Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 í HoIIywood, og vildi helst komast þangað sem fyrst. Hún las um sig- urframa annara og ókyrrðist meir og meir.... Og svo kom að því óhjákvæmi- lega: Joan fór að tala um skilnað. En ekki var nærri því komandi fyrst um sinn, Doug elskaði hana út af lífinu og vildi halda í hana. Skömmu síðar fóru þau til New York. Þar hitti Doug föður sinn, sem sagðist vera í sömu fordæm- ingunni og sonurinn. Mary Pick- ford var farin frá honum og vildi fá skilnað. Og svo kom þeim saman um að skilja við konurnar sam- tímis. Og skilnaðurinn var ekki fyrr um garð genginn en þeir ieðgarnir tóku saman pjönkur sínar og fóru saman til Evrópu, eins og tveir gamalkunningjar. Þeir ætluðu að byrja nýtt líf! MARLENE. Þeim feðgunum var vel fagnað í London. Hvert heimboðið rak ann- að og brátt var farið að kalla þá ,,heiðurs-yankees“. Doug yngri var líka ráðinn til að leika í nýrri mynd fyrir Warner Bros, „Man of the Moment“. Þegar gamli Doug var spurður hversvegna hann hefði svo lengi verið andvígur syni sínum, hló hann og sagði, að hann hefði aldrei vitað að strákurinn væri jafn einþykkur og hann sjálfur. — í rauninni þykir mér vænt um það, því að það sýnir að drengurinn veit hvað hann vill. Þegar ég hugsa til þess að einu sinni gerði ég hann arflausan, skil ég ekki í sjálfum mér, sagði gamli Doug og hristi höfuðið. í London tókst Doug yngri að láta gamlan draum rætast. Hann stofnaði kvikmyndafélag sjálfur: „Criterion Film Company”. Um þessar mundir kom Marlene Dietrich til að leika í kvikmyndinni „Brynjulaus riddari“. Doug var á hjólum kringum hana frá fyrstu stundu, og fólk henti gaman að hinni dáðu leikkonu og hinum unga dýrkanda hennar. Og þegar Doug leigði sér lúxusíbúð í gistihúsinu Doug yngri var frægur fyrir leik sinn í „Sindbad sæfari“, sem var fyrsta myndin, er hann lék í eftir að hann kom úr stríðinu. sem Marlene bjó i, var því slegið föstu að eitthvað alvarlegt væri í bígerð og Amor í spilinu.... Fljótlega varð Doug í vandræð- um með nýja kvikmyndafélagið sitt. Hann gerði ýmsar ráðstafanir, sem félagar hans vildu ekki fallast á, og það var allt annað, sem vakti fyrir honum en þeim. Og það sem verra var: hann hafði lánað Pétri og Páli peninga, sem ekki voru greiddir aftur. Sjálfur lifði hann eins og greifi á peningum íélagsins, en ekkert kom á móti í tekjudálk- inn. Og svo var einn góðan veður- dag skrifað upp ofur einfalt reikn- ingsdæmi, sem sýndi, að Douglas Fairbanks yngri var kominn í mörg þúsund punda skuldir, sem ekki voru peningar til að greiða. Pabbi hans var vestur í Ameríku, enda vildi Doug ekki ónáða hann út af þessu, því að þá yrði hann að leggja spilin á borðið. Og því síður gat hann hugsað sér að fara að spara við sig. Horfurnar voru slæmar. En þá var það að gamall vinur hans og landi, Irving Asher, hljóp undir baggann og skrifaði tékk- ávísun með mörgum núllum handa Doug litla. Doug notaði þessa pen- inga til að, búa til stutta kvikmynd. En hún seldist illa. AFTUR TIL AMERÍKU. Eina nótt í janúar, um klukkan tvö hringdi síminn. Landsími frá Los Angeles. David Selznick kvik- myndaframleiðandi vildi fá Doug til að leika Rupert von Hentzau í „Fanginn frá Zenda“. — En það er ekkert aðalhlutverk, sagði Doug. — Nei, ekki er það. Ronald Col- man á að leika aðalhlutverkið og Madeleine Caroll á móti honum. En ég er viss um að þú verður ánægð- ur með hlutverkið sem þú færð. — Ég verð að fá að hu.gsa mig um. — Já. En ekki lengur en þrjá daga. Þessu liggur á. — Þú skalt heyra frá mér. Það var vandi að afráða þetta. Doug kunni svo vel við sig í Lon- don. Honum leið betur við Thames en í Californiu. En hinsvegar hafði hann varla efni á að afþakka gott tilboð núna. Þetta yrði að líkind- um stór og mikil mynd, sem mundi fara um allan heim og minna á nafnið hans, ef einhver kynni að hafa gleymt því......... Doug vissi ekki betra ráð en hringja til pabba síns I Hollywood og heyra álit hans. Og Doug eldri svaraði sam- stundis: — Vitanlega skaltu þiggja hlutverkið, drengur. Lestu bókina, og þá sérðu hversvegna ég ræð þér til þess. Marlene Dietrich réð honum til þess líka. Og Doug mat ráð henn- ar nærri því eins mikils og föður síns. Og svo tók hann saman dót sitt, kvaddi kunningjana, og fór um borð í „Aquitania“ í febrúar 1937. Hlutverkið Rupert von Hentzau í „Fanginn frá Zenda“ varð grund- völlurinn að heimsfrægð Dougs yngra. Þetta varð ein af beztu myndum ársins 1937. Og þó Doug fengi engan „Oscar“ fyrir leik sinn, fannst flestum að hann væri vel að honum kominn. Hann hafði um skeið verið ó- vinsæll í Bandaríkjunum fyrir það að hann mat England meir en Ame- ríku, og af því að síðasta ferð hans þangað hafði verið líkust flótta. En í einu vetfangi varð hann orðinn vinsælli vestra en hann hafði nokkurntíma verið. Hann hafði töfraframkomu, sem enginn gat staðist. FYRRIRMYNDAR EIGINKONA. Næstu þrjú árin vann Doug hvern sigurinn öðrum meiri. Hann lék móti Ginger Rogers, Paulette Godard, Danielle Darreaux og Janet Gaynor. Hundrað þúsund dollara fékk hann fyrir hverja mynd. Og jafnvel Saumel Goldwyn sagði við Doug eldra: — Betri en allar þín- ar myndir ér hann sonur þinn! Nú var litli Doug orðinn 29 ára, en hann hafði meiri reynslu en margur fimmtugur. Það hafði oltið á ýmsu fyrir honum um æfina. Stundum ríkur, stundum svo blankur að hann kunni engin ráð til að bjarga sér. Það sem hann þráði mest var kona, sem hann gæti stofnað heimili með og átt börn með. En hvar átti hann að finna hana? Hann hitti fáa nema leikara, og konan sem hann ætlaði að eiga mátti ekki hafa komið nærri leikhúsum eða kvikmynd, það hafði hann staðráðið. Faðir hans hafði gifst aftur, fyrr- verandi lady Ashley, leikkonunni Sylviu Hawkes. En það var ekki að sjá að hann væri sérlega sæll í hjónabandinu. Kannske var hann ekki þannig gerður? Hann hafði aldrei náð sér eftir missættið við Mary Pickford, þó hann hefði átt sökina á því sjálfur, miklu frem- ur en hún. Doug gerði sér ljóst að hann var líkur föður sínum. Og þess vegna vildi hann varast að gera sömu skyssurnar og hann. Allt þetta var honum í hug þeg- ar hann kynntist barnasálfræð- ingnum Mary Lee Huntingdon frá Virginia. Hún var menntuð og greind, raunsæ en þó ekki leiðin- leg, með heilbrigðar lífsskoðanir og gott hjarta. Doug varð hrifinn af henni undir eins og þau kynnt- ust í samkvæmi hjá Merle Ober- on, sem var vinkona frú Hunt- ingdon. Mary Huntingdon gat líka líitið til baka á misheppnað hjónaband. Hún hafði gifst samstúdent sínum, þvert á móti vilja foreldra sinna, áður en hún eða hann voru orðin tvítug. — Það leið ekki á löngu þangað til við skildum, sagði Mary Lee við Doug. Hún er öðru vísi en flest kven- lólk, hugsaði hann með sér. Skömmu síðar fór hann með hana heim til móður sinnar og stjúpa. Þau voru hrifin af stúlk- unni. En Doug vildi heyra álit föð- ur síns líka; hann þóttist ekki ör- uggur fyrr. Douglas eldri hafði lið- ið skipbrot í öllum sínum hjóna- böndum, en var talsverður mann- þekkjari þegar aðrir áttu í hlut. En jafnvel hinn vandfýsni Doug eldri varð hrifinn af Mary, og áleit að hún væri rétta konan handa hinum geðríka syni. Og þá var Doug yngri öruggur. _______ V _______ KEPPINAUTUR MAKARIOS. — Eftir að Kypurdeilan var útkljáð með sætt og Makarios erkibiskup hafði lagt blessun sína yfir bað, er nýr maður kominn til sögunnar og vill halda áfram að berjast uns Kypur er innlimuð í Grikkland. Þessi „friðarstillir“ eða réttara sagt „spillir“ heitir Kyprianos og er biskup í Kyrenia. -AL vecý' HBSSA Ameríkanskur málari hefur síð- astliðin 30 ár teiknað hendur allra frægustu hnefakappa heimsins. Og reynsla hans er sú að þvínær allir beztu hnefakapparnir hafi smáar hendur í hlutfalli við búkinn. ★ Á sundmóti einu í Cardiff var meðal keppendanna stúlka, sem heitir Margaret Townsend. Þegar það fréttist að Philip prins mundi koma á mótið sá forstöðunefndin sér ekki annað fært en biðja stúlk- una að kalla sig Jaqueline og prenta nýjar keppendaskrár með því nafni, til að þóknast drottning-manninum! ★ — Ég heyri eins vel í útvarpinu yðar og það væri inni hjá mér. — Kannske þér viljið þá borga helminginn af afnotagjaldinu ★ Sex skilnaðarástæður. Maður í Miami fékk skilnað vegna þess að konan hans hafði saumað í fóðrið á öllum jökkunum hans: „Þessi maður er giftur!“ — Frú í Washington fékk skilnað vegna þess að maðurinn hennar hafði stolið frá henni vararoða og augnabrúnalit og málað með því myndir „sem voru ekkert líkar henni.“ — Ein Cicagofrú vegna þess að maðurinn hennar var svo afbrýðisamur að hann tók fallegustu nærfötin henn- ar og geymdi þau inni í peninga- skápnum sínum. — Maður í New York fékk skilnað vegna þess, að konan hans megraði sig svo frek- lega að hann var hættur að þekkja hana. — Maður í Kalamazoo fékk skilnað vegna þess að konan hans notaði mynd af honum sem skot- skífu og hrópaði: „Þarna fékstu það!“ hvenær sem hún'hitti. Og frú í Curzon fyrir það, að maðurinn bannaði tengdamóður sinni að segja meir en 100 orð á dag, þegar hún var í heimsókn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.