Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 TOMMY STEELE OG UNNUSTA HANS. — Þegar Tommy Steele gerði kunnugt að hann væri harðtrúlofaður Ann Donoughe féll hann stórum í ást og áliti stúlkna á aldrinum 10—15 ára. En Tommy, sem er mesti mathákur, fékk þann álitsmissi að fullu bættan, því að Ann kann að brasa ágætan mat og er yfirleitt allra besta stúlka. — Hér er hún að leggja á diskinn hans kótelettu, sem hún hefur steikt sjálf, og sem Tommy ætlar að hesthúsa áður en hann fer inn á sviðið í Coliseum í London til að leika í „Öskubusku“. N.-----.... ........................................................................./ *** LITLA BAGAN ☆ ☆☆ R U Z I C K A : Eftirlitið ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ í öllum stórverzlunum í New York er stolið. Og það eru ekki ein- göngu gestirnir sem stela. Innan- búðarfólkið stelur líka. í vöruhús- inu TAND & PLUNDER var öllu stolið, sem hönd á festi. Og það var talsvert margt. Frá eg'gjabikurum til barnavagna. Já, hjá TAND & PLUNDER var veltiár fyrir starfs- fólkið. Þar stal hver sem betur gat. — En loks gekk alveg fram af for- stjóranum. Og þeir settu upp aug- lýsingu á svörtu töfluna: „Til starfsfólks okkar! Til þess að fyrirbyggja hvarf sívaxandi vörubirgða, sem ekki eru borgaðar, höfum vér frá því í dag að telja komið á eftir- liti við útgöngudyrnar, sem allir verða að hlýða, hvort held- ur er æðri eða lægri. Allir verða að sýna handtöskur sínar ótil- kvaddir. — Forstjórar TAND & PLUNDER.“ Svo byrjaði eftirlitið og árang- urinn varð prýðilegur. Það dró úr þjófnaðinum með hverjum degi, og forstjórunum létti. Að vísu reyndu sumir að beita gömlum brögðum. Til dæmis að fara í tíu pör af nylonsokkum, hvert utanyfir annað, eða búa um gömlu skóna sína í pappír og fara með nýja á fótunum. En þess konar brellum vandist fólkið fljótlega af. Einn daginn gekk ungur, mynd- arlegur búðarmaður út um hliðið. „Halló, eftirlit!“ kallaði eftirlits- maðurinn á eftir honum. „Já, alveg rétt. Hvað vilið þér sjá?“ „Opnið þér töskuna yðar!“ Ungi maðurinn nam staðar. Opn- aði töskuna. í henni var gamall jakki — ekkert annað. „Gott og vel. Þér megið fara!“ „Thank you. Good evening.“ „Good evening." Ungi maðurinn veifaði hattinum og fór. Daginn eftir kom hann aftur. Með töskuna. Og var stöðvaður. „Opnið þér töskuna yðar!“ Hann opnaði töskuna. Þar var sami gamli, jakkinn. Annað ekki. En nú var eftirlitsmaðurinn tor- tryggnari. Hann hnyklaði brúnirnar og hvesti augun á unga manninn, svo tók hann upp gamla jakkann og hélt honum upp á móti birtunni, þuklaði á honum og sneri honum við, úthverfði vösunum, og lagði hann loksins í töskuna aftur. „Er allt í lagi?“ spurði ungi mað- urinn óþolinmóður. „Nei, bíðið þér við, ég ætla að athuga töskuna bet- ur.“ Hann beygði sig og fór að at- huga hvort ekki væri tvöfaldur botn í koffortinu. En svo hristi hann hausinn og sagði ólundarlega: „Allt í lagi. Þér megið fara.“ Sama sagan endurtók sig í tvær vikur. Dag eftir dag kom ungi mað- urinn með töskuna og alltaf var gamli jakkinn í henni. Eftirlitsmað- urinn varð æ tortryggnari. Hann opnaði töskuna dag eftir dag og leit- aði vandlega. En aldrei fann hann neitt. Hann spretti upp fóðrinu og gegnumlýsti jakkann. En árangurs- laust ... Þriðju vikuna gat eftirlitsmaður- inn ekki af borið þetta lengur. Hann var að bila á taugunum. Þarna ... þarna kom hann, ráðgátan með töskuna og jakkann. „Halló! Eftir- lit!“ „Já, hvað viljið þér sjá?“ „Heyrið þér, góði vinur,“ sagði eftirlitsmaðurinn. „Ég veit að þér stelið. Segið mér hvað það er. Ég skal þegja yfir því.“ Ungi maðurinn hikaði. „Yður er alveg óhætt að segja mér það. Ég get ekki afborið þetta lengur. Það er að gera mig vitlaus- an.“ „Hvað er að gera yður vitlaus- an?“ „Að þér stelið, án þess að ég geti uppgötvað það. Því að ég veit að þér stelið.“ „Jæja, það er bezt að ég segi yð- ur það þá. Það er rétt að ég stel. — Ég stel handtöskum.“ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆ — Það er margt til, sem er verð- mætara en peningar. — Gott. Ég skal kaupa það. Og svo var það maðurinn, sem varð svo skotinn í baðfötunum og svo heimskur að giftast allri stúlk- unni. í Sovét-Rússlandi hefur verið gerður búningur, sem gerir mönn- um fært að halda sig í 120 stiga hita. Er hann einkum ætlaður mönnum, sem fást við viðgerðir á járn- bræðsluofnum. Fötin eru tvöföld og loftlag á milli, sem varnar hitanum að steikja manninn. ★ Útgjöld ríkissjóðs Bandaríkjanna eru á núverandi fjárhagsári 10 þús- und dollarar á sekúndu. VASA-ÚTVARP. — Margskon- ar smá útvarpstæki eru á boðstól- um nú orðið. Þetta á niyndinni er enskt og er ekki stærra en eld- spýtnabúnt. Vitið þér ...? að geitungurinn gerir tóbaks- ræktarmönnum gagn? Ameríkanskir tóbaksekrubænd- ur eru nú sem óðast að koma sér upp geitungabólum í nánd við ekr- ur sínar. Því að geitungurinn étur lirfurnar, sem mestu tjóni valda á ekrunum. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur rekið tilrauna- starfsemi, sem færði sönnur á þetta. að yfir 65 milljónir sjónvarps- tæki eru nú í notkun í heim- inum? Meiri hluti þeirra er í Banda- ríkjunum. Önnur eru langt á eftir. í Englandi eru 8 milljón tæki. Canada 4 og Sovjetríkjunum 3 milljónir. Kaþólskir prestar hefja nú bar- áttu gegn skemmtununum, sem náttklúbbarnir í Las Vega bjóða gestunum sínum. Sérstaklega eru þeir á móti strípuðu stelpunum. Sumir náttklúbbarnir hafa lofað bót og betrun, en aðrir svara illu einu og segjast muni hafa þá skemmtun á boðstólum, sem flest- um gestunum líki bezt. ★ Ekkert er eins hollt og að fara á fætur klukkan 6 á morgnana, ganga dálitla stund og fá sér ískalt bað á eftir. Þá er maður glaður og ánægður og dagsverkið verður eins og leikur. — Hve lengi hefur þú verið svona mikill morgunmaður? — Ég ætla að byrja í fyrramálið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.