Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Side 6

Fálkinn - 01.05.1959, Side 6
6 FÁLKINN Gamli Doug með fjórðu konuna sína, Iady Ashley. Þau giftust árið 1936. Donglas Fairbanks - eldri og yngri „Áldrei verðnr hann Doug litli jafn myndarlegur og hann pabbi sinn!“ VÖGGUVÍSAN. Það var í nóvember 1909. Douglas Fairbanks var þá 25 ára og hafði átt afar annríkt. Hann varð að ná sér i sóniasamlega íbúð, og það í snatri, þvi að konan hans var koniin á steyp- irinn! Þau höfðu liingað til fengið að vera á sveitasetri föður bennar, bómullarkóngsins Daniels Sullys á Rhode Island fyrir utan New York, en nú varð Doug að finna stað, sem gæti orðið heimili handa þremur. Beth kona hans hafði alist upp við allsnægtir og Doug langaði til að henni liði eigi verr en hún hafði van- ist. Loks fann hann tiu herbergja íbúð í 78. götu, boðlega lianda mill- jónaerfingja. Og Betb leist vel á ibúð- ina og hrærðist af hugulsemi manns- ins síns. „Krónprinsinn“ fæddist aðeins fá- um dögum eftir að þau höfðu lialdið vígsluveisluna í nýju ibúðinni, þann 9. desember: Douglas Fairbanks yngri. Þetta var fituklumpur og ekkert likur pabba sínum. En pabbi bafði notað tiniann vel. Hann Iiafði orkt vögguvísu, meðan hann beið eftir að fá að sjá afkvæm- ið. En fituklumpurinn kunni ekki að meta Ijóðið, og það likaði hinnm dáða leikara illa. Aðdáun hans á afkvæm- inu fór þverrandi, þó að Beth reyndi að iialda henni við. Fairbanks hafði slegið slöku við leik- listina siðan hann giftist. Tengda- pabbinn var forrikur. En svo fékk Doug tilboð um að leika elskhuga i gamanleik í London, og þá blossaði leikáhuginn upp í honum aftur. Það fyrsta sem lijónin gerðu er þau komu til London var að ráða til sin fóstru handa Doug yngri, svo að þau gætu verið laus og liðug sjálf. Hún var fædd í írlandi og hét Dedie Dowd. Dedie hafði alist upp i victoriönskum stil, og hún var siðavönd við Doug yngri, og taldi hann hafa notið of mikils eftirlætis. Pabbi hans lét 'hann ráða, og mömmunni þótti gott að geta verið með manninum sínum sem við- ast. Þvi að Doug eldri var i miklu dálæti hjá kvenfólkinu i London, svo að Beth vildi lielst lita eftir honum. Þegar þau komu aftur vestur, var snáðinn sendur i fóstur til afa síns. En þar höfðu gerst hörmuleg tíðindi: Bómullarkóngurinn rúinn inn að skyrtunni! Sveitasetrið var það eina, sem ekki var tekið af honum, og þang- að hafði hann hypjað sig — gramur og einmana. Litli Doug botnaði ekkert í þessu. Og hann skildi ekki heldur, að faðir hans, sem allir tilbáðu, og sem var svo notalegur við aðra, var alltaf fá- látur við hann. PABBI KYSSIIt ÓKUNNA DÖMU. Douglas hafði fulla ástæðu til að vera ánægður með leikaratilveruna. Hann var þjóðhetja i New York. Stæði nafnið hans á auglýsingu var jafnan fullt hús. Fjölskyldan hafði íbúð i Algonquin- gistihúsinu i 44. götu, og Doug yngri varð fljótt málkunnugur starfsfólkinu þar. Mest dáðist hann að lyftustrákn- um. Sá átti gott að mega þjóta upp og ofan allan daginn, í svona falleg- um fötum! Litli Doug vissi hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór: Lyftupiltur! Alltaf var fólk að spyrja hann hvort hann hefði séð hinn víðfræga föður sinn á leiksviði. En það hafði hann ekki, foreldrar hans vildu ekki koma honum upp á að fara í leikhús. En Doug litli var að suða í móður sinni þangað til hún fór með liann. Þau sátu í stúku. Fyrst í stað lét Doug sér fátt um finnast. Hann horfði meira ofan i salinn en á leiksviðið. En svo þekkti hann föður sinn og nú fór hann að taka eftir. Þetta var rómantískur leik- ur og þegar Fairbanks faðmaði kven- hetjuna heyrðist skær barnsrödd rjúfa þögnina: — Mamma, sjáðu hvað hann pabbi gerir. Hann er að kyssa stelpuna! TILBOÐ FRÁ IIOLLYWOOD. Nú var litli Doug orðinn G ára og mál að byrja í skólanum. En það yar ekki bægt um vik, því fjölskyldan var alltaf á flækingi. Þegar litli Doug fór að kynnast á einum staðnum var far- ið þaðan á þann næsta, i þetta skiptið til London. Þetta var i fyrsta skiptið sem litli Doug sá London. Hann hafði verið of lítill til að sjá, þegar hann var þar i fyrra skiptið. Honum leist sérstak- lega vel á Bnckingham Palace og vildi fara þar inn. Varðmennirnir brostu þegar þeir sáu Ameríkusnáðann sem vildi sjá kónginn. Þegar fjölskyldan var nýkomin til New York aftur skaut kvikmynda- stjóranum Harry E. Aitken upp þar. Hann var í erindum fyrir nýstofnað félag — Triangel Film Co. — Gætuð þér hugsað yður að leika aðalhlutverk í myndunum okkar, herra Fairbanks? Þetta var árið 1915. Kvikmyndin hafði ekki náð þeim völdum þá, sem hún fékk eftir stríðið. Það kom fyrir að leikarar og leikhöfundar fengust til að vinna við kvikmyndir, en flest- ir sem eitthvað þóttust, fitjuðu upp á trýnið. Launin voru heldur ekki ginn- andi. En Charlie Chaplin og Mary Pickford fengu Idó gott kaup, joað vissi Douglas. Hann afsagði það ekki. Hann var orðinn 31 árs og vissi að það yrði ekki í mörg ár enn, sem liann gæti leikið ungan elskhuga í leikhúsunum, en það var sérgrein hans. Kannske væri rcynandi við kvikmyndirnar? En ef hann gerði joað yrði hann að flytja til Hollywood, burt frá Broad- way, sem hann elskaði. Og það var dýrt að flytja búferlum. — Við borgum flutningskostnað- inn, sagði Aitken. — Og hvað hafið þér hugsað yður að borga mér? — Kringum 2000 dollara. — Það verða 24.000 á ári. Mér finnst það nokkuð Iítið. — Hver var að tala um 2000 á mán- uði? Ég átti við 2000 á viku. Douglas var dugandi leikari, en nú brást honum bogalistin. Hann gat ekki leynt hve hissa hann varð. 2000 dollara á viku! Miklu meira en hann hafði upp úr leikhúsinu, og miklu meira en nokkrum leikurum hafði boðist! MARY. Og Douglas gekk að þessu. Aitken fór með hann til Hollywood undir eins, til þess að hann gæti kynnst öllu þar. Fairbanks var auðvitað kunnur i Hollywood vegna allra leik- sigranna á Broadway, og brautryðj endur filmunnar tóku honum með kostum og kynjum. Þarna hitti hann Chaplin í fyrsta skipti, og þarna var bann kynntur Mary Pickford. Það var fljótgert. Þau urðu hug- fangin hvort af öðru. Douglas hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að fá skilnað, en hann vissi að liann varð að gera það. Sama var um Mary að segja. Hún var gift leikaranum Owen Moore. Eftir að samningurinn hafði verið undirskrifaður sótti Doug konu sina og son og þau settust að í litlu húsi í Los Angeles. Lúxusíbúðirnar voru ekki komnar í tísku þá. Mæðginin urðu að vera sjálfum sér nóg, að niestu leyti. Fairbanks var önnum kafinn á kvikmyndastöðinni, og þegar hann var ekki þar, var hann hjá Mary Pickford. Og þó kjaftakerl- ingarnar í Hollywood væru viðvan- ingar móts við ]>að sem þær eru nú, frétti frú Fairbanks bráðlega um ást- arævintýr mannsins síns. Allt komst í uppnám milli þeirra, og rimmunni laúk með því að þau sættust á að skilja. FYRSTA „TVÍSTIRNI“ f HOLLYWOOD. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk var Fairbanks orðinn milljónamæí- ingur. En fjölskyldumálin voru ekki komin í lag. Hann var hræddur við hneykslismál. Mary var orðin skær- asta stjarnan í Hollywood, hafði feikna tekjur og blaðamennirnir eltu hana á röndum. Fairbanks keypti sér fallegt hús og bjó þar einn. Konan hans og litli Doug voru farin til New York. Beth vildi ekki sjá Hollywood framar. Og svo fór að lokum að Mary og Doug fengu skilnað hvort Við sinn maka. Eina skilyrðið, sem frú Fair- banks setti var að henni yrði dæmd- ur rétturinn til sonarins. Douk gekk hiklaust að því. En til þess að láta sjá að sér stæði ekki á sama um drenginn áskildi hann, að hann mætti koma til Hollywood tiltekinn tíma á hverju ári. Doug og Mary giftust svo. Það var gifting sem vakti mikla athygli. Þau voru kölluð „konungshjónin i Holly- xvood“ og héldu sig eins og konungs- hjón. Þau höfðu liirð um sig, höfðu milljónum dollara úr að spila og margir töldu sér heiður að því að þau heimsæktu sig. Þau voru fyrstu raun- verulegu „stjörnurnar" i Hollywood, og lögðu grundvöllinn að „stjörnu- tilbeiðslunni“, sem haldist hefir siðan. BETH LÍÐUR ILLA. En Beth Fairbanks leið illa. Hún hafði samviskubit út af því að hafa ekki sýnt manninum sínum meira um- burðarlyndi. Hún frétti að vísu að snurður höfðu lilaupið á þráðinn milli Doug og Mary. Fólk sagði þá sögu að Mary liefði komið að Doug óþægilega nærri Sylviu Haakes — leikkonunni, sem hann giftist síðar. En þegar Mary íótaði að heimta skilnað lagði Doug

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.