Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 -jC TÍSKAN IfAND-i LITLU SYSTUIt. (Myndi?i til vinstri): — Kjóll með jakka hefur verið í hávegum hafður í vor, líka á litlar stúlkur. Kjóllinn er stórköflóttur og ermastuttur. Jakkinn er úr „járnbrautar- flaueli“og prýddur skásettum leggingum úr sama efni og kjóllinn. Hvítur kram — og ekki að gleyma flauelsslaufu í hárið. % * EINFALT OG SMEKKLEGT. (Til hægri): — Þessi kjóll frá CARDIN er smáköflóttur, úr svörtu og hvítu ,,pied de poule“. En í kjólnum felast hrjár af þeim nýjungum, sem einkenna tískuna í sumar: Breitt leðurbelti, mikið flegið háls- mál cg olnbogalangar, víðar ermar, með tveimur fellingum á hvorri öxl. Axlirnar sýnast breiðar og bar af leiðir að stúlkan sýnist enn mittismjórri. augu við staðreyndirnar. Bruce hafði ekki ætl- að sér að opna fyrir henni. Hann var jafn heimskur og hann var óheiðarlegur. Þegar hann hafði séð hurðina lokast eftir henni, hafði hann alveg tapað sér. Hún hafði hótað honum lög- reglunni, og svo hafði hann notað sér tilviljun- ina og gert síðustu tilraunina til að sleppa. Svona lá í öllu þessu. En það var líka flónska af henni að fara að álpast þarna inn í klefann. En samt .... „Nú hef ég aðvarað þig“ .... hún mundi vel svipinn á Bruce þegar hann sagði þessi orð Var hugsanlegt að hann hefði skellt hurðinni í lás eftir henni? Gat það kom- ið til mála.. . . ? Það fór hryllingur um hana en hún reyndi að vinna bug á honum. Það skipti engu máli hvað Bruce hafði ætlað sér. Húsið var að vísu nokk- uð stórt, og klefinn var í miðju húsinu, svo að ókleyft var að láta nágrannana heyra til sín. En Gordon hafði sjálfur gert teikninguna að þessum klefa, sem hann ætlaði að nota sem geymslu fyrir þá mörgu fágætu muni, sem hann hafði eignast á veraldarflakki sínu. Þegar hann dó höfðu þessir mörgu gripir verið gefnir Metro- politan-safninu. Þeir voru svo margir, að þessi kompa, aðeins 2 sinnum 2.5 metrar, hefði orðið mikils til of lítil til að geyma þá. Og ekki mundi hún verða lokuð þarna inni lengi. Arlene mundi koma klukkan tólf. Frú Snow leit á litla armbandsúrið sitt í platínu- kassanum . . hún gat ekki séð hvar vísirarnir voru staddir nema hún setti upp lestrargler- augun sín. Þarna hefndist henni fyrir það að hún var svo hégómleg að hún vildi helzt ekki ganga með gleraugu svo aðrir sæu. En klukk- an hlaut að vera orðin yfir tíu, og þá þurfti hún ekki að bíða nema tvo tíma. Því að Arlene mundi áreiðanlega koma klukk- an tólf? Það var gersamlega óhugsanlegt, að Bruce mundi taka upp á einhverju — hringja og segja að .... þessi tilhugsun kom svo flatt . upp á frú Snow að hana sundlaði um stund. Og um leið varð henni hugsað til vindlingsins með eldinum í, sem hún hafði lagt frá sér í ösku- bikarinn á skrifborðinu, en þar var fullt af bréfum og blöðum í kring. Hún sá í anda hvern- ig logarnir sleiktu blöðin hinum megin við harð- læsta stálhurðina. Hún varð að taka á honum stóra sínum til þess að öskra ekki eins og vit- firringur og lemja gljáandi málminn í hurðinni. Hún kvaldi sig til að snúa sér að hillunni með siglingaverðlaununum. Hún hafði raðað þeim þarna fyrir fimm árum, daginn eftir jarðarför Gordons. Þau vöktu of margar endurminning- ar hjá henni, og hún hafði varla hreyft við þeim síðan. En nú voru þau eins og gamlir vinir. Hún tók einn gripinn í hönd sér og kannaðist undir eins við hann. Gordon hafði unnið hann í Mar- blehead árið 1939. Hún kreysti að gljáandi stéttinni á bikarnum og fannst róandi að finna kaldan málminn við lófann á sér. Hún ætlaði að standa kyrr frammi við hurðina og hugsa um Marblehead. Arlene mundi fara að koma. Vitanlega kæmi hún .... Arlene Davidson lagði heyrnartækið á kvísl- ina og skreið ánægð undir yfirsængina aftur. Jæja ,svo að það varð þá úr að frú Snow fór úr borginni um hvítasunnuna. Skelfing var það gott — heilir fjórir frídagar. í rauninni var mál til þess komið. Hún hafði ekki fengið verulegt frí síðan um nýár. Arlene fór að velta fyrir sér hvert frú Snow mundi hafa farið. Hún var ekki vön að gera víðreist síðan maðurinn hennar dó. En líklega mundi hún hafa farið með ungu hjónunum til Long Island. Annars væri það nú hálfskrítið. Eftir níu ára samvistir þekkti Arlene frá Snow mjög vel. Frú Snow féll illa við þennan Bruce, þó hún reyndi að láta sem minnst á því bera. Og það hefði verið miklu líkara frú Snow að halda sig heima en troða sér upp á vinafólk frænku sinnar. Já, þetta vai' í rauninni undarlegt .... Gegnum þunnan skilvegginn gat Ai'lene heyrt í rafmagnsstraujárni. Rósa systir hennar var að straua kjól. Fyrir utan, í 114. götu óhemjuðust og orguðu krakkar, sem voru að leika sér .að fót- bolta. Arlene var skemmt er hún hugsaði til þess að allir aðrir væru á fótum og önnum kafnir, en hún ein gæti legið í leti og makind- um. Það var dýi'ðleg tilfinning. Hún bylti sér í i'úminu og leit þakkaraugum til símans. Mikið var hún heppin að fá síma, þegar hún fluttist í þessa íbúð með Rósu og manninum hennar. Það var sannarlega peninga virði að þui'fa ekki ann- að en rétta út höndina, svara nokkrum oi'ðum og leggjast svo út af og móka áfram. Hvað ætti hún eiginlega að gera þessa fjóra daga? hugsaði hún með sér. Mikið flón hafði hún verið, að verða ósátt við Leroy. Hann var bezti maður .... þó hann gerði hana stundum fjúk- andi vonda. Það hafði svei mér verið gaman að aka með honum til Jersey. En nú var það ekki hægt. Hann mundi ekki hringja og friðmælast við hana. Vitanlega gæti hún farið til Bi'ooklyn með Rósu og manninum hennar, en það þótti henni ekki eftirsóknai'vert. Ekkert að sjá nema fjölda af fólki, sem sat við kaffiborð og gaggaði eins og hænur. Kannske gæti hún fai'ið inn í borgina og rekið ýmis erindi .... keypt sér treyjuna hjá Saks. Hún átti hérumbil fyrir henni núna. Og .. . Allt í einu datt henni í hug: Föstudagur í dag. Kaupgreiðsludagurinn! Mikið flón var hún að gleyma þessu, þegar Bruce hi'ingdi. Og ein- kennilegt að frú Snow skyldi gleyma því. Hún var alltaf vön að vera stundvís með kaupið. Arlene hrökk við og settist upp í rúminu. Það var ekki um annað að gera: ef hún ætti að eign- ast þessa treyju fyrir hátíðina yi'ði hún að fara og ná í peningqna áður en frú Snow færi. En það var svo notalegt að liggja kyrr og teygja úr sér, að hún var að hugsa um að fresta treyjukaupun- um. En svo beit hún á jaxlinn. Ejögra daga frí og enginn Leroy til að borga skemmtigjöldin. Hún varð svei mér að fá aurana fyrir hátíðina. Hún leit á símann. Ætti hún að hringja til frú Snow og biðja hana um að leggja peningana á afvikinn stað, sem hún gæti tekið þá á? Nei, það var óþarfi að láta fleira símtöl koma á reikninginn en þöi'f var á. Hún gat reitt sig á frú Snow. Og þegar frú Snow þui’fti ekki á henni að halda til að líta eftir köttunum, hlaut það að vera vegna þess að Joe væri á heimilinu. Og þó fi'ú Snow færi tímanlega mundi hún afhenda Joe kaupið hennar. Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjói’i: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.