Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Side 7

Fálkinn - 29.05.1959, Side 7
FÁLKINN 7 hún yrði fyrir víðtækari menning- aráhrifum og þessvegna þyrfti hún að ferðast um Evrópu. Hún átti að dvelja lengst á ítalíu — ferðaáætl- unin hafði þegar verið samin. Hún átti að ferðast undir nafninu Soad, en nota ættarnafnið Sadek, en það vildi svo til, að kona egyptska sendi- herrans í Róm átti sama ættarnafn áður en hún giftist. Þessvegna mundi fólk halda, að sendiherrafrú- in væri nákomin ættingi Narriman, og það kæmi sér vel. Farúk vildi enn láta fresta trúlofunaropinberun- inni. Narriman átti að búa hjá sendi- herranum meðan við værum í Róm, en ég í Hótel Excelsior. Frá Kaíró til Róm. Við Narriman vorum önnum kafin við að búa okkur í ferðina, þegár Farúk skaut upp, í óvæntum erind- um, eins og vant var. Mér fannst hann hafa nautn af að láta fólk vera í óvissu. Hann kom öllum á óvænt heim til Narriman, ásamt Pulli, ítölskum vini sínum, en það nafn hafði oft heyrzt nefnt í sam- bandi við hneykslissögur af kon- ungi. Pulli var virktavinur Farúks og mátti sín mikils við hirðina. Við ræddum saman í nær tvo tíma, og mér fannst á öllu, að Pulli væri að reyna að afstýra því, að nokkuð yrði úr ferðinni, og jafnvel að hann væri áfram um að ekkert yrði úr ráðahag Farúks og Narri- man. Ef til vill hafa fleiri við hirð- ina haft andúð á því að nokkuð yrði úr giftingunni. Ég var að líta á Assilu, móður Narriman, og sá að hún var föl. Líklega var sami kvíðinn í okkur báðum. En loks sagði konungur: — Þið verðið að vera ferðbúin eftir tvo daga! Og tveim dögum síðar vorum við Narriman komin út á flugvöllinn, bæði með stjórnarpassa. Við bjugg- umst við að fara með áætlunarflug- vél, eins og venjulegt fólk, en kom- umst, að raun um, að konungur hafði pantað sérstaka flugvél, 33 farþega, handa okkur. Þarna sáturn við tvö ein innan um 31 auðan stól. Flugfreyjan var í sífellu að bera okkur góðgerðir. Þegar við komum á Ciampino- flugvöllinn í Róm, tók sendiherrann, Abdel Aziz Badr og kona hans á móti okkur, ásamt sendifulltrúan- um Fahim. Narriman fór heim í sendiherrabústaðinn, eins og áform- að var, en Fahim fór með mér til Excelsior. Á leiðinni komst ég að því, að Fahim var meira en venju- legur sendifulltrúi. Hann var mikill vinur Pulli og naut ýmsra forrétt- inda. Ég komst að því seinna, að Pulli hafði falið honum að njósna um allt háttalag Narriman. Sendiherrfrúin var mjög fálát við Narriman og auðséð, að hún hafði fylgt manni sínum á flugvöllinn af eintómri skyldurækni. Það var auð- séð, að henni datt ekki í hug að Farúk mundi giftast Narriman. En sendiherrann var mjög alúðlegur við hana, og hrósaði konungi upp í hástert fyrir hve mikill smekkmað- ur hann væri. Hann virtist ekki í neinum vafa um að konungur ætl- aði að giftast henni, og taldi sér heiður að því, að Narriman skyldi hafa verið send í sína vörslu. Venjuleg, óreynd borgarastúlka þarf mikinn undirbúning undir að verða drottning. Sendiherrann hafði sjálfur tekið ákvörðun um að Narri- man skyldi læra ensku hjá frú einni, sem hét Brown og ítalska greifa- frúin Martinelli kenndi henni hirð- siði, og sendiherrann líka. En hann lét ekki þar við sitja. Hann breytti nokkrum herbergjum í sendiherra- bústaðnum í einskonar ballettskóla og fékk dansmær til að kenna Narri- man. Farúk hafði lagt fyrir sendiherr- ann að fylgja Narriman þegar hun færi út í borgina og senda sér viku- lega skýrslu um framfarir hennar í náminu. Sendiherrann rækti þetta út í æsar. Hann líktist meira fóstru en sendiherra í skiptum sínum við Narriman. Hundelt af blaðamönnum. Þegar Narriman hafði tekið við- unandi framför í ráminu, var ákveð- ið, að „menningarförinni“ skyldi haldið áfram. Nú átti hún að sjá frægustu listasöfn Evrópu, minnis- merki og sögulega staði. Farúk lagði mikla áherslu á þessa ferð. Badr sendiherra gerði ferðaáætl- unina og keypti — samkvæmt ósk konungs — lítinn Fiat-bíl, sem ég átti að ferðast með hana i. Allt átti að vera sem minnst áberandi, svo að blöðin fengi ekki nasasjón af okkur. En blaðamennirnir sneru á okkur. Einhverjir birtu söguna um Narri- man og Zaki Hashem og sögðu, að Farúk hefði rænt hann unnustunni. Og nú kom kvittur um, að þessi unga stúlka, sem Farúk ætlaði að gera að drottningu, væri i ferðalagi um Evrópu. Á óskiljanlega stuttum tíma voru blaðamenn farnir að rekja slóð okkar til að ná myndum af stúlkunni, sem hefði unnið hjarta Farúks, mannsins, sem að sögn blað- anna var „mesti kvennabósi, sem uppi hafði verið í veröldinni“. Ein fréttastofan bauð 1500 pund þeim, sem gæti náð mynd af Narriman. Þessir ágengu blaðasnápar bökuðu okkur mikil vandræði Ég man, að þeir sátu um okkur í þrjá daga í Duomo-gistihúsinu i Milano. Narriman gat ekki farið út fyrir dyr allan þann tíma, og ekki þar með búiðí einhverjir ljósmynd- arar höfðu klifrað upp í dómkirkju- turninn til að ná mynd af Narriman með aðdráttarlinsu, ef hún kæmi út í gluggann. Við drógum niður gluggatjöldin. Loks afréðum við að reyna að flýja. Um miðja nótt stálumst við út um eldhúsdyrnar í Hotel Duomo. Ég fór fyrst með sendiherrafrúna út í bílinn og ók á næstu stöð til að fá bensín. Þegar það var búið og ég ætlaði að aka áfram, kom bíll beint á móti mér og teppti ak- brautina. Maður vatt sér út og tók fjölda af myndum af sendiherra- frúnni, í þeirri trú að hún væri Narriman. Annar maður stakk hausnum út úr bílnum og bölvaði. Mistökin höfðu uppgötvast. En ég náði í Narriman og við komumst undan, ásamt sendiherrafrúnni og héldum áfram ferðinni. Móðganir. Sendiherrafrú Badr var jafn fá- lát við Narriman alla leiðina. Hún var enn á þeirri skoðun, að Narri- man verðskuldaði ekki að verða drottning, og að Farúk væri áreiðan- lega að draga hana á tálar. Ég man eitt kvöldið, er við átum miðdegisverð saman í veitingastað. Sendiherrann var að segja sögu og nefndi orðið belila, sem er nafnið á algengum morgunrétti lægri stétt- anna í Egyptalandi. Allt í einu spurði Narriman hvað belila eigin- lega væri, og virtist ekki hafa heyrt orðið fyrr. Hún spurði dálítið yfir- lætislega, og það var nóg til að ergja sendiherrafrúna. Ég varð dá- lítið hissa á þessu, því að ég þóttist vita, að Narriman vissi hvað belila væri. Frú Badr spratt upp í vonsku og sagði við Narriman: — Fólk eins og þú veit auðvitað ekki hvað belila er. Það erum bara við fátækling- arnir, sem þekkjum það! Það var auðheyrt, að hún meinti þveröfugt við það sem hún sagði, og að svo búnu reigsaði hún burt frá borðinu. Mér fannst ég þurfa að gera eitt- hvað til þess að afstýra þessum sí- fellda þyrkingi. Ég stóð þegjandi upp og fór út. Narriman kom á eftir mér. Þegar við komum upp í herbergið hennar, sagði ég henni að hún skyldi láta sem hún væri fokreið við frú Badr og heimta að Úr Biskups-annálum Jóns Egils- sonar.) Um vorið eptir páska, eður þar um, bjuggu þeir sig heiman fyrir norðan að sækja þá feðga -óg flytja þá norður til Hóla. Ég man ekki þeirra tölu. Prestar voru með þeim í ferð. Þeir komu í Skálholt og sendu heim, og báðu leyfis, að þeir mætti með frelsi grafa þá upp aptur, og enginn gjöra þeim mein. Herra Marteinn leyfði þeim það. Þeir fóru heim að kirkju, og höfðu hettur með hökustöllum fyrir andliti og sína kistu handa hverjum þeirra. í kistu hans Ara var ein bjalla, en tvær í þeirri sem sh'a Björn var í lagður, og þrjár í biskupsins. Þeir voru ekki lengur en það þeir grófu þá upp, og köstuðu þeim moldug- um í kisturnar, og höfðu sig svo í burtu og til Torfastaða um kvöld- ið. Þá þeir voru að grafa þá upp, var einn Danskur á staðnum, og vildi hafa farið upp að þeim og skotið þá, en biskupinn bannaði honum það. Að morgni fluttu þeir þá út að Laugarvatni, og tjölduðu þar yfir þeim og þvoðu líkin, og bjuggu um þá þar til fulls, og fóru svo norður til Hóla; voru þeir þá niður settir með söng og sálumess- um. — Bóndinn þar á Kirkjubóli og hjáleigumaðurinn hans þeir voru báðir teknir um sumarið og háls- höggnir í Straumi, og fest höfuðin fá að fara beint heim til Egypta- lands þegar í stað. En ég ætti að reyna að spekja hana og biðja hana um að verða áfram í Evrópu. Og þá átti hún að svara, að hún tæki það ekki í mál nema frú Badr bæð- ist afsökunar. Nokkrum mínútum síðar kom sendiherrann hlaupandi, kyssti á hönd Narriman og bað afsökunar fyrir hönd konu sinnar. En það iá við að Narriman léki hlutverk sitt of vel. Hún stappaði í gólfið og hrópaði, að hún vildi fara heim. Ég lék hlutverk málamiðlarans og sagði: — Taktu nú sönsum, Narri- man. Frú Badr hefur skjátlast og maðurinn hennar hefur beðið af- sökunar á því. En Narriman hélt áfram að hrópa og stappa og leit hatursfullum augum til aumingja sendiherrans. Ég átti fullt í fangi með að þagga niður í henni. Bergmálið af þessu atviki barst með einhverju móti til Kaíró, og af- leiðingin varð sú, að Ahmed Elg- wahiry kom á móti okkur til Par- ísar. Og skömmu síðar sendi Pulli símskeyti um að hann ætlaði að hitta okkur í París. upp á stengur, en bolirnir upp á hjól, og þar sá til merki þeir en XX eður XXX ár, og margur galt þá, bæði sakaðir og saklausir, fyrir norðan og sunnan, en Danskir tóku að sér mestar eignir þeirra félaga. — Anno 1551 sendi kóngurinn eitt stríðsskip fyrir norðan til ís- lands, og ij höfuðsmenn á, Axel Júl og Christoffer, og Otta Stígsson fyr- ir sunnan. Þeir höfðu báðir 500 fólks. Þeir áttu þá að sækja biskup Jón og báða syni hans, en setja herra Martein til biskups aptur, en þeir voru þá af teknir. Þeii' inn- settu aptui’ annan biskup til Hóla, herra Ólaf Hjaltason, og lofaði hann kónginum hlýðni og allur al- múgi fyrir norðan, lögréttumenn, lögmenn og sýslumenn; eins var og gjört um sumarið á alþingi af öllum landsmönnum. Á þessu sama þingi, anno 1551, dæmdu lögmenn, léns- menn og lögréttumenn með bænd- um fyrir norðan og vestan á íslandi biskup Jón og syni hans báða land- ráðamenn, og allt þeirra góz fast og laust undir krúnuna, þó fyrir vitur- legt gjald. Þá voru Danskir á þingi, landknektar þeir kölluðu, iij hundr- uð, og urðu illir og ybbir er þeir fengu ekki að stríða; með það fói’u þeir burtu. En það síra Sigurður var aldri í ferð með þeim feðgum, er sagt að Framh. á 11. síðu. Lík Jóns /Lrasonar og sona hans flutt norður

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.