Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN LACAZE-MÁLIÐ - 'JlcknaMa ghepaimál ')i’akkláw<ÍA Frakkar hafa orðið frægir að endemum fyrir heimsfræg sakamál. Oft hafa bau verið fjársvikamál, svo sem Panamahneykslið forðum, og oft hafa konur og kunnir stjórnmálamenn verið bendlaðir við lineykslin. — Um þessar mundir er eitt stórmálið á döfinni, sem allir tala um, en enginn botnar í, bví að lögreglan hefur ekki enn ráðið hina flóknu krossgátu aðalpersónunnar: Jean Pierre Guillaume. Menn vita ekki einu sinni hverra manna hann er. í byrjun janúar fóru að birtast í Parísarblöðunum klausur um nýtt hneykslismál, ferlegt og sóðalegt, og von bráðar varð málið forsíðu- matur með feitum fyrirsögnum í öllum blöðum. Þetta var fyrsta flokks glæpasöguefni með öllu því kryddi, sem slíkar bókmenntir má prýða: aðalpersónurnar voru fögur og forrík ekkja í París, sem mjög hafði verið dáð í samkvæmislífinu, ekkja eftir tvo menn, kjörsonur hennar, sem virðist vera skít- menni, bróðir hennar, sömuleiðis forríkur, heillandi læknir, fyrrver- andi andstöðuhreyfingarhetja og Margaret Thompson Biddle sendi- herrafrú dó sviplega 9. júní 1956. svo nokkrar aukapersónur — og loks lagleg stúlka, sem þó varla getur talist góða barnið. Þetta voru persónurnar, en það sem gerist í leiknum er: morðtil- raunir, þrælasala, gífurleg fjár- velta, mútunartilraunir, dularfullur dauðdagi amerískrar ekkju o. fl. Og leiksviðið er réttarsalurinn. Charles Garvice hefði þótt sniðugur ef hann hefði getað samið sögu á borð við þessa sannsögulegu at- burði úr daglega lífinu í París. — — Fyrir rúmum 30 árum fluttust systkin nokkur til París- ar frá Millau í Frakklandi, Hann hét Jean Lacaze, en hún Juliette, undurfríð og kornung. Nýkomin til Parísar breytti hún um nafn og nefndist nú Domenica — um skeið kallaði hún sig Dominique en kall- ar sig nú Domenica á ný. Er hún nú komin hátt á sextugsaldur. Þremur mismunandi ættarnöfnum hefur hún gengið undir síðan hún kom til Parísar. Domenica Lacaze náði góðu gengi í höfuðborginni. Vegna fegurðar sinnar og þokka voru henni allar dyr opnar þar sem glaðværð skemmtilífsfólksins var til húsa, og biðlarnir sóttu að henni eins og fluga að sykurmola. Hún giftist bráðlega einum aðdáandanum, Paul Guillaume, sem var frægur og óvæginn listdæmari. Hann á heiðurinn af því að hafa opnað augu Parísarbúa fyrir list frum- stæðra þjóða, og kveða upp úr um listgálfu ýmsra manna, sem þá höfðu ekki náð fullri viðurkenn- ingu, svo sem Modigliani, Dérain, Picasso og Cocteau. Guillaume eignaðist smámsaman mjög verð- mætt málverkasafn. En líf hans og yndi var stangarveiði. Og einn sunnudag druknaði hann við þá iðju. Domenica var orðin ekkja eft- ir fárra ára hjónaband. Guillaume hafði stofnað ýmsa styrktarsjóði fyrir listamenn, en að öðru leyti var auð hans óráðstafað, svo og mál- verkasafni hans, en í því voru m. a. 7 myndir eftir Cézanne, 13 eftir Renoir, 16 eftir Matisse, 19 eftir Modigliani, 17 eftir Picasso og nokkur eftir Utrillo, Maria Laur- encin o. fl. og mörg hundruð mynda og höggmynda eftir svertingja í Afríku. Ekkjunni var, eftir nokkurt þóf við ættingja Lacazes, dæmdur eignarrétturinn að þessu öllu, með- fram vegna þess að það upplýstist að hún væri ólétt. Sonur hennar, Jean-Pierre Guill- aume, fæddist 30. nóv. 1934, tveim mánuðum eftir dauða föður síns. í sambandi við þá fæðingu þótti sumt grunsamlegt. Vegna arfsins var móðurinni nauðsynlegt að eiga erfingja í vonum. En nú hefur ým- islegt skrítið komið í ljós viðvíkj- andi þessum erfingja. Það hefur Domenica Walter Lacaze fyrir rétti með einn málaflutningsmanninn. komið á daginn að hann er skráð- ur í þjóðskrána sem „fæddur af ó- kunnum foreldrum". Og Domen- ica fékk ekki plöggin, sem staðfestu að hann væri kjörsonur hennar fyrr en eftir 1940, því að hún hafði ekki aldur til að taka sér kjörbarn árið 1934. Von bráðar giftist ekkjan Dom- enica aftur — húsameistaranum og listavininum Jean Walter, sem var fráskilinn og átti 3 börn. Hann var hálfsextugur og afar ríkur. Hann starfaði að húsabyggingum í Mar- occo og fengið landsvæði Zellidja í borgun fyrir, í stað peninga. En þar fundust svo námur, sem hann varð milljarðarmæringur á. Þegar hann giftist borgaði hann börnum sínum erfðahlut þeirra. Jaques sonur hans stjórnaði áður „Marocco Press“ en er nú ráðunautur sold- ánsins í Marocco. Monica dóttir hans er gift óðalsherra, og Anne lögfræðingi. Þau systkin koma ekki framar við þessa sögu. En það verður ekki sagt um Jean-Pierre Domenicuson. Hann var sendur að heiman kornungur og sagt að sjá fyrir sér sjálfur. Hann lærði ljós- myndun og gerðist blaðaljósmynd- ari í París. Málið sem rætt hefur verið meira í París en nokkuð annað, það sem af er þessu ári, hófst fyrir hálfu öðru ári eftir að stjúpfaðir Jean-Pierre, Jean Walter hafði far- ist í bílslysi og móðurbróðir hans, Jean Lacaze, hafði verið skipaður umsjónarmaður námanna í Zell- idja. Þá sneri Jean-Pierre sér til lögreglunnar í París, þó ekki vitn- aðist það fyrr en um síðustu ára- mót. Jean-Pierre staðhæfði að móðir hans og móðurbróðir sæti um líf sitt, og að húslæknir henn- ar, Lacour, mikill tískulæknir hefðarkvenna, væri líka í samsær- inu. Kunnur maður úr andstöðu- hreyfingunni. Camille Rayon, gest- gjafi og hreppstjóri í Antibes studdi mál Jean-Pierre og segist hafa fengið tilmæli frá Lacour lækni um að stúta Jean-Pierre, og að Lacour hafi boðið sér 13 milljón franka fyrir „hlutverkið“. Lögreglan vann lengi að málinu en tókst ekki að fá sannanir. Hún hafði veður af Jean-Pierre og komst að raun um að hann mundi enginn engill vera. Maite vinstúlka hans verður ekki heldur talin til betra fólksins. Þessi laglega stúlka heitir réttu nafni Marie Théréese Goyenetch, en nú þekkist hún að- eins undir nafninu Maite. Hún stekkur ekki upp á nef sér þó ó- kunnugir karlmenn ávarpi hana á götunni. Þvert á móti ávarpar hún þá oft að fyrra bragði, þó hún þurfi ekki að leita sambanda á götunni, því að hún er ein af þess- um, sem hægt er að kalla á í síma Jean-Pierre Guille. Flekkóttur sauður, ófeðraður? eða heimsækja samkvæmt símtali. — Nú kom hún fyrir rétt og sagð- ist hafa mætt manni á götu. Hann hefði fengið sér símanúmer og beð- ið sig að hringja þangað. Og vitan- lega var hún svo „skyldurækin“ að hún gerði það og kom svo á stefnu- mót við manninn í símanum. Þetta var þá Jean Lacaze, bróðir Dom- enicu. Hann bauð Maite 2 milljón franka, ef hún gæfi honum vottorð um að Jean-Pierre lifði á hórtekj- um hennar. Jean-Pierre virðist yfirleitt vera orðinn móður sinni, móðurbróður og lækninum óþægur ljár í þúfu. Ymislegt bendir til þess að hann hafi á sínum tíma verið notaður til þess að bjarga stórum arfi á þurrt. En sú aðstaða innan fjölskyldunn- ar sem hann fékk við þetta, varð óþægileg þegar Domenica fékk síð- ari arfinn. Ef Jean-Pierre, sem er löglegur kjörsonur, lifir móður sína, stendur hann nær til arfs en móðurbróðirinn. Mundi hundurinn ekki vera grafinn þarna? Hér er þó um að ræða svo geypi- lega fjármuni að allir mundu fá nóg þó skift væri milli margra. En Domenica og bi’óðir hennar vilja auðsjáanlega ekki láta Jean-Pierre fá neitt, og ekki eiga á hættu að hann verði á sínum tíma forstjóri Zellidjanámanna. Stjúpfaðir hans, sem var stórgjöfull við listamenn, hafði stofnað legöt til ungra náms- m^nna, listamanna og ýmislegs annars, sem mun vera orðin afar- stór eftir fáein ár. En námurnai’ verður að starfrækja, og vegna þess að Domenica getur ekki stjórnað þeim sjálf lætur hún bróðir sinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.