Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Úr Hellisfirði. Landmannalaugar, Þórsmörk og heizt gengiS á Heklu fyrst. Fegurð íslenzkrar náttúru er svo marg- breytileg, að fólk verður að hafa séð sem ílest sýnishorn hennar til þess að þroska náttúrukennd sína og eiga í minningunni sem flestar myndir. Ef hann svo kemur til Nor- egs eða Svíþjóðar, uppgötvar hann bráðlega, að hvergi eru þar jafn einkennileg fjöll og á íslandi, hvergi jafn tært loft, hvergi undursamlega fjölbreyttir litir né litbrigði. Þess vegna dáist hann mest að skógun- um og fjölbreytni gróðursins. En kannske hefur hann aldrei gert sér far um að athuga, að íslenzkur gróð- ur er býsna fjölbreytilegur líka, þó að hann sé risminni. Og kannske hefur hann aldrei haft hugsun á að taka eftir bergmyndunum og bygg- ingu fjallanna eða skrítnu steinun- um, sem hann kahnske rekur tærn- ar í. — Þegar fram líða stundir, er nauðsynlegt að koma á sérstökum ferðum fyrir unglinga og sýna þeim jurtagróður og steinaríki, svo og skordýralíf, og umfram allt verða þeir að læra að þekkja stelk frá spóa. Það verður vissulega betra vegarnesti. fyrir ókomna ævi en fljótin í Suður-Ameríku eða kóralla- eyjarnar í Kyrrahafi og kanínurnar í Ástralíu. III. íslenzkir skemmtiferðamenn eiga að vera sjálfum sér nógir og ferðast sem óháðastir. Þegar þeir ferðast upp á eigin spýtur, eiga þeir ekki að miða áætlun sína við gististaði heldur við fagra staði, og hafa með sér allf, sem þeir þurfa, hvort held- ur er í byggðum eðr óbyggðum. Þá er skemmtiferðamaðurinn fyrst sem „fuglinn frjáls“, en fyrr ekki, og það er einmitt þetta, sem hann ósk- Framh. á bls. 14. M AÐURINN, SEM- 1) Þann 30. nóv. 1774 kom Thomas Paine siglandi frá Englandi til Philadelphia í boði Benjamíns Franklín, sem tók honum tveim höndum. Paine var fæddur í enska þorpinu Thetford árið 1737 og hafði orðið að vinna baki brotnu frá barnæsku. Hann var róttækur í skoðunum og sætti sig illa við þáverandi aldarhátt í Englandi. Þegar hinar 13 ný- lendur í Norður-Ameríku fóru að berjast fyrir fullu sjálfstæði, var Paine fremstur í flokki þeirra, sem vildu skilja við Eng- land fyrir fullt og allt. 3) Síðan lagði Paine í ferðalag til Evrópu, til þess að kynna sjálfstæðishugsjónir Bandaríkjamanna. En þegar hann gaf út bók sína um mannréttindin í Englandi árið 1792, vakti hún svo mikla athygli og gremju, að hann sá sér vænst að flýja. Hann fór til Parísar og fékk hinar beztu viðtökur þar. En þegar hann mótmælti aftöku Lúðvíks 16. lét Robes- pierre varpa honum í fangelsi. Meðan hann beið dauða síns, skrifaði hann stærstu bók sína, „Öld skynseminnar“. Þar baðst hann hjálpar Georgs Washingtons, en forsetinn virti hann ekki svars, ameríski sendiherrann Monroe gat þó komið því til leiðar, að hann var látinn laus. 48 skírði Bandaríkin U.S.A. 2) Árið 1776 gaf Paine út rit sitt, sem hét „Heilbrigð skynsemi", og var það selt í 300.000 eintaka upplagi og sjálfstæðismenn höfðu góðar tekjur af því. Þetta rit sam- einaði sjálfstæðismennina til sameiginlegri átaka, og afleið- ingin var sjálfstæðisyfirlýsingin 4. júlí- 1776. — í lokabar- áttunni gaf Paine út nýtt rit, sem hét „The Crisis“, og þar stóðu þessi orð: „Bráðum mun nafnið United States of Am- erica“ hljóma jafn glæsilega um allan heim og orðið Great Britain.“ Með þessum orðum hafði Paine gefið Bandaríkjun- um nafn. 4) „Engin bók hefur haft jafn mikil áhrif á mig og „Mann- réttindin“,“ sagði Napoleon við Paine árið 1802. „Það ætti að reisa yður minnismerki úr gulli í öllum stórborgum heimins.“ — En þegar hann fór aftur til Bandaríkjanna, var hann gleymdur. Þegar hann dó, 10. júní 1809, skrifaði eitt blaðið: „Paine hefur lifað nógu lengi og valdið miklu böli.“ — En 30. maí 1925 var honum reist minnismerki í New Roc- helle. Meðal ræðumanna við það tækifæri var Thomas Alva Edison, sem m. a. sagði: „Thomas Paine var göfugasti borgari Ameríku og mestur vitmaður. Bók hans um mannréttindin ætti að vera skyldunámsgrein í öllum skólum í heimi.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.