Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Side 9

Fálkinn - 01.05.1959, Side 9
FÁLKINN 9 Og liann var svo óskammfeilinn að aka framlijá lmsinu. Þetta var fal- legt, lítiS hús. Blátt áfram lögulegasta húsið, sem Edít hafSi nokkurn tíma séS. Hana hafSi alltaf dreymt um ein- mitt svona hús. Hún horfSi um öxl sér þegar þau voru komin framlijá því, það var löngun í augnaráðinu. Og vonbrigðin skinu úr andlitinu þeg- ar þau sneru niður á Strandveginn og óku i áttina heim. — Við verðum að eignast þetta lnis, sagði hún. — Þú verður að tala við hann pabba aftur þegar við komum heim. — Kemur ekki til mála — þó það ætti að drepa mig, sagði Eiríkur skjálfandi. — Þá vildi ég heldur fara til Henry Ford og reyna að selja hon- um Chevrolet-bíl. — Jæja, ef þú gerir það ekki jjá geri ég það. — En hvernig kemst hann af án þín? — Hann getur fengið hana Millu frænku. — En ef hann segir nei? — Hann gerir það ekki. En þótt hann gerSi l)að, skiptir það engu máli. Ungt nútímafólk spyr ekki for- eldra sína livort það megi gifta sig. Það fer bara og segir við þau: — ViS ætlum að giftast! — Jæja, sagði Eirikur. Hann iðaði í skinninu af forvitni. HvaS mundi gerast þegar þau kæmu heim ? Skrifstofustjórinn var hættur að vinna í garSinum og sat og reykti vindil þegar þau komu inn. Og nú gekk Edít inn á undan. — Við ætlum að giftast — viS Ei- ríkur! sagði lnin. Gamli maðurinn leit upp og brosti: — ÆtliS þið að giftast. Jæja — það er sjálfsagt ekkert að segja við því. Þau stóSu agndofa i dyrunum. Eiríkur varð fyrri til aS koma upp orði. — Þér verðið að afsaka, herra skrif- stofustjóri. Þegar ég kom inn áðan .. . — Minnstu ekki á það, góðurinn, sagði gamli maðurinn og baðaði hönd- unurn. — Ég liefi verið að laga til í garðinum í tvo tíma. Og á morgun ætla ég að mála girðinguna. ÞaS er gaman að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég er ennþá í fullu fjöri, sem betur fer. Svo varð þögn. Og svo tók Edit til máls. — Þú þyrftir að fá einhvern til að sjá mn heimilið fyrir þig? — Ég get fengið hana Millu. En hafið þið fengið íbúð? — ViS höfum skoðað hús, sagði Eiríkur. — Jæja. Viltu ekki tylla þér, dreng- ur minn. Viltu vindil? Jæja, reykir þú ekki svo sterkt. Þú hefir kannske vindlinga sjálfur? Reyktu bara. Ég var að taia við hann húsbónda þinn um daginn — hitti hann hjá rakar- anum. Hann sagði að þú værir bráð- duglegur. ÞaS var einmitt dugnaður- inn, sem ég var hræddur við . . . skil- urðu . . . Eiríkur skildi ekkert og Edit enn minna. — Ertu hræddur við Eirik af þvi að hann er duglegur? — Já. Ég hélt að liann ætlaði að selja mér bíl, þegar liann kom liérna inn í dag. En ég vil ekki kaupa bíl. Austinbillinn minn er að visu tutt- ugu ára, en hann kemst liæglega 70 kilómetra . . . hann hóstaði dálítið og bætti svo við: — Undan vindi og niður brekku. Ástardrykkir komast aftur í tísku ÞaS er talað með vorkunnsemi og litilsvirðingu um fólk liðinna alda, sem trúði á galdra og kynjalyf. Menn- ing og fræðsla hefir útrýmt slíku seg- ir fótk. En hefir því verið útrýmt? í mörgum löndum er Iijátrú og galdratrú i fullu fjöri í dag. í Þýska- landi kveður sérstaklega mikið að þessu í Luneburg, svo að þar hafa yfirvöldin orSið aS skerast í leik- inn til að vinna bug á þessu fargani, sem er litlu betra en á miðöldum. Og í Bandaríkjunum hefir iæknafélagið hafist handa gegn ýmis konar hjátrú, sem gripur um sig. í lyfjabúðunum í New York eru alls konar töframeðul til sölu, og er sérstaklega mikil eftir- spurn eftir „ástardropum", en lika fást „batursdropar“ handa fólki, sem vill vinna öðrum mein. Læknarnir vara alvarlega við þessu, og þykir sennilegt að yfirvöldin setji skorður við því, enda er það sannanlegt, að trúin á töfradropana hefir valdið and- logu heilsutjóni. í Antwerpen var svonefnd „töfra- sýning“ haldin i sumar sem leið, og hún gaf blaðinu „Het Parool“ tilefni til að hnýsast í galdramálin i Hol- landi. BlaðiS sló því föstu, að Hol- iand væri 4 landið í röðinni, að því er snerti galdratrú og spákerlingar. En þeir hjátrúafullu hafa líka sitt málgagn. ÞaS heitir „Het Mustieke Leven“. Eftir sýninguna flutti það harða ádeilu á alla þá materíalista, sem „ekki ennþá“ vilja trúa á galdra- nornir, og máli sinu til sönnunar vitn- aði blaðið í enskan lækni, sem kvaðst hafa kynnst mörgum galdrakerling- um um ævina. Sýningin varð líka til þess að vísindamenn fóru að ihuga málið, og hafa þeir komist að raun um, að miðstöö „dulrænunnar“ sé í Napoli í Ítalíu. í sumum fjalla- og afdalahéruðum er fólk afar hjátrúar- fullt, og eru vísindamenn nú farnir aS rannsaka þessa hjátrú. í Napoli eru það eingöngu peningarnir, sem galdranornirnar gangast fyrir. Fyrir skönnnu varð lögreglan að taka að sér gæslu í sjúkrahúsi, því að þar hafði fundist „galdraduft“ í einu rúminu, og kenndi hver kerlingin annarri um, svo að allt komst í upp- nám. Alþekkt „galdranorn" i N’apoli liggur í sjúkrahúsi í Napoli hættulega veik, og er búist við að lnin missi sjónina ef hún tórir af. Hún hafði samkvæmt beiðni grafið brúSu i jörð og lesið yfir henni ægilegar særingar. Brúðan var ímynd einnar konunnar i sveitinni — konu, sem nágrannakon- urar vildu feiga. Galdranornirnar létu þvi næst báða aSila borga sér — bæði konuna, sem átti að stúta og hinar. Sú dauðadæmda hafði borgað galdra- norninni stórfé árum saman, til þess að fá að halda lífinu. En loks hasað- Hann sá að Eiríkur tók utan um stúlkuna og bætti við, með föðurlegri alúð: — Blessun mín fylgi ykkur. Og kyssist þið svo! Og þau létu ekki segja sér það tvisvar. ist hún upp á þessum fjárútlátum til nornarinnar, og lét hana vita að hún ætlaði að hætta að borga. Þá kom nornin og heimsótti hana. Hún hafði meS sér sprittflösku og heillti úr lienni í pottinn, sem stóð á hlóðum konunnar, og kveikti svo á, til þess að blái loginn gerði særingar hennar enn geigvænlegri. En húsfreyjan varð þá svo reið að hún þreif pottinn af hlóðunum og hellti úr honum yfir nornina ,svo að hún skaðbrenndist. Var hún send i sjúkrahús og tvísýnt um líf hennar enn. En ef hún lifir þetta af, má henni vera nokkur liugg- un í því, að „dauðadæmda kerlingin“, sem hellti yfir hana úr pottinum, hef- ir verið dæmd til að borga henni drjúgar skaðabætur. AÐ LÆRA í SVEFNI. Amerískir skólar eru að gera til- raunir með nýja kennsluaðferð, en ó- neitanlega er einstaklega þægileg. Hún er í því fólgin, að eftir að nemand- inn er sofnaður, er lexían lians þul- in af segulbandi hvað eftir annað, og nemandinn lærir hana, þótt sofandi sé. Á háskóla einum var segulband með samhengislausum orðum og setn- ingum látið kyrja fyrir nokkrum sof- andi stúdentum, og þegar þeir vökn- uSu kunnu þeir romsuna utan að. Nokkrir nemendur í leiklistarskóla höfðu í heila viku verið að glima við að læra erfitt lilutverk utan aS, en ekki tekist. Nú var gripið til segul- bandsins, og eftir fjórar nætur kunnu allir nemendurnir hlutverkið reip- rennandi! Læknarnir tóku þessari nýjung fá- lega fyrst í stað, en hafa nú látið sannfærast um, að eitthvað sé til í henni. ÞaS m- talið sannað að heili sofandi manns — þegar manninn er ekki að dreyma — sé mjög móttæki- legur fyrir alls konar áhrif utan frá. PEER KREUDER dægurlagahöfundur hefir höfðað mál gegn austur-þýsku stjórninni. Hann heldur því fram að Austur- Þýskaland hafi stolið frá honúm lag- inu „Good bay, Johnny“ og noti það ■sem þjóðsöng. Stjórnin hefir ekki svarað honum, en Kreuder segist snúa sér til UNO ef hann fái eklci leiðrétting mála sinna heima. KEPPINAUTUR PABBANS. MARIA MENEGHINI CALLAS Einn morgunn snemma vakti síma- hin skapstóra en raddmikla óperu- söngkona, sem nýlega neitaði að syngja í Scala-óperunni nema einn söngvarinn væri rekinn, var spurð þannig af blaðamanni fyrir nokkru: — Þér eruð fædd í Ameríku, ólust upp í Hellas og eigið heima í Ítalíu, en hvaða mál teljið þér móðurmál yð- ar?“ — Ég get ekkert sagt um það, svaraði hún, — en ég reikna einna best á ensku. Á grísku skemmtiferSaeyjunni Spetsai sýndi stúlka sig nýlega með þennan hatt, sem er með áföstum sólgleraug- um. Segir hún að hatturinn sé mesta þing. Konan heitir frú Eva Diplara- kou og var „Miss Grikkland“ árið 1938. STJÓRNMÁL í STAÐ IÍVIKMYNDA- LEIKS. — Hin kunna kvikmyndadís^ Bette Davies er nú orðin leið á leik- listinni en viLl ólm komast á Banda- ríkjaþing, sem fulltrúi fyrir Maine- ríki. Hver veit nema henni verði eins vel ágengt í þingsalnum og lienni varð forðum hjá kvikmyndagestunum. KETTIR í STÍGVÉLUM. — Líklega hafa þetta verið óþægir kettlingar, því að myndin ber með sér að eigandi þeirra hefir sett þá í stofufangelsi í gúmmískóm. Og kannske hefir hann fengið hugmyndina að þessu snjall- ræði úr gömlu sögunni um „stígvél- aða köttinn".

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.