Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 mikil vínyrkja í landinu og mikil r búfjárrækt. Ein grein, sem talsvert er stunduð er rósarækt til útflutn- ings: Luxembourgrósir eru góð verslunarvara og meðal kaupenda er sjahinn af Perísu einn af þeim drýgstu. Iðnaður er líka allmikill í land- inu. Allskonar munir úr skinni og leðri eru mikil útflutningsvara, sömuleiðis munir úr brennaum leir. Þakhellunámur eru miklar í land- inu og efni til sementsgerðar. Öl- framleiðsla er mikil og mikið af henni selt til Frakklands, því að þar þykir öl frá Luxembourg og Alasce-Lorraine taka fram öðru ÖIi. Moselvín frá Luxembourg eiga tryggan markað erlendis og sömu- leiðis — Luxembourgtjara! Þetta litla land, sem er aðeins fertugasti hluti íslands að stærð, hefur því úr miklu að moða, enda er efnahagurinn betri, en ef til vill í nokkru öðru landi Evrópu. Tólfti hver íbúi á bifreið og allur almenn- ingur hefur efni á að gera sér daga- mun. Fólk hefur góða bústaði, geng- ur vel til fara og hefur yfirleitt nóg að bíta og brenna. Og eins má geta sérstaklega. Hollendingar, sem annars eru taldir kattþrifnir, við- urkenna að hvergi sé hreinlætið eins mikið og í Luxembourg. En það sem flestir munu þó öf- unda þessa þjóð mest af, er að skatt- ar og tollar, sem hún greiðir, nema ekki meiru en 10—20% af tekjun- um! Slík Paradís er vandfundin í Evrópu nú á dögum. Eitt er sérstakt um Luxembourg- ara: hve miklir málamenn þeir eru. Luxembourg er að vísu mik- ið ferðamannaland, en það er ekki af því, sem ármennirnir á gistihúsunum kunna 5—6 tungu- mál, heldur vegna þess að fólki veitist svo létt að læra þau, og hef- ur orðið að læra þau mál, sem ná- grannarnir tala. Luxembourgarar tala fyrst og fremst sitt eigið mál, ,,letzeburgesch“, sem er einskonar mállýska, mjög þýskublendin. En lítið er skrifað á því máli; þó fær- ist það í vöxt að blöðin birti innan- um og saman við greinar á letze- burgisch. — En allir landsbúar tala þýsku og 70% frönsku. Auk þess margir hollensku, spönsku og ítölsku — og vitanlega fjölmargir ensku. Líka rekst maður á fólk, sem talar eitthvert norðurlanda- málið sæmilega. -----Eftir stríðið gerðu Holland, Belgía og Luxembourg með sér tollmálabandalag og samræmdu stefnuna um utanríkismól. Það eru Benelux-löndin svonefndu, en sam- band þeirra varð síðar undirstaða víðtækari sambanda. Nánasta sam- starf Luxembourg er við Belgíu, og eH x Að skipt sé um olíu og undirvagninn smurður er engin trygging fyrir því, að allir veigamiklir hlutar bifreiðarinnar hafi verið smurðir — og hver getur munað hinar margvíslegu upplýsingar, sem gefnar eru í leiðarvísinum, er fylgir bifreiðinni? Kerfisbundin smurning — SHELL SMURNING — framkvæmd af fagmönnum, tryggir yður að slík vinna sé rétt og samvizkusamlega af hendi leyst. Hinir þaulvönu smurningsmenn á smurstöðvum vorum við Reykjanes- og Suðurlandsbraut eru reiðubúnir að aðstoða yður og leiðbeina um rétta smurningu á bifreiðinni. Látið því smyrja hana þar reglulega. OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR myntin er sú sama og hjá Belgum, þó að Luxembourg slái sérstaka mynt, og samstarfið í póst- og sam- göngumálum er líka nánast við Belga. Þó eru þessar þjóðir talsvert ó- líkar. Luxembourgarar eru „eitt- hvað út af fyrir sig“ og hafa jafnan verið það, þó þeir eigi stórveldi fyrir nágranna og hafi verið undir- okaðir af öðrum þjóðum í fjögur hundruð ár. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ■ti:iK\i\4.ni H.f. Eimskipafélags íslands fyrir árið 1958 liggur frammi í skrifstofu félagsins frá og með deginum í dag, til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavík, 13. maí 1959. Stjórnin. SJÓVIMIMMSKEIÐ Vinnuskóla Reykjavíkur og Æskulýðsráðs Reykjavíkur Eins og undanfarin sumur er ráðgert að skip fari með unglinga til fiskveiða í júní og júlí mánuði. Aldur 1 3—1 6 ára. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, II. hæð, og sé umsóknum skilað þangað fyrir 1. júní þ. á. Drengir, sem voru á sjóvinnunámskeiði Æskulýðsráðs s.l. vetur og hafa áður sótt um, endurnýi umsókn sína. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkurbæjar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.