Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 8
FALKINN Þegar landsímastúlkan svaraði sagði ég henni númerið mitt og bað um að fá Midford 432. Ég var ofur rólegur, alveg eins og þetta væri ofur hversdagslegt samtal. En þegar hún svaraði: ,,Nú fáið þér Midford 432," fór hjartað í mér að hamast, og mér fannst ég vera svo móður. — Halló, svaraði rödd einhvers- staðar langt í burtu. — Súsnana? sagði ég og saup hveljur. — Er það Súsanna? — Nei, sagði röddin. Þetta var ungleg stúlkurödd og forvitin rödd. — Þetta er Miranda, systir Súsönnu. Hringið þér alla leið frá London? — Rétt er það, sagði ég. — Heyr- ið þér, Miranda, get ég fengið að tala við hana Súsönnu? Er hún heima? — Já, sagði hún — augnablik! Ég heyrði hana kalla á Súsönnu og nú var það ekki sami lági, hóg- væri tónninn og í símanum. Svo heyrði ég hratt fótatak, smell í upp og loks réttu röddina — rödd- ina sem ég mundi hafa þekkt hvar sem var, þó ég hefði ekki heyrt hana nema rúma viku. — Halló, hver er það? — Það er Bill, sagði ég. — Bill Milton. Hvernig" líður þér, Sú- sanna? — Bill! Það var á röddinni að heyra að hún yrði glöð og hissa. — En hvað það var yndislegt að þú skyldir hringja til mín alla leið frá London! Mér — mér líður á- gætlega. Og hvernig líður þér? — Vel, sagði eg. Svo varð þögn. Ég var í vand- ¦m^w^M^'^^-^-^'ý^-^ Nú mátti það góna á okkur eins og það vildi og brjóta heilann um, hve- nær brúðkaupið yr'oi. ^réowafd l/l/i) ce „Þetta er þá Bill!" ræðum að koma orðum að því, sem ég vildi heizt segja henni — hve mikið ég hefði hugsað til hennar síðan hún fór heim, hversu mikils virði mér hefði verið þessi vika, sem hún var í London, hve heitt ég þráði að sjá hana. En þá mundi símastúlkan grípa fram í fyrir mér og segja að tíminn væri útrunn- inn, eða þá að þessi Miranda mundi hanga yfir Súsönnu og hlusta. Undir öllum kringumstæðum var það dálítið erfitt að hugsa sér- að þessi rödd í fjarska væri rodd sömu stúlkunnar, sem ég hafði crðið ást- fanginn af hér í London. — Ég þrái þig, sagði ég. — Gerirðu það, Bill, sagði hún svo blítt að ég fékk hjartslátt. — Er það virkilega satt? — Það — það geri ég líka. Nú var einhver, sem hrópaði eitt- hvað bak við hana og Súsanna hreytti úr sér: — Tim, hypjaðu þig burt, óhræsið þitt! Svo að hún átti þá bróður líka. Eg vonaði að minnsta kosti að það væri bróðir. En nú var enn erfiðara en áður að láta í ljósi tilfinningar sínar. — Heyrðu, Súsanna, sagði ég í staðinn, — ég — ég á frí á mánu- daginn kemur, svo ég var áð hugsa um hvort ég gæti skroppið til þín um helgina. Það er að segja, ef þú ert ekki við annað bundin — eða þesskonar. — Nei, það er ég alls ekki! sagði hún. — Það væri ljómandi gaman, Bill! Þú getur gist hjá okkur, við höfum gestaherbergi. — Gist hjá ykkur? Ég átti bágt með að trúa að ég væri svo hepp- inn. — Heima hjá þér, áttu við? Ertu viss um að foreldrar þínir vilji það? — Vitanlega, sagði Súsanna. — En bíddu snöggvast, ég ætla að spyrja, til vonar og vara. Þegar hún lagði frá sér heyrn- artólið var liðið eitt viðtalsbil. Þetta samtal yrði dýrt. En mér var það samt tífallt meira virði en það kostaði. Hún kom aftur eftir dálitla stund og sagði: — Mamma segir að hún hlakki til að sjá þig. Nú var röddin öðruvísi — hún var svo undarlega formleg og þurr. Ég skyldi það svo, sem fjöl- skyldan stæði hjá og hlustaði. — Ágætt, sagði ég. — Fyrirtak! Þá sé ég þig á laugardaginn. Ég fer héðan með lestinni klukkan tvö. Vertu sæl, Súsanna. Mig iangaði mest til að segja: „Vertu sæl, elskan mín," en ég hafði ekki þekkt hana nema viku, og verið skotinn í henni 6 daga. Ég setti heyrnartólið á og nú fóru efasemdirnar að naga mig. Kannske hafði ég verið of veiði- bráður? Var það óskynsamlegt að hitta hana aftur svona fljótt? Við heíðum kannske átt að bíða, skrif- ast á og kynnast betur? En svo minntist ég þess, hvernig okkur hafði liðið þegar við vorum saman í London, og þá gleymdi. ég öllu, sem kvíði hét. Þetta byrjaði eitt kvöld þegar ég var í leikhúsinu. Ég hitti af til- viljun Magde Connor í hléinu — við Magde vinnum á sömu aug- lýsingastofunni. Ég hafði aðeins hugsað mér að kinka kolli til henn- ar um leið og ég gekk hjá, en þeg- ar ég sá stúlkuna, sem hún var með, fór ég til hennar og stóð þar þangað til Magde sá sér ekki ann- að fært en að kynna okkur. Hún var grönn og limamjó, með stutt gljákembt hár og stór brún augu. Hún náði mér ekki nema í höku, enda er ég nærri 190 senti- metrar á sokkaleistunum. Magde sagði: — Heyrðu, Súsanna, þetta er starfsbróðir minn, Bill Milton. — Bill, þetta er frænka mín, Sús- anna Parkes. Hún er i heimsókn hjá okkur núna. — Sælir, sagði Súsanna Parkes hæversklega. Röddin var viðfelldin og skær. Hún leit á mig og virtist lítast sæmilega á mig, og ég brosti til hennar. — Hvernig kunnið þér við yður í London? spurði ég. Það er ekki beinlínis frumleg spurning, en það var þó byrjun. Og áður en okkur varði var hringt og við fórum inn í salinn. Þetta var lítið leikhús, og þær sátu aðeins fá- um röðum fyrir framan mig. Ég hafði varla augun af Súsönnu Park- es og vissi lítið sem ekkert hvað gerðist á leiksviðinu. í næsta hléi flýtti ég mér til þeirra og bauð þeim báðum kaffi. Við Súsanna höfðum margt að tala um, og Magde, sem sat þarna eins og ein- hver eyðufyllir, virtist hafa gaman af okkur. Leikslokin urðu þau að ég fylgdi þeim út í Hapstead, þar sem Magde átti heima, og áður en ég bauð góða nótt hafði ég aftalað að hitta Súsönnu daginn eftir — eina. Svona byrjaði nú þetta. Mér skildist undir eins á leiðinni heim um kvöldið, að ég var ástfanginn af henni. Ég hitti hana daginn eft- ir, daginn eftir þann dag og dag- inn þar á eftir. Hún varð að fara heim í vikulokin, en þá vissum við bæði hver hugur okkar var, hvors til annars. Og nú ætlaði ég að fara þessa löngu leið — aðeins til þess að fá að vera með henni einn eða tvo daga. Þessi tilhugsun gerði mig tals- vert efablandinn. Mundi hún ekki verða öðruvísi heima hjá sér. í London höfðum við verið frjáls og ein, og þar gat enginn spillt neinu fyrir okkur. En heima hjá henni yrði fjölskyldulimur í hverju horni — þessi Miranda, þessi Tim, sem auðsjáanlega var prakkari, og svo foreldrar Súsönnu. Ég viðurkenni hreinskilningslega að ég hugsaði með talsverðum ugg til laugardags- ins. Það munaði minnstu að ég sneri frá og hlypi á burt, er ég nálgaðist húsið á laugardagskvöldið. Ég hafði orðið að spyrja til vegar nokkrum sinnum, og í öll skiftin hafði sá sem svaraði horft á mig eins og rann- sóknardómari. Mér fannst þeir mundu romsa upp úr sér eftirá, kosti og lesti þessa vinar Súsönnu Parkes frá London. Þetta var smá- þorp, þar sem allir vissu allt um alla. Loks komst ég á rétta leið og gekk hægt og las hvert húsnámer. Ég tók eftir að gluggatjöldin voru dregin varlega til hliðar í hverju einasta húsi, sem ég gekk framhjá. Ég fékk samfylgd. Lítill strákur, sem hafði hangið á götuhorninu flýtti sér framfyrir mig. Svo sneri hann sér og gekk afturábak og góndi á mig án afláts. Og þegar ég leit á hann gretti hann sig allan og skældi. Ég lét sem ég tæki ekkert eftir því. Hann hélt áfram að ganga afturábak þangað til hann kom að garðshliði. Þá hvarf hann allt í einu eins og einhver hefði tekið í hnakka drambið á honum og kippt honum innfyrir. Eftir augnablik kom ung stúlka út á götuna og veifaði til mín. Það var Súsanna. Ég flýtti mér til hennar, en hjart-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.