Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Bifreiðaeigendur Munið að gjalddagi ábyrgðartrygginga (skyldutrygginga) bifreiða er 1. maí með greiðslufresti til 14. s.m. Þeir, sem ekki hafa greitt iðgjöld fyrir þann tíma, mega búast við að bifreiðir þeirra verði teknar úr umferð, án frekari aðvarana. Blfreiðaeigendafélögin HITTUST í MOSKVU. — Guy Burgpss, embættismaður breska utanríkisráðuncytisins, sem hvarf 1951 og flýði til Rússlands, hefur nú gefið sig fram opinberlcga. Þeg- ar Randolph Churchill var á ferð í Moskva í vetur heimsótti Burgess hann; þeir voru skólabræður. Burgess neitaði því að hafa njósn- að fyrir Rússa en kvaðst vinna hjá bókaútgáfufyrirtæki. munað hinar margvíslegu upplýsingar, sem gefnar eru í leiðarvísnum, er fylgir bifreiðinni? Kerfisbundin smurning — SHELL-SMURNING — Framkvæmd af fagmönnum, tryggir yður að slík vinna sé rétt og samvizkusamlega af hendi leyst. Hinir þaulvönu smurningsmenn á smurstöðvum vorum við Reykjanes- og Suðurlandsbraut eru reiðubúnir að aðstoða yður og leiðbeina um rétta smurningu á bifreiðina. Látið því smyja hana þar reglulega. ★ Maj-Britt, hinni ungu upprenn- andi filmstjörnu var líkt við Gretu Garbo þegar hún kom til Holly- wood, en það hefur verið sagt oft áður, þegar sænskar stúlkur áttu í hlut. En Maj-Britt kunni ekki að meta skjallið. „Ég veit ekki til að ég líkist Gretu Garbo nema í einu,“ sagði hún. „Við notum sama númer af skóm.“ ★ Dewey Campbell í Owosso, Mic- higan, uppgötvaði að eldur var kom- inn upp í blöndungnum í bílnum hans. Hann stanzaði samstundis, hljóp inn í ölkrá og þreif tvær bjór- flöskur ofan úr hillu, hristi þær dug- lega um leið og hann hljóp út að bílnum og slökkti eldinn á svip- stundu með froðunni af ölinu. ★i HLÝTT VETRARBAÐ. — Á Hokkaido, sem er nyrst Japanseyja baðar fólkið sig úti um háveturinn. Ekki stafar þetta þó af því að fólk- ið sé sérstaklega liarðfengt, heldur af bví að barna eru heitar laugar, alveg eins og sundlaugarnar í Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.