Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 eigin nafni. Önnur hljóðaði á 500, hin á 1500 dollara. Hún lagði þessar þrjár ávísanir fyrir framan sig á borðið og athugaði þær nákvæmlega. Núm- erin voru í réttri röð við útgáfudagana. Og það varð ekki annað séð en hún hefði undirskrifað þær sjálf, enda hefði bankinn ekki tekið þær gildar annars. En hún var hárviss um, að hún hefði aldrei undirskrifað þessar ávísanir. Það fór þá svo að ég hafði rétt fyrir mér, hugsaði hún með sér og hrollur fór um hana. Hugboð mitt hefur verið rétt frá upphafi. Af bleyðimennsku og_ til þess að missa ekki Lornu hef ég ekkert sagt, og hrundið henni út í þessa ógæfu. Ég hef látið hana giftast ævintýramanni og þjóf. Hún greip ósjálfrátt rauðan blýant og skrif- aði FÖLSUÐ á eina ávísunina. Sjálfsásökunin og áhyggjurnar út af Lornu voru blandnar gremju yfir því hve Bruce væri mikið flón. Það var skylda hans að bera ávís- anirnar saman við heftið jafnóðum og þær komu frá bankanum, og hann hafði með öðrum orð- um hugsað sér að láta þessar ávísanir hverfa án þess að hún sæi þær. En gat hann látið sér detta í hug, að hún væri svo sljó og sinnulaus að hún tæki ekki eftir 2750 dollara umframgreiðslu á bankareikningnum sínum? Frú Snow stakk ávísununum þremur í stóra umslagið og stóð upp, með umslagið í hendinni. Það var aldrei neitt hik á henni. Hún hafði gengist í þetta mál og nú ætlaði hún að kryfja það til mergjar. Lorna var óheimsk og hún vai- engin tepra. Fengi hún að vita sannleikann mundi hún taka honum án þess að kikna. Það var myndugleika- og alvörusvipur á henni er hún gekk til dyra, framhjá steinsteypta skápnum sem hún geymdi verðbréf sín og sigl- ingabikara mannsins síns í. — Bruce! kallaði hún niður um stigaopið. — Viltu koma hingað snöggvast, Bruce? Maður frænku hennar brosti, er hann kom hangsandi inn. Nú gat frú Snow loksins með- gengið fyrir sjálfri sér að þetta bros hafði alltaf ergt hana. Það var svo mikill sjálfbyrgingsskap- ur í því, og það var jafn gljásleikt og svarta hárið og litla yfirskeggið á þessum snoppufríða tilbera. — Góðan daginn, Addy frænka. Frú Snow horfði kuldalega á hann. — Það er ekki hægt að bjóða góðan dag í dag, Bruce. Ég hef staðið þig að illu athæfi. — Staðið mig að illu athæfi? Heyrðu, Addy frænka — hvað hef ég gert fyrir mér? — Lorna fær talsvert ríflega peninga hjá mér á hverjum mánuði. Ef þið hefðuð þurft á meiru að halda, hefðir þú getað látið mig vita það. Hvers vegna í ósköpunum hefur þú skrifað nafn- ið mitt á þessár ávísanir? Frú Snow varð skelfd þegar hún sá, hvernig Bruce missti af sér grímuna. Hafði hann þótst svo öruggur, að hann þættist viss um að þetta kæmist aldrei upp? — Hvaða ávísanir ertu að tala um? stamaði hann. — Þig stoðar ekkert að reyna að neita. Frú Snow rétti honum umslagið frá bankanum. — Ég hef þessar þrjár ávísanir hérna. Þú ert eini maðurinn, sem hefur aðgang að ávísanaheftinu mínu og þess vegna sá eini, sem getur sett rétt númer á ávísanirnar. Ég hef ekki hugmynd um hve margar ávísanir þú hefur falsað undanfarið, en það verður hægt að komast að því. Það skipt- Hvar eru dýrin þrjú í greinum trésins? ir engu máli núna. Og safírhringurinn ekki heldur. Frú Snow skammaðist sín svolítið fyrir að sorg hennar skyldi vera blandin persónulegri sigurgleði. — Ég ætla ekki að hirða um að segja þér álit mitt á þér, Bruce, — þá væri tím- anum illa varið. Og ég trúi heldur ekki kenn- ingunni um að maður eigi að gefa þjóf tæki- færi til að betrast. En ég kallaði á þig til að segja þér hvað ég hef hugsað mér að gera. Ég ætla að síma til Lornu núna undir eins, því fyrr sem hún fær að vita sannleikann því betra. Svo síma ég til málaflutningsmannsins míns og læt hann gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að þið Lorna fái lagaskilnað þegar í stað. Síðan ofursel ég þig lögreglunni — kannske — kannske ekki. Það kemur undir því, hvernig þú hagar þér. — Já, en heyrðu, Addy frænka .... Nú ætl- aðist Bruce Mendham til að bros hans væri iðr- unarbros og töfrandi um leið, en það varð að- eins kjánabros. — Þú mátt til að gera það fyrir mig að hlusta á mig. Ég skal útskýra þetta allt fyrir þér. Ég var kominn i klípu, skilurðu, og ég ætlaði mér að borga hvert einasta cent aft- ur. Ég legg drengskap minn við það. Ég hafði komizt yfir veðreiðaspá — sjö dollara fyrir einn — sem átti að vera óbrigðul. Eða svo sögðu þeir mér. Ég hringdi til miðlara sem ég þekki og sagði honum að ég veðijaði 5000 á þennan hest. En svo varð hann aðeins nr. 3. Slíkt skeður því miður svo að segja daglega. En hvað átti ég að gera? Hann rétti biðjandi báðar hendurnar fram á móti henni. Hann var grænn í andliti og hör- undið þvalt af hræðslu. Henni fannst að hann mundi þá og þegar falla á kné fyrir sér. — Skilurðu ekki, Addy frænka — þessir veð- mangarar eru mestu fantar við að eiga. Þeir vita ekki hvað náð og miskunn er. Þeir geta blátt áfram látið spyrna manni útúr tilverunni ef þeim býður svo við að horfa. Hann heimtaði peningana sína. Ég týndi saman allt, sem ég átti og hafði, en það var ekki nóg. Hann vildi fá hvern eyri. Lorna fær ekki annað en það, sem þú gefur henni, svo að ég vissi að það var til- gangslaust að spyrja hana. Og ég gerði mér ljóst að þýðingarlaust mundi vera að fara til þín. Eitthvað varð ég að gera .... ég var í ör- væntingu. Og svo skrifaði ég fyrstu ávísunina til þess að fá frest um stund, og . . .. Addy frænka, ég skal áreiðanlega borga þér þetta allt aftur, ég get unnið ókeypis fyrir þig, en pen- ingana skal ég ná í með einhverju móti. Æ, þú mátt ekki segja Lornu frá þessu. Og þú mátt ekki láta lögregluna vita um þetta .... þetta var gert eins og óðs manns æði, ég skal játa það, því að ég sé það sjálfur núna, en .. . . Ég skal ekki svo mikið sem líta á nokkurn hest framar. Því lofa ég þér. Ef þú vilt aðeins gefa mér tækifæri til að betrast, Addy frænka .... Frú Snow hlustaði með ógeði á þennan orða- flaum. Hræsnandi glæpamaður var enn verri en forhertur glæpamaður, hugsaði hún með sér. Aumingja Lorna. Frú Snow hafði fengið höfuð- verk. Nú tók hún gleraugun af sér og kveikti sér í vindlingi. — Bruce, hættu þessu. Þú hlýtur að skilja að svona kjánalegar afsakanir hafa engin áhrif á mig. Hún lagði umslagið frá bankanum á borðið, sneri sér að símanum og valdi númer. Aðeins eina tölu. — Ég þarf að fá að tala við East Hampton. Símanotandinn heitir Larry Emmett, en ég veit því miður ekki númerið hans. Tekur þetta lang- an tíma? Frú Snow hafði snúið bakinu að Bruce. Nú var engin sigurgleðitilfinning í henni, hún hugs- aði eingöngu um öll vandkvæðin, sem hún átti fyrir höndum. Það var blátt áfram viðbjóðslegt að þui'fa að hafa þennan hundsfleðulega Bruce fyrir augum sér. Hún einbeitti sér að því að hugsa um hvaða orðalag hún ætti að nota er hún talaði við Lornu, og tók ekkert eftir að Bruce rétti varlega fram höndina og greip gula umslagið. — Halló .... Sylvia? Þetta er Adelaide Snow. Er hún Lorna einhvers staðar þarna nærri? — Komið þér sælar, frú Snow. Rödd Sylviu Emmetts var jafn hressileg og glaðleg og vant var hjá þessari útiverukonu. — Get ég ekki freistað yðar, svo að þér komið hingað til okkar með honum Bruce? Okkur þætti svo gaman að þér kæmuð. Lorna og Larry eru úti að sigla, þau fóru snemma í morgun. En koma heim fyrir há- degisverðinn. Á ég að biðja Lornu að hringja? — Já, þakka yður fyrir, ef þér vilduð gera svo vel, Sylvia. Viljið þér biðja hana að hringja undireins og hún kemur. Það er afar áríðandi. — Ég vona að ekkert sé að? — Þér skuluð segja henni að ég óski að hún komi heim undir eins. Framh. næst. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og IV2—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.