Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 7
FALKINN 7 hafði hringt til mín árdegis og sagt að Farúk ætlaði að heimsækja hana um kvöldið. Nú datt mér í hug að hann hefði hitt hana eina heima, og ■— ja, mér kom margt í hug. Ég hljóp niður í bílinn og ók eins og gikkur heim til Narriman. Þetta er augljóst mál, hugsaði ég með mér — Farúk hefur hitt Narriman eina heima og svívirt hana. En hvers vegna vildi Assila að ég kæmi? Það fyrsta, sem ég heyrði, þegar ég kom inn fyrir dyrnar, var grát- ur og kvein. Vinnukona tók grát- andi á móti mér og snökti: — Vesa- lings ungfrú Narriman . . . vesalings ungfrú Narriman . . . svona ung . .. og svona falleg! Og allt í einu datt mér í hug að Narriman væri dáin. Mér fannst allt benda til þess. -—■ Hvað hefur komið fyrir Narri- man? hrópáði ég er ég kom inn í stofuna. En mér brá í brún. Því að þarna sat Narriman, bráðlifandi, en öll útgrátin. Móðir hennar sat hjá henni og hristist af ekka. — Segið mér hvað hefur komið fyrir! sagði ég hvasst. — Allt er búið! sagði Assila. — Hvað áttu við? Ég tók í hand- legginn á henni og hristi hana til þess að koma fyrir hana vitinu, og loks sýndist mér brá af henni. — Farúk var hérna fyrir dálítilli stundu, sagði hann — og sagði að hann ætlaði ekki að giftast Narri- man . . . Ég varð agndofa. Hafði allt þetta orðið árangurslaust? Og allir draumar mínir og Narriman um frægð og auð ... Ég missti stjórn á mér nokkrar mínútur og fór að kveina eins og mæðgurnar, en smám saman róuð- umst við, öll þrjú. Ég bað þær um að segja mér frá nánari atvikum að þessu. Konungurinn hafði komið til að hitta Narriman, en það hafði hann gert á hverjum degi síðan hún kom heim. En í þetta skipti hafði hann boðið henni að aka með sér stutta bílferð. En Assila þverneitaði að láta dóttur sína fara eina í bíl með konunginum. Hún sagði, að þau mættu ekki vera ein saman í bíl fyrr en eftir að trúlofunin hefði ver- ið opinberuð. Farúk varð fokvondur og hróp- aði: — Getur heimurinn efast um að ég sé trúlofaður dóttur yðar, eft- ir allt, sem ég hef gert fyrir hana? Allir vita hvers vegna ég sendi hana til Evrópu. Ætti það ekki að vera næg sönnun fyrir því að við erum trúlofuð? — Nei, svaraði Assila. — Það er auðséð, að þér treystið mér ekki, sagði konungurinn. Hann var mjög móðgaður. — Allir sem hafa gefið unnustunni sinni tíu króna trúlofunarhring, hafa rétt til að bjóða henni út með sér. Jæja, frú Sadek, — þá getið þér átt dótt- ur yðar sjálf! Og um leið og hann rauk út bætti hann við: — Ég sendi Pulli hingað til að skýra ýmislegt fyrir yður, og fyrir mitt leyti tel ég öllum samskiptum okkar lokið! AFSÖKUNARBÓN. Ég skildi hvers vegna konungur- inn hafði reiðzt. Hann hafði í fyrsta skipti orðið þess var, að hvorki móð- ir Narriman né fjölskyldan yfirleitt, bar traust til hans. Ég afréð að reyna að finna lausn á málinu og sagði við Assilu: — Þú hefur sært metnað hans. Það eina, sem þú getur gert, er að biðja af- sökunar. — Hvernig á ég að fara að því? Konungurinn var fokreiður þegar hann fór, og sagðist aldrei vildu sjá mig framar. Ég sagði henni að það kæmi ekki málinu við. Það eina, sem hún gæti gert væri að síma til konungshall- arinnar og tala við Pulli, trúnaðar- mann konungsins. Assila fór aftur að gráta. — Mikil hörmung hefur dunið yfir okkur, kveinaði hún. Narriman reyndi að hugga hana og sagði að úrræði mitt væri eina leiðin. — Ef þér þykir nokkuð vænt um mig, verður þú að gera eins og Mustafa frændi segir. Assila hringdi og endurtók það við Pulli, sem ég hafði sagt henni að segja. Hún sagði honum að hún bæri fullt traust til konungsins, og að sér hefði aldrei dottið í hug að hann mundi gera Narriman mein. Pulli svaraði henni að konungur- inn væri í hræðilegu skapi, en Ass- ila tók fram í og sagði: — Herra Pulli, þér verðið að skilja aðstöðu mína, sem móður stúlkunnar. Narri- man er einkabarn mitt, og mér er ekki láandi þó að ég vilji vita hana örugga. Allt í einu heyrði Assila aðra rödd úr aukatæki: — Þér ættuð að skammast yðar! Assila þekkti rödd konungsins. Hann hafði hlustað í aukatækinu. Þegar Assila heyrði röddina féll- ust henni alveg hendur og hún vissi ekki hverju hún átti að svara. En konungurinn hélt áfram: — Þér þurfið ekki að kvíða neinu. Ég hef afráðið að fara ekki út með Narri- man, en í staðinn kem ég til yðar núna strax. Klukkan var orðin eitt. Ég varð að hypja mig burt undir eins, svo að konungurinn fengi ekki grun um að það væri ég, sem stóð bak við afsökunarbónina. — Þegar bíllinn minn var kominn spölkorn niður á götuna mætti ég bíl Farúks á fleygi- ferð. Ritgerð Jóns Gizurarsonar á Núpi í Dýrafirði var gefin út af Jóni Sig- urðssyni forseta í I. bindi Safns til sögu íslands, sem fullprentað var árið 1856 og fyrir löngu er orðið ó- fáanlegt. Telur Jón ritgerð þessa eina hina merkustu heimild um viðskiptatímana. Fálkinn birti í 23. tbl. f. árs. og 4. tbl. þessa árs tvo þætti úr ritgerð þessari. Hefur það orðið til þess að blaðinu hefur bor- ist fjöldi áskorana um að birta rit- gerðina alla, eða það sem mestu máli skiptir. Fálkinn verður fús- lega við þessari áskorun og hefst hér birting ritgerðarinnar. UM BISKUP STEPHÁN. Biskup Stephán Jónsson (í Skál- holti, 1491—1518) var son Jóns Eg- ilssonar, sem langa tíma var bryti í Skálholti, og með því hann var ekki víðförull maður í fyrstunni, er ept- ir honum sagt, að einusinni þá hann kom að Álptavatni hafi hann spurt: hvort sjórinn mundi stærri, af hverju má merkja hans einfaldleg- leika. Hallbera Egilsdóttir var syst- ir hans, kona síra Þorbjarnar íngi- mundarsonar; þeirra sonur var Ól- afur, faðir síra Einars, afa síra Jóns í Hólum (annálaritara Egilssonar). Íngiríður Jónsdóttir var skilgetin systir biskups Stepáns; hún var móðir herra Marteins Einarssonar. — Biskup Stephán átti og marga bræður, og er þeirra afsprengis ei getið, því það sem eptir er af þeirri ætt er lángt fram komið og nálega úrættis. Hann var mikið ljúfmenni við alþýðu, en harður við flysjunga og sakafólk, og við mikilmenni, sem settu sig á móti honum. Ríki-Torfi í Klofa og biskup Stephán áttust mikið við, því Torfi var óaðhlýðinn biskupi bæði um kirkjureikning og tíundahöld, item skaut hann skjóli yfir sakafólk og hélt marga í bisk- ups forboði, — Hann var hartnær 30 ár biskup að sögn gamalla manna og var kallaður grjótbiskup af mönnum sínum, því hann lét gjöra allar girðingar í Skálholti, og líka gaungustéttina suður yfir Hunda- poll; lá hann ekki ört viku sjúkur, andaðist hann þriðjudaginn fyrstan í vetri, en stóð uppi til laugardags, þar til ábótinn frá Viðey kom, Ög- mundur, er síðan varð biskup. Voru þá alls 16 lærðir menn, með prest- um, klerkum, djáknum og smádjákn- um á staðnum, iiij af hverju tæki, því prestar voru þá sóktir til dóm- kirkjunnar hvar sem á lá, en skóli var enginn; lágu þá Vestmannaeyj- ar til Skálholts, og lángt framyfir það. HERSÝNING í KIEV. — Breskur majór mundi gráta blóðtárum ef dátar hans höguðu sér eins og þessir rússnesku, sem mynda heiðursvörð á myndinni. Þá fer því fjarri að þeir hafi ekki lært aga. Samkvæmt rússnesku reglunni eiga hermennirnir að elta heiðursgestinn með augunum meðan þeir standa vörð. Og heiðursgesturinn er í þessu tilfelli Harold Macmillan forsætisráðherra Breta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.