Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 6
FALKINN £annleikurínn upt Narriman Egyptalandsdrottningu Ástabréf Farúks. Þegar Hussein dó, fór ég þegar til Ahmeds gullsmiðs til að segja honum dánarfregnina. Og hann lét hana berast í konungshöllina, og eft- ir tæpan hálftíma var Farúk kom- inn. Þetta var í annað skiptið sem Narriman sá hann. Ég stóð hjá Narriman, þegar Far- úk kom inn. Ég ætlaði að segja eitthvað, en Narriman varð fyrri til. Hún fékk krampagrát. Farúk tók í axlirnar á henni og reyndi að hugga hana. Samhryggðarheimsókn Farúks var jafngild því, að trúlofunin hefði verið birt. Og við útför bróður míns voru flestir helztu menn ríkisins staddir. En svo liðu margar vikur og ekki kom eitt orð frá Farúk eða hirðinni. Hann hvarf eftir útförina og gerði enga tilraun til að ná tali af Narriman. Okkur var einn kost- ur nauðugur að bíða og treysta full- yrðingum Ahmeds Elgwahiry um að verið væri að ganga frá ýmsum formsatriðum. . Loks lét Farúk bóla á sér aftur. Hann kaus að hafa sömu aðferðina og ástfangnir skóladrengir og skrifa Norriman ástabréf og lýsa fyrir henni tilfinningum sínum. Honum hafði ekki komið dúr á auga síðan hann sá hana í fyrsta skipti og þar fram eftir götunum. Svo teiknaði hann hjartað í sér á bréfið, með mörgum stungum eftir örvar Amors. Ég man, þegar Narriman fékk svona bréf í fyrsta skiptið. Við hóp- uðumst kringum hana, mamma hennar og ýmsir ættingjar og vinir. Bréfið var skrifað á frönsku, en við þýddum það á arabisku, orð fyrir orð. Vandinn mesti var, hvernig Narri- man ætti að svara bréfinu. Átti hún að svara í sama tón, með rauðum hjörtum og örvum? Ég fór til Ahmeds gullsmiðs og spurði hann ráða. ¦—¦ Kæri Mustafa, konungurinn elskar þesskonar rómantík, sagði hann. — Látið þér Narriman þrýsta vörunum á bréfsefnið svo að merki komi eftir varalitinn, og látið hana teikna hjarta og örvar. — Hver veit nema konungi mis- líki það? spurði ég hikandi. — Ég þekki Farúk og veit að honum fellur það vel, svaraði Ah- med. Ég hikaði lengi við að taka á- kvörðun. Ég var hræddur um að bréfið væri einskonar gildra, til að láta Narriman hlaupa á sig, og að flónslegt svar gæti orðið til þess að konungur yrði fráhverfur henni. Ég var áfram um að Narriman næði varanlegu sambandi við Farúk — það skipti sjálfan mig og framtíð mína afar miklu máli — og þess vegna bað ég Ahmed iim að skrifa bréf á frönsku fyrir Narri- man, sem hún ætti svo að afrita sjálf. Ég sagði honum, að þó að Narriman hefði gengið í franskan skóla, væri franskan henni býsna viðvaningsleg. Hann skrifaði bréfið, lét mig lesa það og sagði svo: — Látið þér svo Narriman kyssa bréfið með roðað- ar varir. Ég las bréfið og lét í ljós vafa á þessari setningu: ¦— ,,Yðar Hátign! Ég er sjúk af þrá eftir að kyssa augu yðar milljón sinnum!" Gat hún skrifað svona í fyrsta bréfinu til kóngsins? 2. /grein :-v:v::::::^:::;^v:i.i:^.vv;'Xv:.v^::: Farúk stóðst ekki fagrar meyjar. Hér situr hann að borðum með „Miss Napoli", lrmu Minutto, en það varð til þess að unnusti hennar skoraði hann á hólm. Ahmed hló og svaraði: — Þér munuð skilja síðar, að svona játn- ingar gleðja konunginn ósegjanlega mikið. Konungurinn skrifaði alls tuttugu rauðglóandi ástabréf til Narriman, og hún — eða réttara sagt Ahmed — svaraði þeim í sama tón. Farúk þótti afar vænt um þessi svarbréf, var mér sagt. Narriman og við hin, sem vorum henni nákomin, óskuðum að Farúk færi að hætta þessum leik og gæfi í staðinn út tilkynningu um að hann ætlaði að giftast henni. En önnur óvænt tíðindi gerðust áður. 1 utanför. Eitt kvöldið hringdi síminn hjá Narriman. — Halló, cherie. Narriman spurði hver maðurinn væri. — Góða mín, þekkirðu mig ekki? Narriman var í þann veginn að slíta sambanæinu þegar hún heyrði hlæj- andi rödd: — Þetta er Farúk, sem talar. Hátíðarsalurinn í Abdimhöllinni í Cairo. Þetta var fyrsta skiptið, sem hún heyrði rödd hans í síma, og fyrsta sinn sem hún heyrði kippótta hlát- urinn, sem honum var eiginlegur. Henni datt í hug, og létti við, að nú mundi Farúk líklega fara að nota símann í stað þess að skrifa bréf, en hún varð hissa, er hún heyrði hann segja: — Væri ekki ráð, að þú færir burt úr landinu um tíma? Hvað hef ég gert fyrir mér? hugs- aði hún í örvæntingu. Hversvegna á ég að fara úr landi? Hversvegna biður konungurinn mig um fara til útlanda? — Þú ættir að skreppa til út- landa, endurtók Farúk. Var þetta konungleg skipun? Narriman fór að örvænta um drottningartignina. Hún stamaði, en reyndi að segja eitthvað. Farúk hló og loks sagði hann, að ætlunin væri, að hún færi í „menn- ingarlega kynnisferð" áður en hann opinberaði trúlofunina. Hún spurði, hvort hún ætti að fara ein. — Fæ ég að hafa hana móður mína með mér? — Nei, svaraði Farúk. Hann gaf henni ekki færi á að mótmæla eða rökræða, en hélt áfram: — Mustafa frændi þinn á að verða með þér í ferðinni. Ég var beðinn um að snúa mér til Karem Sabet, blaðafulltrúa kon- ungsins. Hann átti að fræða mig nánar um ferðina. Þegar ég kom inn í skrifstofu hans, var þar fullt af blaðamönnum, sem hann var að tala við. Það var út af hneykslismáli — Fathia prins- essa, yngsta systir konungs, hafði gifzt í heimildarleysi manni af borg- araætt, sem afneitaði Múhamed. Karem Sabet sneri sér að mér, þegar blaðamennirnir voru farnir. — Þér hafið setið hérna í kortér, og enginn blaðamaðurinn tók eftir yður, þó að hver um sig af þeim hefði viljað gefa mikið fyrir að fá að vita um erindið, sem þér eruð í. — Það erindi hefði ég gaman af að vita sjálfur, sagði ég. Karim Sabet fór að skýra fyrir mér tilganginn með ferðalagi Narri- man. Hún var óbreytt borgaradótt- ir, sem Farúk ætlaði að gera að drottningu. Það væri mikilsvert, að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.