Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 8
8 FALKINN — Þú mátt ekki segja þetta, segi ég. Það var María í Stóradal. Hún stóð við gluggann og starði út yfir sveitina. Það var líkast og hún væri svo fjarlæg í hitamollunni. Ásarnir þarna í fjarska voru eins og grænar öldur. Það var heitt í stofunni, einsog loftið væri sjóð- andi. — Nei .... nei .... Árni horfði niður á gólfið, sat kyrr og sneri húfunni milli handanna. — En það er nú svona samt. — María leit snöggt við. Starði um stund á manninn, sem sat þarna við borðið. Það var eitthvað öruggt við hann Árna. Hjálpsamur og góð- lyndur var hann. Hún gat ekki fengið af sér að vera hörð við hann. Hún vorkenndi honum líka. — Þú hefur ekki meira til þíns ágætis en hann Hannes, sagði hún lágt. — En ykkur kemur ekki að gagni að halda áfram að fjand- skapast hvor við annan. Eg veit ekkert hvorn ykkar ég vil fremur. Kannske vil ég hvorugan ykkar. Hún sneri sér frá honum aftur og strauk sér um ennið. Höndin var dökk eftir sumarstritið, sterk en varkár í hreyfingum. Það var lík- ast og eitthvað í líkama hennar væri í ósamræmi við skaplyndið. Granna mittið og brjóstin voru kvenlegt. En andlitið var svipmikið. Fallegt líka. Hárið jarpt og gljáði á það í sólskininu í glugganum. Kannandi augnaráð hennar fjar- rænt og nálægt í senn. Árni stalst til að líta á hana. Þetta var í ann- að skiftið sem hann bað Maríu í Stóradal. Honum hafði litist á hana síðan hann var barn, en sí og æ hafði Hans bolað honum frá, því að hann var frekur og framgjarn og allar stelpur kiknuðu í hnján- um þegar þær sáu hann. Árni svaraði engu því sem hún sagði. Hann sat og hugsaði. Hann hugsaði mikið, hann Árni. Þegar hann var að höggva skóg eða smíða, var honum svo gjarnt til að hugsa um allt milli himins og jarð- ar. En oftast var hann að hugsa um Maríu. Hann renndi grun í að María vissi að Hannes væri meiri á yfir- borðinu enn inni fyrir. En líklega hélt hún, að hún mundi geta ráðið við hann og vanið hann. Þær voru skrítnar þessar stúlkur. María hafði aldrei setið á girðing- unni og þuklað feimnislega á pils- inu sínu þegar hún var telpa. Nei, hún var ekki að tvinóna við að taka klárinn og þeysa skógargötuna og upp í sel til að sækja rjóma, þegar gesti bar að garði. Allt í einu stóð Árni upp. Hann náði nærri því upp í lo'ft. Breiðu hendurnar voru þunglamalegar. Hárið stakkst framundan húfunni, sem hann hafði sett upp. Jæja, María. Vertu nú sæl. — Hann rétti út höndina eftir hurðar- húninum. Kreysti saman varirnar. Augun, sem venjulega voru svo fjörleg, voru eins og í dauðum fiski. — Ertu kannske að hugsa um að fara í ferðalag? spurði María eins og hún vissi ekki hvað hún ætti að segja. — Nei, ekki í ferðalag, en .... Hann fann ekki orð og færði sig nær dyrunum. Allt í einu sneri hann sér að henni og nú kom fjör í andlitið. — Þú skalt ekki fleygja því frá þér, sem þér er boðið af góðum hug! Svo kippti hann upp hurð- inni og steig yfir þröskuldinn. María flýtti sér á eftir honum og dró hann til baka. Hún tók hendinni um handlegginn á hon- um og sagði alvarleg: — Ég geri það ekki, Árni. En þetta er svona. Hvorugt okkar get- ur gert af því eða ráðið við það. Kannske sér þú margt, sem þú villt að ég sjái líka, en það stoðar ekki. — Hún þagði sem snöggvast og leit undan. — Hannes hefur ólg- una í blóðinu, sagði hún lágt. — Það er ólga í mér líka. — Og i mér líka, sagði Árni. — En kyrrðin fylgist alltaf að með ólgunni, bætti hann við. María ætlaði að svara, en þá heyrðist fótatak úti á svölunum. Hannes rak brosandi andlitið inn úr gættinni. Hann var ekki eins hár og Árni, en þrekinn um herð- arnar, hreyfingarnar liprar. And- litið var stórskorið og drættirnir ró- legir. Augun sterk og brúnirnar þungar. Munnurinn var eins og hann væri alltaf að hvísla. En djúpt inni í dökkum augunum var bjarmi. Líkt og endurskin af einhverju al- varlegu. Árni hafði þekkt Hannes síðan hann var barn. í þann tíð hafði hann stundum horfið í marga daga. Og eitt kvöldið kom hann ríðandi heim með nokkra fugla í poka. Enginn spurði hvar hann hefði verið. Og aldrei sagði hann frá því heldur. Og eítir mánuð var hann horf- inn aftur. Nú er Hannes í flakki, sagði fólkið. Hann hætti þessu þegar hann varð eldri. Hugsaði um búskapinn. Faðir hans var gamall og orðinn ónýtur til vinnu. Stundum efndi hann til umræðufunda' í sveitinni og var athafnasamur. — Nú, hér er þá gestur, sagði Hannes og ætlaði að snarast út. María hljóp á móti honum. — Nei, komdu inn, Hannes. Þú ert varla svo feiminn að þú þorir ekki að sjá gesti! Hannes steig inn fyrir þröskuld- inn. — Jæja, Árni, og þú hreyfir þig líka, þó heitt sé. Árni svaraði ekki strax. Hann tók af sér húfuna aftur og settist. Hannes hlammaði sér á bekkinn og fór að leita að pípunni sinni. Hann var að smá-líta til þeirra meðan hann tróð í pípuna. Það var svo að sjá sem Maríu væri mikið í hug, en hún gæti ekki sagt það. Nú var hún komin út að gluggap- um aftur. Þuklaði á hespunni og opnaði gluggann. — Skefling er heitt! sagði hún OreHHqr og blés á nokkur hár, sem höfðu fallið niður á ennið. — Ég man ekki eftir öðrum eins heyþurrk í mörg ár. —Hún gekk að skápnum og tók fram glös. — Þið verðið að smakka á ölinu, úr því að þið komuð. Hún fór fram og þeir heyrðu að hún gekk niður kjallarastigann. Hannes kveikti í pípunni. — Þú hefur líklega verið í bónorðsför núna aftur, Árni. — Hann brosti en sagði ekki fleira. Það kom herpingur í munninn á Árna. Hann hvessti augun á hann. — Já, það hef ég verið, sagði hann fastmæltur. — Hverju svaraði hún? spurði Hannes. Hann kveikti í pípunni. En hún var stífluð. Árni svaraði engu. María kom með ölið og hellti í glösin. Þeir drukku þegjandi. Eftir dálitla stund sagði Hannes: — Jæja, þú vilt ekki hann Árna, Maria? Þau hrukku við bæði. Hann var svona opinskár. Úr því að hann leyfði sér það gat hún leyft sér það líka. — Ég vil engan, sagði María. — Ég vil vera frjáls. Svo fór hún út að glugganum aftur. Ásarnir voru svo fjarlægir. Þeir höfðu alltaf heillað hana svo mikið, þessir ásar. Það voru svo margar götur um þá. Götur sem óhætt var að fara. Án þess að spyrja nokkurn leyfis. Göt- ur sem lágu burt frá karimönnun- um, sem þóttust eiga rétt á henni af því að hún var sveitastúlka. — Það er spurning með hverjum þú yrðir frjálsust, sagði Hannes og blés frá sér reykjarstrók. Árni var reiður. — Hverskonar frelsi býður þú þá? spurði hann ertandi. — Frelsi í stofunni meðan þú flakkar um næstu sveitir? Hannes rétti úr sér á bekknum. Það var eins og hann hefði fengið högg í andlitið. — Það er kannske ekki verra en að hugsa um heimili fyrir einhvern tunglspeking. Árni barði hnefanum í borðið: — Haltu kjafti! Hannes stóð upp. — Það er þá best að spyrja Maríu. Það var þungur alvörusvipur á honum. Árni starði á hann. Var hann genginn af göflunum? Ætlaði hann að þvinga fram úrslit þarna á stundinni? Augu Maríu voru á flótta milli

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.