Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Síða 15

Fálkinn - 29.05.1959, Síða 15
FÁLKINN 15 SÓL GRJÓH efla hreysti 0| heilbrigði eggjahvítuefni. Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. Mtita Haywarth slœr sér upp Þangað til fyrir tíu árum var æfi Ritu Hayworth samanhang- andi dans á rósum. Enginn var dáðari en hún og milljónagróði á hverri einustu mynd, sem hún lék í, syngjandi og dansandi. En svo steðjaði hver ógæfan að henni ann- arri verri. Hún lenti í giftinga- braski — fyrst átti hún Holly- wood-bankastj órann Edward Jud- son, síðan leikarann Orson Welles, þá Ali Khan og loks söngvarann Dick Haymes. Og ný og ný hneyksl- ismál urðu í hverju hjónabandi. Leikvinsældir Ritu köfnuðu í öllum hneykslunum og kvikmyndafélögin hættu að bjóða henni ný hlutverk. Og svo lagðist hún í veraldarflakk með dætur sínar, Yasmin og Re- beccu, til þess að reyna að ná sætt- um við annanhvorn hinna afdönk- uðu eiginmanna sinna: Orson Well- es eða Ali Khan. En nú er Rita endurfædd í enn fullkomnari mynd en áður. Hún syngur og dansar einsog fyrr, og er líka orðin allra besti leikari, en leikþróski hennar þótti ekki á marga fiska áður. í kvikmynd sem nýlega er farið að sýna leikur Rita það sem hún er: fertuga konu, og tekst það með svo miklum ágætum að gagnrýnendurnir hafa hrifist og hefja hana til skýjanna. Þeir segja að hún sé endurfædd og að lífið byrji um fertugt. Sá sem mestan á heiðurinn af þessari endurfæð- ingu hennar er fimmti maðurinn hennar, kvikmyndastjórinn James Hill, sem fékk hana til að byrja að leika aftur og hefur séð um töku hinnar nýju myndar. Og svo var það fylgdarmaðurinn, sem sagði: — Þið verðið að fara varlega hérna og ekki detta í ein- stiginu, því að fyrir neðan er 400 metra þverhnýpi. En ef þið skylduð vera svo óheppin að detta, þá skul- uð þið líta til hægri, því að annað eins útsýni og þar er ekki til í öllu landinu. ★ Beta: — Er maðurinn þinn alltaf jafn skotinn í þér? Kata: — Já, hann hefui' aldrei verið skotnari. Hann segir svo margt fallegt við mig upp úr svefn- inum, en það er skrítið að hann kallar mig alltaf Betu. ★ — Jæja, Óli litli, geturðu sagt mér hver var fyrsti maðurinn í veröldinni. — Já, það var hann Ingólfur Arnarson, kennari. — Nei, taktu nú á betur. Það var hann Adam. — Já — ef maður á að telja út- lendinga með. TÓMATOSTUR HANGIKJOTSOSTUR KJARNAOSTUR RÆKJUOSTUR SCHWEITZEROSTUR BRAUÐOSTUR GÓÐOSTUR GRÆNN ALPAOSTUR KÚMEN OSTUR GOUDAOSTUR öéi'ar-ct/ Am/ðiAaám fWWVWWb * LA€ASG.inálið Framh. af bls. 5. og fór að safna myndum eftir Utrillo og Renoir og var auk þess Parísarfréttaritari „Ladies Home Journal“. Hún þekkti hvern kjaft í samkvæmisheiminum, stjórnmála- menn, listamenn og fjármálamenn, og á hátíðasýningu í Óperunni, í tilefni af heimsókn Grikkjakon- ungs, 8. júní 1956, sást hún með Domenicu Walter, Jean Lacaze og Lacour lækni. En nóttina eftir dó frú Biddle úr hjartaslagi. Síðan k om á daginn að frú Biddle og síðari maður Domenicu Walters þekktust — höfðu kynnst á málverkauppboðum. Ennfremur að frú Biddle átti fjölda hlutabréfa í Zellidjanámunum. Domenica og bróðir hennar segjast ekki hafa hitt frú Biddle nema fám sinnum, en nú er verið að rannsaka hvort þau segi það ekki ósatt. Ennfremur á að grennslast betur eftir dánarorsök frú Biddle. Hún var aðeins fimm- tug og var talin stálhraust. Það brestur því mikið á að þetta mál sé upplýst. En komandi vikur og mánuði verður það enn mesta umræðuefni almennings í París. -♦- Ég skil ekki hvernig þú getur sagt að þú fáir alltaf sama matinn. Á mánudaginn fékkstu pönnuegg, þriðjudaginn eggjahræru, miðviku- daginn eggjaköku og í dag færðu soðið egg.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.