Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Side 13

Fálkinn - 01.05.1959, Side 13
t FÁLKINN rutt nýjar brautir í leikritagerð með þessum leik, en að vísu orkar það tvi- mælis livort honum hafi tekist vel eða hvort leikurinn sé gallaður. Það liefir verið rifist afar mikið um „Túskild- ingsóperuna“ siðan hún kom fram, og vitanlega hefir það verið hoilt fyrir aðsóknina að henni. Það er vandi að setja leik þennan á svið, ekki síst þegar sviðið er ekki stærra en i Iðnó. í fljótu bragði verð ur ekki annað sagt en Gunnari Eyj- ólfssyni hafi tekist það vel. Þarna þarf að skipta níu sinnum um leik- svið, allt frá búningsherbergi betlar- anna og til aftökuklefans í Old Baily, frægasta glæpamannafangelsi Lund- úna. Og' á þessum sviðum lirærast nær 30 manneskjur, sem skipta má í ýmsa flokka. í fyrsta flokki er götusöngvar- inn (Steindór Hjörleifsson), Peachum hjónin (Br. Jóhannesson og Nína Sveinsdóttir), Polly dóttir þeirra (S. Hagalín) og „tengdasonur“ (Jón Sig- urbjörnsson). Þá kemur fjögra manna bófaflokkur, fimm betlarar og fjórar skækjur o. fl. o. fl. Leikurinn gekk hratt og létt, sviðs- útbúnaðurinn frumlegur og lýsti mik- illi hugkvæmni. Sumar „typurnar“ verða ógleymanlegar, þó hlutverkin væri ekki stór. Lög Kurt Weills (hljómsveitarstjóri Carl Billich) nutu sín ágætlega og yfirleitt var svo mikið klappað í Iðnó, að ekki var um að villast að fólkið skemmti sér. Til hægri: Nína Sveinsdóttir, Sigríður Hagalín og Brynjólfur Jóhann- esson. Uon*-l4lií Itharnir Forseti alþjóðasambands Lions- kiúbha (Lions International), sem telur 000 þúsund félaga í 90 þjóð- löndum innan sinna vébanda, Mr. L. Simms, kom nýlega til Beykjavíkur frá Kaupmannahöfn. Hann kemur hingað i opinbera heimsókn til Lions- klúbbanna á íslandi. Lionsklúbbarnir hér á landi eru nú 13 talsins, þar af 8 utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöðum: Siglufirði, Ak- ureyri, ísafirði, Hafnarfirði, Akranesi, Keflavík, Borgarnesi og Njarðvíkum. Tala félagsmanna í öllum Lionsklúbb- unum hér á landi er nú 380. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri. nú- verandi umdæmisstjóri Lionsklúbb- anna á íslandi, tók á móti Mr. Simms við komuna og með lionum voru nokkrir forvigismenn Lionsklúbbanna hér, þar á meðal allir þrir fyrrverandi umdæmisstjórar, þeir Magnús Kjaran, stórkaupmaður, Guðbrandur Magnús- son, forstjóri og Einvarður Hallvarðs- son, skrifstofustjóri. Mr. Simms hafði hér aðeins sólarhrings viðstöðu og mun hafa ærið að starfa þennan stutta tíma. Ilann heimsótti forseta íslands og borgarstjórann í Reykjavík. Mr. Simms er fyrsti forseti alþjóðasam- bands Lionsklúbba, sem heimsækir Island. Sögu sína eiga Lionsklúbbarnir að rekja til Bandaríkjanna, en þar var fyrsti klúbburinn stofnaður árið 1917. Hreyfingin breiddist fyrst hægt út um Bandaríkin og siðan til annarra landa. ísland var 32. landið ,sem tekið var upp í alþjóðasambandið, en í dag eru starfandi yfir 14.000 Lionsklúbbar i heiminum, og er félagatala um 600.000. Fyrsti Lionsklúbburinn á íslandi var stofnaður í Reykjavík fyrir tæp- um átta árum. Aðal’hvatamaður að stofnun hans var Magnús Kjaran, stór- kaupmaður, en hann var einnig fyrsti formaður. Framkvæmdastjóri Lions- klúbbanna á Norðurlöndum, Hadar Wahrenby, varð fyrstur manna til þess að kynna markmið þeirra og starf- semi hér á landi. Hann hefir oftsinn- is heimsótt ísland og var nú i fylgd með Mr. Simms. Lionshreyfingin á íslandi hefir vax- ið hröðum skrefum undanfarin ár, enda er nú svo komið, að þessi starf- sem er talin standa með meiri blóma liér en víða annars staðar i heimin- um. Fyrsti klúbburinn utan Reykja- víkur var stofnaður á Siglufirði árið 1954. Ekki liðu nema tæp fimm ár, þar til ísland var gert að sérstöku um- dæmi innan Lionslireyfingarinnar með sömu réttindinum og umdæmin í hinum stóru þjóðlöndum. Fyrsti um- dæmisstjóri hér á landi var kjörinn Magnús Kjaran. Lionsklúbbar um víða veröld starfa allir með svipuðum liætti, þótt nokk- uð gæti þjóðlegra sérkenna. Þeir vinna hver um sig og stundum margir saman að framgangi margs konar mannúðar- og félagsmála. Sem dæmi um starfsemina hér á landi má nefna aðstoð við blinda í samstarfi við blindravinafélögin, styrki til öryrkja, ekkna og munaðarlausra, og stuðning- ur við krábbameinsfélög, barnaheim- ili og sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt. Mr. L. Simms. Mikið og náið samstarf er milli Lionsumdæma víða um heim, og cinu sinni á ári liverju er efnt til sam- eiginlegs ársþings alþjóðasambands Lionsklúhbanna, og verður jiað að þessu sinni haldið i New York í júní næstkomandi. Framhald á bls. 14. ADAMS0N Myndhöggvari.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.