Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN & tIt rlr UramLaldiia^a & *$P *$? r|r & 4 V GRAFIN LIFANDI? A^£ 2aqa ap bój^a ofy bfindri áit a|* a$* a|í a$í ^ I -.*...™ .....■=■ ■ - —^=4% Framh. Hún vílaði ekki fyrir sér að hringja til þín og spyrja eftir þér og gera þér skilaboð, sem hlutu að gera þig hrædda og láta þig halda að eitthvað alvarlegt hefði orðið að. Lorna gat ekki annað en hugsað til þessara hræðilegu mínútna, sem hún hafði upplifað niðri á bryggjunni rétt áðan, og það var Addy, sem átti sökina á því. — Ég hugsa að þetta sé rétt athugað hjá þér, Bruce. Hún verður að læra það fyrr eða síðar, að ég er orðin fullþroska manneskja, og verð að fá að lifa mínu eigin lífi. Ef hún þarf endilega að tala við mig þá -getur hún hringt aftur. — Alveg rétt, gullið mitt. Bruce tók um mitt- ið á henni. — Hvar eru Larry og Sylvia? — Niðri á bátabryggjunni. — Við skulum fara til þeirra. Mér veitir ekki af að fá í staupinu eftir allt þetta uppistand. Frú Snow hnipraði sig upp að veggnum. Hún hélt á einum verðlaunagripnum í hendinni. Með nálægt sekúndu millibili barði hún á málmhólk- inn í veggnum með bikarnum. Henni fannst hún hafa verið þarna í klefan- um í marga daga, en það voru ekki nema sex tímar. Fyrir fimm mínútum hafði hún staðið beint undir lampanum aftur og deplað augun- um til að sjá hvað klukkan var. Hún var fimm. Lorna kom þá ekki heldur. Hún var farin að sætta sig við þá tilhugsun. Síminn hafði hringt mörgum sinnum. Sker- andi hringingin hafði verið henni óbærilegri en þögnin sjálf. En þó að einhver þessara hring- inga hefði verið frá Lornu, þá var það augljóst að hún ætlaði ekki að koma heim. Það var í mesta lagi hálfs þriðja tíma leið út til Emmetts. Ef Lorna hefði komið heim úr siglingunni um hádegi, hafði Sylvía vafalaust skilað boðunum til hennar strax. Og ef Lorna hefði komið þá hefði hún lagt af stað undireins. Nú var fengin staðfesting á versta grun henn- ar. Bruce hafði hringt til Arlene og sagt henni að hún þyrfti ekki að koma. Svo hafði hann flýtt sér til East Hampton og tekizt að sann- færa Lornu um, að hringing frú Snow væri markleysa. Nú var Joe litli Polansky eina vonin hennar. Joe hafði sagt að hann mundi koma og sækja bónvélina um kvöldið. Hún þekkti venjur hans. Joe át klukkan sex að kvöldi. Að öllum líkind- um mundi hann hjálpa konunni sinni við upp- þvottinn, og svo mundi hann koma. Hann mundi varla koma fyrr en klukkan átta. En hún vildi ekki eiga neitt undir tilviljuninni. Síðan klukk- an fjögur hafði hún setið þarna og lamið blikk- hólkinn, til að láta heyra til sín. Þessi hólkur hafði orðið henni mikið fagn- aðarefni. Fyrir þremur árum, þegar nýja mið- stöðin var sett í húsið, hafði hún fengið verk- fræðinginn til að láta lofthólkinn ganga gegn- um öryggisklefann. Hann lá neðan úr kjallar- anum, sem bónvélin var geymd í. Svo að jafn- vel þó að Joe kæmi ekki upp í íbúðina ætti hann að geta heyrt þegar barið væri í hólkinn. Meðan frú Snow sat svona og barði og barði hafði hún reynt að venjast þeirri tilhugsun að illmennskan væri ekki aðeins það, sem mað- ur les um í blaðagreinum, og maður gerði sér aðeins ófjósa grein fyrir, en héldi að maður yrði aldrei fyrir sjálfur. Hún hafði ávallt hald- ið að hún væri reynd kona, sem alls staðar hefði verið og allt séð, sem vert væri að sjá. En nú skildi hún að ást Gordons og peningar hans höfðu valdið því, að hún var fávís eins og barn. Hún hafði búið undir sama þaki og Bruce í meira en ár, og jafnvel þó hún reyndi að loka augunum Lornu vegna, hafði hún þó séð sjálfs- þótta hans, aurafíknina og hræsnitöfrana. Og að endingu hafði hún staðið hann að þjófnaði og sakað hann um glæpinn viðstöðulaust, en það hafði ekki flögrað að henni að hann væri hættu- lega forhertur, heldur aðeins heimskur og óær- legur. Dauðinn sjálfur hafði gert henni fyrirsát — en það hafði hún ekki rennt grun í. Jafnvel núna gat hún ekki skilið að maður, sem hún þekkti, maður, sem var giftur ná- frænku hennar gæti verið. . . það, sem hann hafði sýnt sig vera. Maður, sem gat lokað konu inni í klefa, þar sem lífið hlaut að smámurkast úr henni. Þessi uppgötvun skelfdi hana í rauninni miklu miklu meira en þröngi klefinn, orkaði á hana en meðvitundin um að umferðin á Manhattan, allt í kringum hana, með öllum slysunum, sem jafn- an gátu steðjað að. En svo var Joe fyrir að þakka, að hún kveið engu þessa stundina .. . Bruce þóttist hafa ver- ið snjall, en hann vissi ekkert um Joe og bón- vélina. Joe var leynitrompið hennar. Tilhugsunin um hann fyllti hana spenningi, eins og hjá spilamanni, sem fær góð spil á hönd- ina. Hún var að spila póker... og hún þóttist viss um að vinna. Heilbrigð og eðlileg bjartsýni hennar hafði fengið yfirhöndina aftur. Auðvitað vann hún þetta spil! Hún barði fast í lofthólkinn með silfurbik- arnum. Þetta var í rauninni skrítið. Hún hafði haldið að sig mundi fara að þyrsta löngu áður en hún yrði svöng, en það fór á aðra leið. Hún var alls ekki þyrst, en hún var orðin banhungr- uð fyrir löngu. Það var vegna þess að hún hafði ekki fengið neinn morgunverð. Hún hafði flýtt sér svo mikið með bankareikninginn upp í vinnustofuna sína, til þess að athuga hann áður en Bruce kæmi. Nú heyrði hún lágt hljóð, eins og úr fjarska. Kettirnir! Hún hafði ekki hugsað til þeirra í allan dag. Veslings Chiang og veslings Meiling! Þeir voru vanir að fá matinn sinn kl. 5, og ef Arlene var mínútu of sein að gefa þeim, fóru þeir að mjálma og væla. Þeir mundu líklega vera niðri í eldhúsinu núna, að leita sér að mat. Frú Snow hresstist allt í einu. Undir eins og Joe kæmi mundu kettirnir hlaupa niður í kjall- arann og væla og veina og biðja um mat. Joe þekkti háttalag þeirra eins vel og frú Snow gerði. Þó hann heyrði ekki glamrið í lofthólkn- um mundi hann skilja að ekki væri allt með felldu, og fara að athuga málið. Bæði barsmíðin og kettirnir. Þetta mundi allt fara vel. Því að Joe hlaut að koma. Ekki nokkur vafi á því. Hún þekkti frú Polansky. Hún hafði haft Joe undir íleppnum í mörg ár. Ef frú Po- lansky hafði hugsað sér að láta bóna gólfin fyr- ir hátíðina þá yrði það áreiðanlega gert. Og ekki þar með búið. Joe kæmi áreiðanlega í kvöld, þó ekki væri til annars en sleppa að heiman dálitla stund. Frú Snow vissi hve vel honum var til hennar. Hann hringsnerist kring- um hana eins og hún væri hans eigin systir. Hún og húsið hennar var í rauninni öll hans tilvera. Litla herbergið, sem hann hafði niðri íkjallar- anum, var eina athvarf hans, eini staðurinn, sem hann gat flúið í undan masinu í kerling- unni sinni. Það kom einkennileg ró yfir frú Snow. Núna, eftir að engin ástæða var til að óttast, fann hún að þessi hræðilegi atburður var ekki aðeins refsing á hana fyrir að hafa haft svo litla dóm- greind á hinu sanna eðli Bruces, heldur var hann líka eins konar blessun. Lorna var svo ástfangin af Bruce, að líklega mundi hún hafa fyrirgefið honum þjófnaðinn og fölsunina. En hún mundi aldrei fyrirgefa manninum, sem hafði reynt að myrða hana frænku hennar. Allt þetta, hugsaði frú Snow með sér, vac ein af krókaleiðum þeim, sem forsjónin notar stundum ,er hún vill gera það, sem okkur er fyrir beztu. Nú mundi þess skammt að bíða að Bruce sæti í fangelsi og það mundi lækna ofur- ást Lornu, svo að hún gæti hafnað þessari mann- fýlu sársaukalaust. Og þá gætu hún byrjað áhyggjulaust hamingjulíf á ný, sama lífið og áður en hún kynntist Bruce. Nei. .. kannske gæti hún fundið góðan eiginmann — það var enn betra. Nú sagði sulturinn til sín aftur, hana sveið í magann. Frú Snow fór að dangla í lofthólk- inn aftur. Undir sér, á neðri hæðinni, heyrði hún í sí- fellu vælinn í köttunum, sem voru svangir eins og hún. Joe Polansky kom framan úr eldhúsi og sett- ist varlega í einn af nýju bláu stólunum kon- unnar sinnar. Hann syfjaði svo mikið eftir kvöldmatinn. Langaði til að blunda dálitla stund. En vitanlega kom það ekki til mála. Hann varð að skreppa til frú Snow og ná í bón- vélina. Það skipti heldur ekki máli, því að þarna heima hjá honum var aldrei hvíld að fá. Kon- an sá fyrir því. Það hafði verið slæmt fyrr á árum. — Hvað ertu að gera núna, Joe? Hve oft á ég að þurfa að segja þér að ég vil ekki hafa þessa ófétis pípureykjarfýlu hérna inni? En þó hafði þetta verið Paradísarástand móts við það, sem nú var. Joe var sárgramur systur Minnu konu sinnar í Jersey, því að þegar hún dó fyrir mánuði hafði hún arfleitt Minnu að 2000 dollurum. Og frá þeim degi hafði enginn friður verið á heimilinu. Fyrst hafði Minna keypt ný, hjákátleg stofuhúsgögn með blúnd- um á bríkunum, og svo hafði ekki verið nokkur friður fyrir pexi um gluggatjöld og græn blóm og hver veit hvað. Og svo gólfið! Joe leit á missigin og kvistótt borðin í gólf- inu, sem hann stóð á. Hvernig sem þau væru slípuð og bónuð var ekki hægt að gera úr þeim annað en það sem þau voru: gömul, ódýr, slitin og margskúruð gólfborð. En það var ómögu- legt að koma Minnu í skilning um þetta. Úr því að frú Snow gat látið bóna gólfin sín þá ... — Ætlarðu nú að fara að komast af stað, Joe? Minna kom siglandi inn í stofuna. Nýju ei- lífðarhrykkjurnar á kollinum á henni höfðu ýft allt hárið á henni, svo að það stóð eins og silfurgrár skúffur beint upp í loftið. Andlitið hafði líka tekið stakkaskiptum, því að hún hafði farið til fegrunarfræðings til þess að hressa upp á ásjónuna. Það hafði stríkkað svo mikið á bjórnum, að helzt mátti búast við að hann mundi rifna ef hún brosti. Hún hélt á 5 dollara seðli í hendinni. — Gerðu svo vel! Ég hef ekki minna, svo að þú verður að hafa þetta. En þú mátt ekki leigja bíl nema fyrir heimleiðina með bónvélina. Þú getur notað neðanjarðarbrautina aðra leiðina. Joe tók auðsveipur við peningunum og stóð upp. Fyrir mörgum árum — Joe gat aldrei mun- að hve mörgum — hafði Joe Polansky gefist upp við að standa uppi í hárinu á Minnu. Kannske var það eftir að læknirinn sagði að það væri honum að kenna, að þau eignuðust ekkert barn, hjónin. Og ef til vill olli það nokkru um, að Minna hafði alltaf verið há vexti, en Joe var lítill. — Nú máttu ekki láta frú Snow freista þín til að fara að snúast fyrir sig í kvöid. Ég veit hvernig hún er. Ég vil að þú komir beina leið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.