Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 #^* LITLA SAGAN *** fuftum skrúða izft'k'kititifffítifttiftfiftt FRÚ Fínesen tók bakföll þegar boðsbréfið kom. Draumur hennar — áratuga þrá, var loksins að rætast. Hvað eftir annað tók hún gull- bryddað boðskortið úr umslaginu og renndi augunum yfir þessar fáu línur, sem á því stóðu. — Belgfinnsen útgerðarmaður o'g frú óska sér þess heiðurs, o.s.frv. Hún gat varla trúað þessu. Nú, þegar frú Fínesen stóð á þröskuld- inum að stofum fyrirfólksins, átti hún bágt með að gera sér grein fyrir hve afdrifaríkur atburður þetta væri. Hún hafði svo lengi þráð að fá að komast í kynni við fyrir- fólkið í bænum, að þetta boðsbréf yfirskyggði allt, sem hún hafði upp- lifað áður. Frú Fínesen vanmat ekki þá þýð- ingu, sem það hefði að kynnast fína fólkinu, svo sem Belgfinnsen út- gerðarmanni og Þverfer málaflutn- ingsmanni, Skógalín óðalshefra, að maður nú ekki tali um Ríkarðsen og frú hans, — þetta var allt hefð- arfólk. Hún fór að undirbúa sig hálfum mánuSi fyrir boðið. Hún gerðist áskrifandi að tíu andlitsfegrunum á snyrtistofum bæjarins, og gekk ríkt eftir að árangurinn yrði góður. í því sambandi má segja jómfrú Pet- tersen — snyrtistofueigandanum — það til hróss, að hún gerði beinlínis kraftaverk. Lágkúrulegar og litlaus- ar augnabrúnirnar á frú Fínesen voru farnar að hvelfast og skýrast eftir aðeins tvær umferðir, svo að miklu minna bar á því en áður, hve augun í henni voru lík og í karfa. Og nuddið eyddi fjölda af hrukk- um, sem höfðu safnast fyrir í and- liti frú Fínesen í mörg ár, að maður tali nú ekki um, að búkonuvartan og hýjungurinn á efri vörinni varð að víkja. Það er svo sem auðvitað, að frúin varð að fá sér nýjan kjól, og þrátt fyrir ítrekuð mótmæli herra Fíne- sen var hann pantaður á dýrustu saumastofu bæjarins, hjá ungfrú Brynkasen, sem rak tískuhúsið „La Femme". Kjólinn átti að vera úr silki og einhverju hýjalíni, sem kall- að var tyll. Fínesen fékk andarteppu þegar hann sá reikninginn. Nýr kjóll með jafn djarflegum lit og ljós-fjólublátt er, varð vitanlega að fá skófatnað í stíl við sig, og frú Fínesen varð að gera sér ferð til höfuðborgarinnar til þess að fá skó, sem samrýmdust kjólnum. Ferða- kostnaðurinn og skórnir gerðu nýja árás á veski Fínesens, sem alls ekki var úttroðið fyrir, en frúin kærði sig kollótta um það. „Þú hlýtur að skilja, Ágúst," sagði hún við manninn sinn er hún stóð við spegilinn og prófaði fjóra hatta, sem hún hafði fengið heim til reynslu. „Þú hlýtur að skilja, að framtíðarálit okkar hérna í bæn- um stendur og fellur með því, að það sópi að mér í samkvæminu." Fínesen kaus, eftir langa íhugun, að taka þessu með stillingu, það var eitthvað til í því, sem konan hans var að segja. Hann borgaði og borg- aði orðalaust, hvort heldur reikn- ingurinn var fyrir nýtt hálsmen, nýja sokka eða samkvæmistuðru, eða vikukaup hjálparstúlku við hús- verkin. Frú Fínesen varð nefnilega að hvíla sig algerlega frá húsverk- unum góðan tíma fyrir boðið. Og svo rann dagurinn mikli upp. Frúin var þrjá tíma á snyrtistof- unni, og lét greiða það, sem hún átti eftír af hári, þannig að það yrði sem fyrirferðarmest. Og svo lét hú.1 lagfæra á sér andlitið. Fataskiptin sjálf voru margra klukkutíma verk. Fínesen varð að aðstoða hana við að girða magabelt- ið sem fastast og yfirleitt snúast kringum hana. Ókyrrð frúarinnar fór vaxandi eftir því sem timinn leið, hún fann að mikilsverðasta augnablik æfinnar var að nálgast. Loksins, klukkan hálfátta, var allt klappað og klárt, frú Fínesen leit í spegilinn og sá að allt var harla gott, nema rauðu rósirnar í kinnunum voru til nokkurra lýta. Og taugarnar voru í ólagi, það var enginn vafi á því. Fínesen virtist vera annars hugar er hann sat í kjólfötunum og beið eftir leigubílnum. Og frúin pikkaði fingurgómunum í stólbríkina. „Hugsum okkur ef við komum of seint," sagði hún. Fínesen hristi höfuðið. „Við höfum hálfan annan tíma upp á að hlaupa," sagði hann.. „Fáðu þér taugapillu, þá róastu." „Já, það skal ég svei mér gera," sagði hún og stóð upp. „Þær eru á náttborðsskúffunni minni," sagSi hann. „Taktu tvær, þá er þér óhætt." Frúin innbyrti tvær pillur, og eft- ir fáeinar mínútur fannst henni sér verða rórra. Svo kom bíllinn, og eftir tíu mín- útur stigu Fínesenshjónin inn í sam- kvæmislíf bæjarins. Frú Fínesen hafði notalega tilfinningu um að hún væri gjaldgeng í hópnum. Maturinn var afbragð, en frúin hélt í tauminn á matarlystinni í sér. Magabeltið leyfði henni ekki að gildna um of. Það byrjaði í miðri ræðu útgerð- armannsins. Frú Fínesen geispaði útundir eyru og vakti nokkra eftir- tekt með því háttalagi. Eftir tvær mínútur endurtók sama sagan sig, og nú var geispinn svo áberandi, að útgerðarmaðurinn taldi víst, að þetta væri gert viljandi, til þess að gera lítið úr ræðumannshæfileikum hans. Fínesen reyndi að hnyppa í kon- una sína, og mikil var skelfing hans er hann sá, að hún var að sofna. Enn liðu þrjár mínútur — þá heyrðust háar hrotur, sem tilkynntu að frú Fínesen hefði ekki megnað að halda sér vakandi. Hneykslið var óhjákvæmilegt. Út- gerðarmaðurinn hætti ræðunni, og frú Fínesen var borin út. Fínesen gerði það sjálfur, og heyrði útgerð- armanninn tala eitthvað um vöntun á mannasiðum á meðan. Frú Fínesen svaf langt fram á næsta dag. En maðurinn hennar varð hins vegar andvaka í rúminu sínu og hugsaði um afleiðingarnar. Grunur hans rættist. Það voru tvær pilludósir í náttborðsskúffunni hans — önnur með taugapillum, en hin með svefnpillum. Og frú Fíne- sen hafði tekið pillurnar úr skökku öskjunni. * FÓR FRAM ÚR JÓHANNI SVARFDÆLING. — Yoshimitsu Mat- suzaka heitir 23 ára Japani, sem var orðinn 233 sentimetra hár en of- vextinum fylgdi heilsuleysi. Heilaskurðlæknarnir á háskólanum í Tokíó tóku hann þá að sér og tókst að stöðva ofvöxtinn og bæta heils- una. Hér er hann að kveðja eina hjúkrunarkonuna í sjúkrahúsinu. Kveðst hann vera orðinn svo hress, að hann muni geta stundað' ein- hverja atvinnu, en það gat hann ekki áður vegna slens og máttleysis. -JrwLive f HISSA Groucho Marx, trúðurinn frægi, skilgreinir barnsmeðlag þannig: „Það er þegar maður þarf ekki að fara með peningana heim til kon- unnar sinnar, en getur sent þá í pósti." • Hjartað í nýfæddu barni slær kringum tvöfalt hraðar en hjarta fullorðinnar manneskju. • í Stokkhólmi búa nú yfir 800 þúsund manns. Á síðustu 30 árum hefur fólkinu þar fjölgað um ná- lægt 60 af hundraði. • Pólverjar, sem búa meðfram Vistula-fljóti hafa sjaldan haft tækifæri til að skoða söfn. En til þess að ráða bót á þessu hefur hið opinbera keypt skip, sem nefnist „Gullna öndin", og gert í því sýn- ingasali og velur gripi úr öllum helztu söfnunum í Varsjá og siglir skipið svo með þessa sýningu endi- langt fljótið og kemur við í þorp- unum. Um 200 gripir eru sýndir í hverri ferð. Byrjað var með sýn- ingu á þjóðmenjum frá Afríku, Indónesíu, Suðurhafseyjum og Ameríku — aðallega húsgögnum og listiðnaði, og jafnframt sýndar ljósmyndir af stöðunum, sem grip- irnir eru frá. — Vilduð þér ekki gera svo vel að skilja eftir eina krónu og sjötíu, svo að ég hafi fýrir strætisvagni heim? ANNAJLAB - Framh. af 7. síðu. það hafi svo til fcomið, það kongur hafi boðað biskup Jón fram, anno 1547, en biskupinn lét síra Sigurð sigla sinna vegna, og hann lofaði að halda allt það kóngurinn vildi óg síra Sigurður játaði, og þar uppá sór síra Sigurður eið kónginum. En þá hann kom aptur, þá vildi bisk- upinn ekki neitt halda, en síra Sig- urður vildi ekki á sín heit ganga; en sumir þá vidtu honum það til hugleysis, og svo hafi Ari átt að ansa, þá hann lagðist á höggstokk- inn, að hann vildi það hjartað á sér væri komið í síra Sigurð frænda sinn, en kálfshjarta aptur í staðinn til sín.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.