Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Side 10

Fálkinn - 29.05.1959, Side 10
10 FALKINN BANGSI KLUMPUR Myntlasuga fyrir börn 145. 94-13 — Vaknaðu nú, lasm, hún Króka er að koma með nýja köku! — Æ, maður verður bæði þreyttur og saddur af að gæta að öllum þessum kök- um. — Getið þið nú gætt vel að þessari köku og öllum hinum, sem ég hef bakað? — Það skulum við gera með mestu á- nægju. — Þið megið ekki sitja allan daginn við að gæta að kökum, þið verðið að hjálpa okkur að finnan mausangúsann. — Jæja, þá neyðumst við til að éta þessa líka, Skeggur. — Ég er hræddur um að prófessorinn horfi gat á smásjána áður en hann finn- ur mausagúsann sinn. — Ef hann gæti fundið hann, munum við geta gætt að honum fyrir hann. — Það var gaman að kynnast honum Díl. Hér er rúm fyrir okkur alla á róf- unni á honum og fyrir mausagúsann líka. — Nú kemst hreyfing á prófessorinn! Flýttu þér, Strútur, og hafðu lengri löpp- ina á undan! — Þú mátt ekki fyrir nokkurn mun sleppa honum Mogens með stækkunargler- ið hérna, Ég held, að hann sé að sleppa sér. — Það var gaman að þið skylduð ein- mitt koma í dag, því að við erum að æfa okkur undir sex daga kapphlaup. Ég heiti Friggi Fjas og er dómari. Þið sjáið það líklega á mér. — Langar ykkur ekki til að taka þátt í hlaupinu? Sá, sem vinnur, fær stóra ísköku í verðlaun, og þeir sem tapa fá huggunarverðlaun. Svo að allir fá eitt- hvað. -K Shrí — Það er kominn tími til, að við kennum henni dóttur okkar hvað er rangt og hvað er rétt, Sigríður mín. — Já. Þá er bezt að þú takir að þér að kenna henni það ranga. ~K Jónas í Flatanesi heimsækir ná- granna sinn Pétur í Engihlíð, sem nýlega hefur losnað við konuna sína, sem var annáluð fyrir skap- ríki. Jónas rekur augun í kerta- stjaka, sem hefur verið hengdur í bandi upp á þil. — Hversvegna hefurðu kjerta- stjakann þarna? spyr Jónas. — Það er eins konar endurminn- ing um hana Jóhönnu sálugu. Þessi stjaki var það síðasta, sem hún henti í mig áður en hún dó. tlur X Tveir lúnir verkamenn standa og horfa á líkfylgd sem fram hjá fer; það er einn burgeisinn í bænum, sem verið er að fylgja til grafar og mikið af pípuhöttum í líkfylgdinni. Annar verkamaðurinn segir, daufur í dálkinn: — Heldurðu að við fáum svona viðhafnarmikla öku- ferð þegar við förum í gröfina, Varði? — Nei, það máttu bölva þér upp á. Ætli við verðum ekki látnir fara gangandi. Dómarinn: — Þér hafið verið sýknaður af ákærunni fyrir tví- kvæmi, og getið strax farið heim til konunnar yðar. — Hvorrar þeirra? — Þarna gerði ég góð kaup. Fékk kisuna fyrir tvær krónur — og svo er hún kettlingafull! ★

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.