endi. Ég gat ekki hugsað til þess að eiga að lifa í óvissu einn dag í viðbót. Eg vil hafa heimild til að geta bannað þér að stofna lífi þinu í hættu. Ég krefst ekki að þú giftist mér undir eins, en ég vil að þú leyfir mér að elska þig. Svo skal ég annast um hitt. Það var ótrúlegt — hún gat ekki skilið það. Bráðum mundi hún vakna af dvalanum og uppgötva að hann væri allur á bak og burt. Hún hvislaði varlega: — Sagðirðu . .. gift- ast mér? — Er ekki venjan að tala um það þegar maður og kona elskast? Hann tók í axlirnar á henni og hélt henni frá sér. Hún var föl og kynlegur glampi í augunum á henni. — Við eigum að elskast, Elisabeth. Ég elska þig og þú . . . þú verður að geta elskað mig, ein- hvern tíma. Það er engin önnur leið til. Eg get ekki lifað án þin. Þú hefir spillt fyrir mér vinnugleðinni, þú hefir gert mér það ljóst, að ég hefi farið á mis við svo margt í lífinu. Ég reýndi að forðast þig, en það var von laust að ég gæti það — ég hugsaði bara enn meir um þig en áður. Þetta flónslega uppá- tæki Amy spillti miklu fyrir okkur, en þú verður að vinna eið að því að þú verðir alltaf ærleg gagnvart mér héðan í frá. Ég elska þig — heyrirðu það? Hún kinkaði kolli. — Það er óþarfi að tala svona hátt. Ég get ekki trúað því, en ég heyri það vel. Nú varð stutt þögn. Svo sagði hún lágt: — Julian, ég elska þig. Ég veit ekki hvernig það hefir atvikast, en ég elska þig. Hann kyssti hana aftur, viðkvæmt og inni- lega — kyssti munn hennar, augnalokið, háls- Hvar er sjötta gæsin? inn og svo varir hennar aftur. Svo ýtti hann henni varlega ofan í stólinn. — Gekk þetta fram af þér? spurði hann og brosti ofurlítið. — Þessa stund hefi ég þráð lengi. Á ég að hella tei í bollann? — Já, þökk fyrir. Elisabeth var farin að jafna sig. Nú var hún sterk og örugg, eins og allar konur, þegar þær vita að þær eru elskaðar. Hún brosti til hans. — Nú fer ég bráðum að ná mér aftur. Ég er svo sæl að vita, að þér þykir vænt um mig, Julian. Mér létti svo mikið að vita það. — Það var gott að heyra, væna mín. — Þú hefir verið slæmur við hann Peter, Julian. Þú ættir að biðja hann fyrirgefn- ingar. — Fyrirgefningar? Það kemur ekki til mála. Ég hefi kvalist nógu mikið út af Peter. Hann hefir verið með þér í Mueng — hann fór með þér á pólókeppnina — hann gerði allt það, sem ég hefði átt að gera, — en fyrst í .stað var ég önnum kafinn, og þegar Amy fletti ofan af svikunum, vildi ég ekki taia við hann á eftir. Ég vildi óska að mig hefði grun- að hvernig samhengið var í þessu, daginn sem þið komuð. Þá skyldi ég hafa látið ykkur fá dálítið að hugsa um. — Já, það er ég viss um. — En ég skil ekki hvað það hefir verið, sem kom ykkur til að gera þetta, sagði hann og settist í stólinn hjá henni. — Það var ég sem þið ætluðuð að gabba, var það ekki. Ekki aðrir. — Manstu eftir ungfrú Brodie? Henni lík- aði ekki við þig, Julian. Hún sagði að þú værir samviskulaus síngirningur og að þú mundir áreiðanlega reyna að komast yfir dóttur landstjórans — þú vildir fá ríkt og göfugt kvonfang. Amy veslingurinn varð undir eins hrædd um að hún mundi verða fyrir ásókn af þér. Hún var ergileg við mig út af því hvernig ég hagaði mér sem Amy — henni fannst ég ekki freista þín nægilega. — Ég skal segja þér nokkuð, sagði hann og horfði ofan í hálftóman bollann. — Eftir að Amy meðgekk, fannst mér að þú hefðir reynt að lokka mig. Fyrst í stað var ég var- færinn af ásettu ráði. Ég fann að það mun- aði minnstu að þú værir að sigra mig, en ég þóttist ekki vis;: jm þig. Stundum varstu beinlínis andst^ égileg, en stundum verulega aðlaðandi. Hann setti frá sér bollann, beygði sig fram og kyssti hana á gagnaugað. — Hef- ir nokkur sagt þér að þú værir falleg? Ég elska þetta fíngerða hörund og brosið, sem er á gægjum í augunum á þér. En þú mátt ekki vera of mannafælin og óframfærin. Elisabeth brosti og varirnar titruðu. Hún horfði á dökkt höfuð Julians og bókahillurnar á bak við og hún fann að hún elskaði hann fram úr hófi — elskaði dökka höfuðið og breiðu herðarnar í hvítu silkiskyrtunni. Það var dásamlegt að elska hann með augunum og snertingu, en hún kynokaði sér við að snerta hann enn. — Julian, sagði hún lágt. — Segðu mér af henni Celiu. — Celiu? endurtók hann. — Hvernig datt þér hún í hug? — Hefir þú ekki haft samband við hana — á einn eða annan hátt? Hann pírði augunum. — Ertu afbrýðisöm? Þú hefir reyndar ekki nema gott af því. Hvað viltu vita um Celiu? — Var hún ekki ... ? Hann hló hátt. — Nei, hún var ekki .. . Eins og stendur er hún í Yefuang. — I Yefuang? Skildir þú hana eftir þar? — Ég fór með Celiu og bróður hennar til Yefuang og þau eru þar enn. — Ö! Hún andaði djúpt. — Þótti þér ekki vænt um hana? — Vertu ekki svona bjánaleg, væna mín. Mér féll vel við hana og ég vorkenndi henni. Hún fékk taugaáfall þegar hún kom hingað og komst að raun um að bróðir hennar átti FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Ingólfsstrœti 8, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og IV2—(i. ■— Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Iljaltcsted. — Simi 12210. HERBERTSprent. ADAMSON ÞJÓNN —! 436

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.