Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Page 3

Fálkinn - 29.05.1959, Page 3
FÁLKINN 3 Frá tómstunda- sýningunni 1958. Herbergi pilta. Herbergi stúlkna. m ; r:;> rx” :\>.? —.........wíííi Holl starfsemi Æskulýðsráðs HAUSTIÐ 1955 var skipuð nefnd hér í bænum, er hlaut nafnið Æsku- lýðsráð Reykjavíkur. Starf þessarar nefndar átti að vera það, að beita, sér fyrir umbótum í félags- og skemmtanalífi æskufólks í bænum. Ekki verður annað sagt en að nefnd- inni hafi orðið vel ágengt. Hefur hún verið studd með ríflegum fjár- framlögum úr bæjarsjóði. Æsku- lýðsráðið hefur leitast við að skapa unglingum holla tómstundaiðju og jafnframt að veita þeim tilsögn í ýmsu því, er að góðu gagni kemur í lífsbaráttunni. Tveir fastir starfsmenn starfa á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur, þeir séra Bragi Friðriksson og Jón Pálsson bókbandsmeistari. Það sem af er þessu ári hafa um 1200 börn tekið þátt í starfsemi á vegum ráðs- ins. Starfseminni er skipt í þrjú tímabil, hið fyrsta frá janúarbyrjun til aprílloka, næst frá maíbyrjun út september og hið þriðja frá 1. októ- ber til áramóta. Þær greinar, sem lögð hefur verið áherzla á á þessu fyrsta tímabili, eru ljósmyndaiðja, föndur, bókband, radíóvinna, flug- módelsmíði, trésmíði, sjóvinna og brúðuleikhús. Þá hafa verið starf- andi klúbbar þar sem lögð hefur verið stund á frímerkjasöfnun, skák, kvikmyndir og loks dans. Sumarstarfsemin verður að sjálf- sögðu með nokkuð öðru sniði. Sjó- vinnuflokkarnir starfa til loka maí, en þá verður efnt til róðraferða. Þá er og í ráði að vinnuskólar Reykja- víkur og Æskulýðsráðs geri sam- eiginlega út skólaskip í tvo mán- uði í sumar til lúðuveiða. Höfðu sömu aðilar slíka útgerð með hönd- um í fyrra og gafst vel. Módelklúbbar og ljósmynda- klúbbur starfa áfram og opnuð verða á vegum ráðsins tvö verk- stæði þar sem unglingum verður veitt aðstoð í hjólhestaviðgerðum. Unglingahljómsveit tekur til starfa að Lindargötu 50 og verður veitt tilsögn í meðferð veiðistanga, við- gerðum og kastæfingum, Þá hefur verið stofnaður söfnunarklúbbur fyrir æskufólk, sem hefur áhuga á söfnun blóma og skelja eða annars úr ríki náttúrunnar. Munu kunn- áttumenn leiðbeina um söfnunina og Ungir sjómenn við lúðuveiðar. Ný heimkynni andanna ÞAÐ má segja að endurnar á Tjörninni séu einu dýrin, sem fjöl- margir Reykvíkingar komast í náin kynni við. Hefur nú á síðu.stu árum verið bætt við fjölmörgum anda- tegundum svo að fjölbreytnin er þar mikil. Farið var að þrengjast að önd- unum í Þorfinnshólmanum, þegar kom að varptímanum, svo að gripið var til þess ráðs að flytja allar ófleygu endurnar frá Akureyri í stóran skurð fyrir handan Hring- brautina og útbúa þar nýja anda- tjörn. Þarna er miklu meira rými en í Þorfinnshólmanum, meira gras og staðurinn heppilegri nú þegar búast má við að endurnar fari að verpa. Girt hefur verið um skurðinn, og þeir, sem sakna andanna af Tjörn- inni þurfa ekki annað en fara út í mýrina sunnan Hringbrautarinnar, þar finna þeir vini sína. í haust verður svo unnið úr mun- unum og er ætlunin að þátttakend- ur geti síðar skipzt á söfnunargrip- um. Þá verður Skátaheimilið við Snorrabraut rekið af æskulýðsráði í sumar í samráði við skátana. — Verða þar ýmis leiktæki og skemmtanir. Auk þessa gengst Æskulýðsráð fyrir fjölda ferðalaga í sum.ar og eru upplýsingar um þau veittar að Lindargötu 50. Því verður ekki á móti mælt að Æskulýðsi'áðið hefur þegar unnið merkt og gott starf. Það hefur gert tilraun til að veita athafnaþrá barna og unglinga útrás og beint henni inn á rétta braut. Foreldrar hafa þó ekki veitt þessari starfsemi þá athygli sem skyldi, verið kærulaus- ir um börn sín og ,,beitt þeim á götuna“. Það er mjög talað um það að æskan sé spillt og hvorki foreldrar eða kennarar ráði neitt við hana. Sökin er ekki æskunnar heldur þeirra, sem móta hana og stjórna því þjóðfélagi, sem hún vex upp í. Þetta ættum við eldri að gera okk- ur ljóst-----og ef við viljum æsk- una öðru vísi en hún er þá er það okkar að ráða fram úr þeim vanda. Nýi andaskurðurinn í Vatnsmýrinni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.