Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LiTLA sagan ☆☆☆ Nýr hundiir ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ÓBEIT Fjalars skrifstofustjóra á hundum var óskilorðsbundin og ó- endanleg. Hann hafði aldrei haft hund á heimilinu, og skyldi aldrei hafa — sagði hann. Honum var ó- skiljanlegt, að fólk með fullu viti skyldi þola að hafa slíkan óþverra nærri sér. Pan, hundur nágrannans, átti nokkurn þátt í þessari skoðun Fjal- ars — þetta var grimmur og ljótur bolabítur, sem alltaf var að gelta og glefsa, í tíma og ótíma. Hann gekk laus í garði ábúans og það fór hrollur um Fjalar hvenær sem hann þurfti að ganga nærri honum, þó að sterk vírnetsgirðing væri á milli. Sigríður, kona Fjalars, hafði ann- an skilning á hundum og tilverurétti þeirra. Hún elskaði hunda. Þó hún bæri lotningu fyrir bolabít nágrann- ans. En ekkert æsir konugirndina meira en það, að vita að maður eigi ekki það, sem nábúinn á. Hvort heldur er hattur, nýtízku regnhlíf — eða hundur. Þegar hún fór að tala utan að því við Fjalar, að gaman væri nú að eiga bolabít, tókst hann allur á loft fyrst í stað. Honum fannst þetta svo andstyggilegt, að hann taldi bezt að svara því með ískaldri þögn- inni. En konan hans Var þannig gerð að hún átti bágt með að láta undan, ef hún tók eitthvað í sig, og nú hélt hún daglega stuttan fyrirlestur um hve göfugt dýr bolabíturinn væri — það er að segja, ef hann fengi gott uppeldi. Hún lét þess getið, að bolabítur nágrannans væri illa upp- alinn. „Illa uppalinn?" sagði Fjalar skrifstofustjóri, „hann er villidýr, grimmur, lævís, blóðþyrstur og trylltur. Ég hika ekki við að segja, að hann sé úrhrak. Ég er ekki í vafa um, að hann mundi éta mig lifandi ef ég kæmi inn í garð ná- granna okkar.“ „Vertu nú hægur,“ sagði frú Fjal- ar, „það eru til margar tegundir af bolabítum. Ég býst við að sumir séu meinlausir eins og lamb.“ „Ha?“ sagði Fjalar. „Ef þú kem- ur með hund, sem er meinlaus eins og lamb, skal ég ekkert segja. En ég tel engan möguleika á því.“ Eftir viku hafði frúin fengið sér bolabít. Hann var stór, svartur og úfinn, líkur nágranna sínum að út- liti en ekki fleiru. Hann var gæfur eins og lamb, rólegur og hlýðinn, og frú Fjalar var í sjöunda himni. Skömmu eftir að hún hafði feng- ið hundinn — þetta var snemma á laugardegi — símaði hún til manns- ins síns og sagði honum fréttina. „Hann er alveg dæmalaus,“ sagði hún. „Hann gerir ekki ketti mein, og þér þykir vænt um hann undir eins og þú kynnist honum. Fjalar tók fréttinni með stillingu. „Hann er þá ekki hættulegur að neinu leyti?“ sagði hann. Frú Fjalar hló. Kettlingar eru hættulegri. Þér er óhætt að koma heim.“ Fjalar fór sér hægt á heimleið- inni. Hann var ekkert ginkeyptur fyrir að sjá þessa nýju heimilis- prýði. Við og við setti að honum hroll, er hann hugsaði til þess hvernig fara mundi ef hundurinn fengi æðiskast. Það munaði minnstu að hann sneri við á skrifstofuna, er hann kom auga á ferlíkið, sem stóð innan við hliðið. Stór, svartur og úfinn hundur, alveg eins og nábúans. — Hann stóð nokkrar mínútur fyrir utan hliðið, en af því að hundur- inn sýndi ekki lit á að glefsa til hans áræddi hann að fara inn. Hundurinn heilsaði honum með stuttu gelti og sleikti á honum hönd- ina. Fjalar fékk hræðslukrampa. Hugsum okkur ef hundurinn biti nú af honum fingurinn. En hundurinn var ljúfmennskan sjálf, og eftir mikið sálarstríð beygði Fjalar sig og klappaði honum, Á skammri stundu varð vinátta milli þeirra. Fjalar settist á grasflötina og hundurinn lagði hausinn á hnéð á honum. Og hvað eftir annað stakk Fjalar hendinni inn í kjaftinn á hundinum, til að sýna hve vel hann treysti honum. Þegar hér er komið sögu kom frú Fjalar út í dyrnar. Hún skellti á lær þegar hún sá manninn vera að leika sér við hundinn. „Þetta var skrítið,“ sagði hún. „En nú verðurðu að koma inn og sjá nýja hundinn okkar. Þetta er hundurinn nágrannans.“ Fjalar, sem var með báðar hend- urnar inni í kjaftinum á hundinum, fékk krampakast og varð stinnur eins og trédrumbur. „E — e — er þetta Pan?“ sagði hann með öndina í hálsinum og dró hendurnar að sér. „Já, þetta er Pan,“ sagði frúin. Þetta var meira en Fjalar þoldi. Þarna hafði hann verið að leika sér við hundinn í fimm mínútur, án þess að vita að hann var aðeins hársbreidd frá dauðanum. Og nú leið yfir hann. Pan varð dálítið hissa á þessu. En svo velti hann vöngum og labb- aði inn í garðinn sinn. ☆ Vitíð þér ...? að 13. hverja mínútu ferst ma'ður af umferðarslysi í USA9 Þriðja hvert þessara slysa orsak- ast af óleyfilega hröðum akstri. Til þess að vinna bug á þessari hrapp- mennsku notar lögreglan nú radar- tæki til þess að mæla ökuhraða bíl- anna. Þessi tæki eru svo nákvæm, að dómstólarnir viðurkenna ávallt mælingar þeirra. Víða eru aðvörun- arskilti sett upp við þá vegaspotta, sem eru undir radarmælingaeftirliti. að drykkjarvatn er nú unnið úr sjó í stórum stíl? Fyrsta land í heimi, sem gerir þetta er Libya. Höfuðstaðurinn, To- bruk, hefur komið sér upp „afsölt- unarstöð“, sem breytir sjó úr Mið- jarðarhafinu í ósalt vatn. í mörgum löndum er þess beðið með eftirvænt- ingu hvernig reynslan verði af þess- ari tilraun. -K FERDINAND VIII. Spánarkon- ungur (1784—1833) lét loka öllum háskólum landsins í stjórnartíð sinni, en stofnaði í staðinn skóla fyrir nautabana. ★ VISCHERING-HÖLLIN, skammt frá Ludinghausen í Þýzkalandi, stendur á tveim hólmum og er djúpt sund undir miðri höllinni. Hún hefur haldist í eigu sömu ætt- arinnar síðan hún var byggð fyrir 700 árum. ★ CAVAJONE-ÞORPIÐ, sem nú telst til Sviss, gleymdist alveg í vit- und manna í 65 ár. Þann tíma tald- ist þorpið hvorki til Sviss né ítalíu, íbúarnir greiddu enga skatta, eng- ir skólar voru haldnir, engin lög- regla var til og íbúarnir ekki her- skyldir. ★ „^tríð og íriður64 kostaði 7 iBiilljón doliara Hin mikla skáldsaga Leo Tol- stoys, „Stríð og friður“ hefur freistað margra kvikmynda- kónga, en alltaf strandað á því að fá sæmilegt leikhandrit soð- ið saman úr sögunni, sem er 1400 blaðsíður. Loks slógu þeir sér saman ítalski leikstjórinn de Laurentiis og King Vidor frá Paramount og afréðu að taka myndina. Höfundurinn Irwin Shaw skrifaði handritið, með að- stoð margra og lauk því á einu ári, og eftir fimm ára undirbún- ing var byrjað að taka myndina. Laurentiis varð fyrri til en Mike Todd, sem hafði ákveðið að taka mynd eftir sömu sögu, og einnig höfðu Rússar það sama í huga í tilefni af 130 ára afmæli Tolstoys. „Stríð og friður“ var leikið í Róm og Norður-Ítalíu á sex mán- uðum. Kostaði myndin rúmlega 7 milljón dollara og er svo löng að það tekur 3 tíma 28 mínútur að sýna hana. Þetta er mikil mynd að öllu leyti, tekin með Vista-Vision-að- ferð. Yfir 18.000 manns aðstoð- uðu við hana sem leikendur. í orustunum við Borodino og Ber- ezina voru 11.000 manns. Heilt hverfi í Moskvu var byggt upp sem leiksvið, og farið eftir göml- um myndum frá Moskvu, eins og hún var umhorfs fyrir heim- sókn Napoleons þangað. Unnu 500 manns að þeirri smíði í tvo mánuði og þetta leiksvið kostaði yfir 200.000 dollara. Þegar rúss- neski rithöfundurinn Konstanst- in Simonov sá þetta leiksvið varð honurn að orði: „Þetta er alveg eins og að sjá gamlar myndir af Moskvu!“ Nokkrum dögum síðar var tek- in myndin af brunanum í Moskvu og þá varð allt þetta dýra leiksvið að ösku. — „Stríð og friður“ er talin mikilfenglegasta skáldsaga Tol- stoys. Byggist sagan á ættarsögu Tolstoys sjálfs og lýsir þremur kynslóðum á hinum miklu breyt- ingatímum, sem urðu í Rússlandi í lok 18. og byrjun 19. aldar. Bak- svið myndarinnar eru heimsvið- burðir sem þá gerðust — innrás Napoleons í Rússland, orusturn- ar sem hann háði, bruninn í Moskvu og hrakför franska hers- ins til baka, en jafnframt er myndin lýsing á lífinu á óðals- setrunum rússnesku og við hirð- ina. Og miðdepillinn í öllu þessu er Natasja —- hin unga og tilfinn- ingaríka dóttir Rostovhjónanna, og mennirnir þrír, sem hver um sig verða til þess að móta ævi- feril hennar. Audrey Hepburn leikur þessa ungu aðalsdóttur. Mel Ferrer leikur hinn metnaðargjarna og kaldrifjaða liðsforingja Andrej Bolkononskij, Henry Fonda unn- usta stúlkunnar, Pierre, hug- sjónamanninn sem fer í stríðið sem áhorfandi, til þess að athuga hvaða áhrif styrjöld hafi á menn, og sem er fangelsaður af Frökk- um. En Vittorio Gassman leikur hinn glæsilega Anatole Kuragin, sem tælir Natösju, en systir hans, sem líka er hið mesta flagð, leikur Anita Ekberg. Oscar Hom- ulka leikur rússnéska hershöfð- ingjann Kutuzov, sem sofnaði á herforingjaráðsfundinum fyrir orustuna við Austerlitz, en varð til þess að bjarga landinu með því að vera jafnan á undanhaldinu í stað þess að gera sókn. Herbert Lom leikur Napoleon en John Mills hinn umkomulitla bónda, Platon Karatajev, sem í blóðbað- inu gefur sér tíma til að hugsa um tilveruna og elska náunga sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.