Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Page 13

Fálkinn - 29.05.1959, Page 13
FÁLKINN 13 -jC TÍSKA N -jc „LITLI LAGLEGI KÖKUBAKARINN“. — Það hlýtur að vera lögunin á hattinum, sem liefur knúð hinn unga og efnilega tísku- höfund GOMA. í París til þess að gefa fallegu stúlkunni ofan- greint nafn, því að hatturinn minnir mikið á bakarakollu. Kjóll- inn er tvískiftur og úr grófgerðum bómullardúk, hvítum og bláum. En það er óneitanlega skrítni hatturinn og stóri kraginn (úr mjallhvítu organza), sem setur svip á fallegu stúlkuna með hvítasunnuliljurnar. * * * * * ALVEG ERMALAUS. — Flestar ungmeyjar kjósa heldur að eiga margar flíkur til skiftanna fremur en færri og verulega vand- aðar. Þó er þeim nauðsynlegt að eiga einn verulega góðan kjól, til að nota þegar þær hafa mikið við, og hægt er að fara í hvenær árs sem er. Hér er fallegt sýnishorn úr besta, þunnu ullarefni, sæbláu á lit. Kjóllinn er alveg ermalaus og breiðu þverleggin á blússunni og pilsinu gefa skemmtilegan svip, auk þess sem þau draga úr hæðinni á háum, renglulegum stúlkum. heim og farir snemma að hátta, svo að þú getir byrjað á gólfunum snemma í fyrramálið. Frú Polansky fylgdi manninum sínum út á dyrapallinn. Hún hallaði sér breið og virkja- mikil fram á handriðið um leið og hann gekk niður þrepin: — Komdu með litlu vélina líka, þessa sem notuð er á borðin! Og svo kemurðu beint heim. Ekkert slugs! Heyrirðu hvað ég segi, Joe? Hvort hann heyrði það? Það gat varla nokk- ur manneskja í öllum stigaganginum komist hjá að heyra það, sem hún sagði. Það var notalegt að koma út á götuna. Hlýtt kvöld. Joe leið alltaf betur þegar hann var kom- inn undir bert loft. Og nú hljóp hugur hans á undan honum heim að húsinu hennar frú Snow. Nú var Arlene líklega að þvo upp eftir miðdeg- isverðinn, bráðum mundi hún fara heim. Það var tæplega rétt af frú Snow þetta, að vera al- ein í þessu stór húsi á nóttunni. Honum þótti vænt um að fá átyllu til að koma og líta eftir hvort allt væri í lagi. Hann sveigði niður sjöttu götu og mjakaði sér gegnum þröngina fyrir utan jarðbrautar- stöðina. Var alltaf að hugsa um frú Snow. Oft var hann að velta því fyrir sér, hvernig hann hefði átt að lifa ef hann hefði ekki haft litlu kompuna sína í kjallaranum hennar. Hann hugsaði til hennar þar sem hún sat í vinnustof- unni sinni, eins og núna í morgun. — Takið þér yður frí og skemmtið yður vel um hvítasunn- una. Skemmta sér! Eins og hún Minna gæti látið sér detta í hug að maður gæti skemmt sér? Minna ,sem lét greipar sópa um hvert einasta cent, sem hann vann sér inn, og sem ekki þoldi að hann keypfi hálfa flösku af öli til að hafa heim með sér. Hann gekk framhjá ölstofu, öll framhliðin var upplýst með neonljósum. Hermaður og stúlka, sem gengu rétt á undan honum sveigðu allt í einu til hliðar og hurfu gegnum vindu- hurðina inn í krána. Svei því — hann átti ekki hvítasunnufrí nema einu sinni á ári! Og allir aðrir voru úti að skemmta sér. Joe hikaði um stund fyrir utan dyrnar, en uppreisnarandinn vaknaði í honum. Hann þuklaði á 5-doIlara seðlinum i vasa sínum. Ekki gat Minna vitað hvað leigubíllinn heim frá frú Snow mundi kosta. Lítill maður í bláum regnfrakka, talsvert lík- ur Joe fór inn í krána. Joe elti hann. Þetta var ofur venjuleg krá, hlýleg og vistleg, og gest- irnir sátu í langri röð við skenkinn. Sjálfspil- andi glymskratti hafði hátt úti í horni og innst í skálanum var sjónvarp. Þar sást maður vera að syngja og dansa. Joe gekk að skenknum og bað um öl. Án þess að hann tæki eftir hafði hann lent við hliðina á manninum, sem fór inn næstur á undan hon- um, og hann bað um viskí. Þeir litu hvor á annan. Andlitið á litla manninum var eitt bros og hann benti byrlaranum. — Jack, þú setur þetta ölglas á reikninginn minn. — Nei. . . nei-nei-nei, andæfði Joe. — Hvað á þetta að þýða? Segirðu nei-nei- nei? Ég borga þessi glös, og þau næstu og næst- næstu! Ég er að gera mér dagamun útaf gleði- legum atburði, skal ég segja þér, lasm, og þá getur maður ekki verið einn. Litli maðurinn hallaði sér að Joe og tók handleggnum um axl- irnar á honum. — A ég að trúa þér fyrir dálitlu, kunningi? Ég varð afi í morgun! Og þetta er í fyrsta skipt- ið, sem ég verð afi. Strákurinn er efnilegur. Sextán merkur! Hvað segir þú um það, félagi? Annars heiti ég Danny Carson. Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 11/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.