Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 9
FALKINN 9 hárið. — Það er allt annað að reka verslun sjálfur, en að vinna hjá öðrum fyrir fast kaup. Sagði hann satt núna, eða hvað var þetta? Ég man að ég var svo óumræðilega aum fyrir hjartanu er ég fylgdi honum að áætlunarbíln- um á sunnudagskvöldið, og mér fannst sárt að hugsa til þess, að hann færi aleinn inn í bæ. Þegar vagninn var að aka af stað langaði mig mest til að hlaupa upp í hann og fara með honum. En þá voru það börnin. Það var ekki eingöngu mín vegna, sem við vorum í sveit. Grunur minn myrkvaði dagana fyrir mér, ég tók varla eftir að sólin skein, og mér fannst börnin vera rellótt og óþæg. Var virkilega svo mikið að gera í versluninni, að hann gæti ekki unnað sér viku hvíldar? Og hvað var það sem Ásta hafði hafði sagt, þegar ég spurði hvernig hún hefði uppgötv- að að maðurinn hennar var henni ótrúr? Hún hafði helst markað það af þvi, sem hann ekki sagði. Hafði Hans ekki verið óvenjulega þögull núna um helgina? Mér var engin ánægja að morgn- unum í fjörunni lengur. Ég var farin að verða hundleið á öllu skraf- inu þar, sögunum, sérstaklega einn daginn þegar verið var að segja sögur af konulausu mönnunum í bænum. Þetta átti að heita gert til gamans og frúrnar orguðu af hlátri. Allar nema ég. Ég þoldi þetta ekki lengur, ég stóð upp og bað Ástu um að líta eftir börnunum í hálftíma eða svo. Ég varð að komast á bréfhirðing- una og ná í Hans í síma. Aðeins heyra röddina hans, aðeins vita .... Ja, hvað var það eiginlega sem ég vildi vita? Það tók eilfíðartíma að fá sam- bandið, og meðan ég sat þarna og beið iðra"ðist ég vitanlega eftir að hafa beðið um samtalið. Hans mundi vafalaust verða hræddur þegar hann heyrði í mér í símanum, hann mundi halda að eitthvað gengi að börnunum. Hvað ég gat verið vit- laus! Ég kvaldist af örvæntingu þarna sem ég sat í óloftinu á bréf- hirðingunni og beið og beið. Og svo — loksins þegar sambandið fékkst þorði ég varla að taka sím- ann. En svo var hann ekki viðstadd- ur, var sagt. Enginn vissi hvar eða hvenær hann kæmi aftur. Það var undarlegt, fannst mér. Úr því að hann átti svo annríkt að hann gat ekki tekið sér sumarleyfi, var einkennilegt að hann skyldi ekki vera í skrifstofunni á af- greiðslutímanum. Spyrjið mig ekki um hvað grun- ur er. Spyjið mig ekki um hvernig hann nagar sig dýpra og dýpra inn í meðvitundina, aldrei eins og ill- gresið sem þenur úr sér og kæfir grasvöxtinn. Ég fór niður í fjöruna til hinna, og Ásta horfði eitthvað svo grunsamlega á mig, En ég skammaðist mín svo mikið fyrir það sem ég hafði verið að gera, að ég þorði ekki að segja frá því. Það var ekki fyrr en um kvöldið er við fórum út að ganga, að hún fór sjálf að tala um það. Og þá gat ég ekki stillt mig um að segja henni frá því, sem við Hans höfð- um talað saman um síðustu helgi, og svo þessu, að hann var ekki við þegar ég hringdi. — Geturðu ekki skroppið í bæ- inn, sagði Ásta. — Þú get.ur fundið einhverja átyllu, að þú þurfir að annast um eitthvað heima. Ég skal taka að mér börnin á meðan. Þessi tilhugsun freistaði mín meir og meir. Það væri miklu betra að ég gerði það, og gengi úr skugga um hvað þetta var. Ef ég kæmist ekki að raun um það, gæti það eyði- lagt allt sumar fyrir mér og börn- unum líka, ja, ekki aðeins sumar- ið heldur allt hjónabandið okkar. — Gerðir þú það forðum — við manninn þinn? — Já, vitanlega gerði ég það, svaraði Ásta. Og það réð úrslitunum hjá mér. Nú fannst mér allt mæla með því að ég gerði mér ferð í bæinn. Ég var viss um, að ekki var vanþörf á að líta eftir bólmunum. Jafnvel þó að Hans hefði lofað að vatna þeim og hafa gát á þeim, höfðu þau eflaust gott af auka-vökvun af kvennahöndum. Og svo var þetta alls ekki löng leið. Ég gat farið með áætlunarbifreiðinni klukkan fimm og komið aftur síð- degis daginn eftir. Hver veit nema við Hans gætum gert okkur glaða kvöldstund. Kannske gætum við „stolið“ okkur yndislegri kvöld- stund, eins og við gerðum í gamla daga þegar við vorum trúlofuð. Þegar ég sat í bílnum á leiðinni var ég farin að hugsa um, að kannske hefði það nú ekki verið eins viturlegt og ég hafði haldið, að fara í þessa ferð. Kannske lík- aði Hans ekki að ég kæmi svona blaðskellandi. En ég huggaði mig við að það mundi allt ganga slysa- laust og ég gæti gefið honum trú- lega skýringu á því að ég kom. Og væri það í rauninni svo, að honum félli miður að ég kæmi, þá hlaut eitthvað að vera að, sem ekki mátti dragast að komast fyrir. Ef ég átti að vera fyllilega ærleg gagnvart sjálfri mér, þá var það einmitt þess vegna, sem ég fór í bæinn! Mér varð því órórra sem ég kom nær bænum. enda fékk ég ástæðu til að iðrast eftir að ég hafði flanað út í þessa ferð. Ég kom í bæinn klukkan hálfníu og fékk mér leigubíl beint heim. Þar var vitanlega enginn Hans. Ég gekk um íbúðina og athugaði allt og reyndi að finna eitthvað grun- samlegt. Auðvitað stóð óþveginn borðbúnaður á eldhúsborðinu, auð- vitað var þykkt lag af ryki hvar sem litið var og blmunum veitti svei mér ekki af að ég skyldi koma. í svefnherberginu var allt sæmi- lega vel um gengið, nema að rúm Hans var ekki umbúið. Mitt rúm var fallegt og þokkalegt. Ég stjákl- aði þarna um og beið. Klukkan var hálftíu — tíu...... Enginn Hans. Ég hafði hvað eftir annað reynt að hringja á skrifstofuna en þar svar- aði vitanlega enginn. Tíminn leið en enginn Hans kom. Ég get ekki lýst hvað ég leið þessa nótt. Að nokkur manneskja skyldi af frjálsum vilja leggja á sig aðra eins kvöl, aðeins til að svala for- vitni sinni! Tímarnir voru enda- lausir — ég var að kafna — og örvæntingin varð meiri og meiri. Þetta var enginn grunur framar, það var staðreynd! Öll þessi smáatriði, sem ég hafði verið að tína saman síðustu vik- urnar og fá til að ríma — það var eins og bútamynd, sem raðað er saman — gáfu réttu útkomuna. Ásta hafði rétt fyrir sér. Hugboð kvennanna er glöggt eins og átta- viti. — Þessu tekur maður eftir undir eins, hafði Ásta sagt. En hvað svo? Hvað mundi koma næst? Hjónaskilnaður? Mig sundl- aði þegar ég hugsaði til þess. Sundrað heimili, börnin sem áttu að alast upp föðurlaus, eða rétt að fá að sjá föður sinn stöku sinnum, Það hafði mér alltaf fundist svo voðalegt. Og hvað yrði um mig sjálfa? Hvernig átti ég að lifa án Hans, eina mannsins, sem mér var nokkurs virði? Það var lítið eftir af mér þegar Hans birtist loksins morguninn eftir. Hann var eitt stórt spurning- armerki — botnaði ekki í neinu. — Hefurðu verið hér alein í alla nótt, Elsa? spurði hann. — Hvað er að? Hvað hefur komið fyrir? Er eitthvað að börnunum? Segðu eitt hvað, Elsa. — Mér finnst að þú ættir frem- ur að segja mér eitthvað, reyndi ég að svara eins rólega og ég gat. — Hvers vegna heldur þú að ég komi eins og sending inn í bæ? Hef ég kannske ekki haft ástæðu til þess? Þú sem átt svo annríkt, að þú getur hvorki heimsótt migiúm helgar eða fengið þér smarfrí .... — Hvað ertu að dylgja með .... Hann sagði þetta svo kuldalega og rólega og ég engdist saman þar sem ég sat. En þó reyndi ég að verja mig: — Ef þú hefur ekki þolað að vera einn í bænum, finnst mér þú ættir fremur að standa við það en að grípa til einhverra afsakana. Hefur þú eiginlega hugmynd um hvílíkar kvalir ég hef orðið að þola í nótt? Mér datt í hug að skreppa í bæinn til að láta þið verða hissa .... — Til að njósna um mig, meinar þú. Eigi ég að standa við sannleik- ann skalt þú svei mér fá að gera það líka. Þú heldur að það sé föst regla, að eiginmenn taki framhjá konunum sínum þegar þær eru í sveit. Það er ljómandi fallegur hugsunarháttur. — Hvar hefurðu þá verið í nótt Hans? kjökraði ég. — Hún mamma hringdi til mín í gær og spurði hvort ég vildi ekki gista hjá sér suður í Kópavogi. Henni fannst ég mundi hafa gaman af því að sitja í garðinum hjá sér og fá hreint útiloft. Ef þú trúir mér ekki þá skaltu hringja og spyrja hana, — ef þú villt halda áfram að óvirða sjálfa þig svona. En það segi ég, að ef þú ætlar að leggja þetta í- vana þinn, er ég hræddur um að hjónabandið okkar fari að styttast. Hann snerist á hæli og strunsaði fram í ganginn. Ég hljóp á eftir honum. — Hans, þú verður að reyna að skilja þetta, grátbændi ég. — Ég varð hræddari og hræddari þarna suðurfrá. Ég heyrði svo margs konar sögur .... — Já, ég fékk nasasjón af klík- unni þarna. Þessar lúxusfrúr og perluhænur hafa ekki annað sér til dægrastyttingar en að sá grun- semdum kringum sig. Svo að þetta varð þá árangurinn af því, að ég ætlaði að gera þér og börnunum á- nægju' — virkilega sveitadvöl. En hvað hefurðu gert við börnin? — Hún Ásta lofaði að hugsa um þau. — Svo að þú hefur þá sagt henni þetta, skilst mér. — Ásta hefur reynt svo mikið sjálf. Hún er fráskilin. — Og hvers vegna heldur þú þá að hún sé það? — Maðurinn hennar var henni ótrúr. — Kannske hefur hann verið það. En hefur nokkur spurt um ástæð- una til þess að hann var henni ó- trúr? Mundi það ekki vera hugs- anlegt, að það sé hún, sem átti sök- ina á þvi? Gæti það ekki hugsast að hún hafi eyðilgt hjónabandið með grunsemdum og afbrýði? Hann leit á klukkuna: — Þú verður að afsaka mig, sagði hann. — En ég á að vera á fundi kl. tíu. — Hans, þú mátt ekki fara frá mér svona. Ég lofa þér því, að ég skal aldrei vera svona heimsk framar. Aldrei nokkurn tíma. En má ég ekki fá að vera í bænum fram yfir hádegið og laga svolítið til hérna heima? Og svo borðum við hádegisverð saman. Ég get ekki farið aftur fyrr en þú hefur fyrir- gefið mér þetta, því að ég sé til fullnustu hve aulalega ég hef far- ið að ráði mínu. Jú, það varð auðvitað svo. Við borðuðum „sáttamat“ saman, og þar varð ég margs vísari. Meðal annars þess, að hann hafði orðið að leggja óvenjulega mikið á sig til þess að eignast peninga fyrir sum- ardvöl minni og barnanna, og auk þess þurfti hann að kosta ýmsu til verzlunarinnar. Hann hafði ekki viljað segja mér þetta, til að spilla ánægju minni af sumardvölinni. Ég var ekki sérlega upplitsdjörf þegar ég fór til baka síðdegis, þó að við værum orðin góðir vinir þá. En ég reyndi það síðar, að Hans hefur fyrirgefið mér að fullu., En þetta varð mér lærdómsríkt, og ég hef lofað mér því síðan, að ég skuli aldrei taka mark á slúðri. * WILD WEST. Það hafði verið handalögmál í knæpunni og daginn eftir komu reikningsskilin hjá friðardómaran- um. — Hver byrjaði? spurði hann. — Það var Shotgun-Fred, svar- aði Svarti Bill. — Og hvernig atvikaðist það? — Ég skvetti úr ölglasi framan í hánn, og það kunni hann ekki við og mölvaði viskíflösku á hausnum á mér. En þá fékk hann stól á trýn- ið, en þá sleppti hann sér alveg og fór að slást.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.