Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Snæfell. £n\narii katlar — KYNIMIST LANDINU! Árstíð birtunnar fer í hönd, væntanlega með hlýju og góð- viðri. Fólkið í sveitunum fer að hlakka til annatímans — upp- skerutímans, en kaupstaðafólk i'ð, sem kúrir innan veggja lengst af árinu, til sumarleyfis- ins, uppléttingarinnar. — I þessari grein verður talað um skemmtiferðalög, með sér- stöku tilliti til áætlaðra ferða Ferðafélags íslands, sem hefur sérstöðu í innlendum ferða- málum, því að það er: FÉLAG ALLRA LANDSMANNA. í sumaráætlun félagsins, sem nær til ágústloka, er gert ráð fyrir 86 ferðum. Þær eru mismunandi lang- ar og eiginlega má flokka þær í þrennt. Fyrst koma sumarleyfisferð- irnar, mismunandi langar, frá hálf- um þriðja degi upp í hálfan mán- uð. Sumir taka sumarleyfið í smá- skömmtum og geta notað stuttu ferðirnar. En meðal lengri ferðanna má telja þessar: Vikuferð um Breiðafjarðareyjar, Barðaströnd og á Látrabjarg. — Fimm daga ferð horður í Drangey og um Skagafjörð og Húnaþing. Þessar ferðir verða báðar 20. júní, en 27. júní verður farið um Snæ- fellsnes og Dali og ekið um Bröttu- brekku og Uxahryggi í bakaleið. Stendur ferðin 5 daga. — 1. júlí hefst langferð um Norður- og Aust- urland (13 daga) með viðkomu á öllum kunnustu stöðum norðanlands og á Austfjörðum verður m. a. kom- ið á Seyðisfjörð, Borgarfjörð, Reyð- arfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð, og vitanlega í Hallormsstaðaskóg. — 4. júlí verður farið í Hornafjörð og alla leið austur í Lón, og vitanlega komið við í Öræfunum og staldrað þar svo lengi við, að hægt verði að ganga á Hvannadalshnúk, ef veð- ur leyfir. Þetta er 8—9 daga ferð, en samtímis verður önnur styttri ferð farin austur að Lómagnúp og komið við í Fljótshlíðinni í bakaleið (4 dagar). — Þann 8. júlí er ferð til Vestfjarða (9 dagar) umPatreks- fjörð, Bíldudal, að Dynjanda, til Dýrafjarðar og ísafjarðar, en þaðan inn Djúp um Vigur og Æðey inn í Kaldalón, síðan suður Þorskafjarð- arheiði og komið við á Reykhólum, Skarði á Skarðsströnd og Staðarfelli í heimleið. — Næst er 6 daga ferð á Kjöl og Kerlingarfjöll og komið við í Hagavatnssæluhúsi. í þeirri ferð verður tækifæri til að ganga bæði á Langjökul og Loðmund og fleiri fjöll. — Þann 18. júlí verður farið í Herðubreiðarlindir og staldr- að þar við 1—2 daga. Komið í Ás- byrgi og að Hljóðaklettum, Laxár- fossum og Hólum í Hjaltadal, og verið 9 daga í ferðinni. Önnur ferð í Herðubreiðarlindir verður farin 15. ágúst. — Fjallabaksferð verður farin 18. júlí og farið hægt yfir óbyggðirnar austur í Skaftártungu, en síðan austur að Lómagnúp og í Núpsstaðaskóg, sem fáir hafa séð. Er þetta 9 daga ferð. — Þann 29. júlí verður lagt í nýstárlega ferð austur í Fiskivötn og þaðan austur í Gæsavötn, Öskju og Herðubreiðar- lindir og svo norður í byggðir, en til baka verður farin Kúluheiði og Kjölur. Er þetta 12 daga ferð og yfirgripsmesta öræfaferð, sem vöi er á. Um austurlandsöræfin verður farin 10 daga ferð 8. ágúst, um Brú- aröræfi og á Snæfell. — í 9 daga ferð, sem hefst 15. ágúst, verður farið austur nyrðri Fjallabaksveg og alla leið austur í Núpsstaðaskóg, en í bakaleið er farinn Fjallabaks- vegur syðri úr Skaftártungunni vestur Mælifellssand á Rangárvelli. Þá leið hefur F. í. ekki fafið fyrr, en hún er gamalkunn, því að Flosi á Svínafelli fór hana, er hann reið til Njálsbrennu. Auk þessara ferða verða enn farn- ar þrjár ferðir, sem enn eru ódag- settar. Ein í Veiðivötn, önnur á hest- um í Arnarfell (7—8 dagar) og sú þriðja, einnig ríðandi, frá Kirkju- bæjarklaustri í Lakagíga og gist þar í tjöldum. Þetta er 4—5 daga ferð. . — í Þórsmörk og Landmanna- laugar verða farnar ferðir vikulega á hverjum laugardegi frá 30. maí til 29. ágúst, alls 14 ferðir á hvorn stað, en í Kerlingarfjöll 8 vikulegar ferðir frá 11. júlí til 29. ágúst. Þess- um ferðum er svona hagað til þess að gefa fólki kost á að verða eftir og dvelja viku í sæluhúsunum á þessum stöðum. Þar er meira en nóg að skoða í nágrenninu, þótt dvölin yrði lengri en viku. Loks eru svo sunnudagsferðirnar, og hafa nokkrar þeirra þegar verið farnar. En núna á uppstigningardag er farið í Brennisteinsfjöll og í Rauf- arhólshelli og á sunnudaginn kemur verður gengið á Hengilinn. Svo rek- ur hver ferðin aðra til ágústloka: Súlur — Skálholt — Gullborgar- hraun — Skjaldbreið — Brúarár- skörð — Hagavatn — Grafningur og Sogsfossar — Hekla — Þjórsár- dalur — Eyjafjallajökull — Þóris- dalur — Njálustöðvar — Hagavatn — Krýsuvík — Hítardalur. II. „Stendur ekki allt landið opið?“ sagði Abraham við Lot, og eins get- ur Ferðafélagið spurt allan ferða- þyrstan almenning. Aldrei hefur ver ið gert jafn víðtækt ferðaboð hér á landi og það, sem felst í sumar- áætluninni 1959. Fólk ætti að kynna sér hana í heild, hún fæst á skrif- stofu félagsins í Túngötu 5. Hér skal nú vikið nokkuð að ís- lenzkum ferðamálum almennt og málefnum Ferðafélagsins sérstak- lega, og leitast við að benda á ýmis- legt til leiðbeiningar í því sambandi. Þrá til að kynnast landinu hefur alltaf verið rík hjá íslendingum, en þeirri þrá hefur ekki verið hægt að fullnægja fyrr á síðustu áx-atug- um. Áður komst fólk ekkert nema ríðandi eða gangandi. Sumarleyfi voru ekki til. Efnahagur alls þorra þjóðarinnar leyfði ekki ferðalög. — Nú er þetta allt breytt, og íslending- ar ferðast meii'a en nokkur önnur Norðurlandaþjóð. Þeir ferðast til Ameríku, um alla Vestur-Evrópu og suður á Afríkustrendur og alla leið til Indlands og Kína. Slík ferðalög lætur Ferðafélag íslands sér óvið- komandi. „Kynnist ykkar eigin landi!“ — í þeim orðum felst markmið Ferða- félagsins. Það vill að maður, sem fer til Mallorcu eða Róm hafi séð Árnesstapar í Trékyllisvík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.