Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 10
10 FALKINN BANGSI KLVMPUB MyBidasatja íyrir hiii'a 147. — Hvað gengur á? Þó ég svæfi stand- andi þurftirðu ekki að aka á mig, því að þú varst kominn í mark. Þú hefur sigrað. — Æ, var ég þá að skamma tóma tunnu? Stanzið þið nú, kappaksturinn endar hér og þið megið ekki aka lengra, því að brautin ... — Já, brautin endar hérna, — ég er bú- inn að uppgötva það. Það er bezt að lofa þeim að dýfa sér í, þeir versna ekki þó þeir vökni. Ojæja, en tunnan hefur líklega komið fyrst í mark. — Þetta voru ljómandi góð úrslit í sex daga hlaupinu. — Við urðum nærri því allir fyrstir í mark. Flýttu þér upp úr, Díll, áður en stígvélin hans Skeggs fyll- ast af vatni. — Hægan, hægan, kunningi, ég skal grípa þig áður en þú dettur í vatnið. Ég sé á þér, að þár er illa við að láta leggja þig í bleyti. — Hann bjargaðist, en ,það mátti ekki seinna vera. — Flýttu þér nú, — það er hann, blessaður Prófessorinn, en hann æf- ir sig líka frá morgni til kvölds. — Lofaðu mér nú að líta á þig. Þú Nei, hann var ekki neinn mausangúsi. — Ég heyri sagt, að þú sért að leita að munt ekki vera mausangúsi? — Heyrðu, Prófessor minn. Ekki verð- mausangúsum. Fyrir hálftíma sá ég eitt- — Nei-nei-nei. Ég er ósköp venjulegur ur því neitað, að þú getið hugsað, en ég er hvað, sem líktist mausangúa, að minnsta og heiti Sófus. bara hræddur um að þú hugsir of mikið. kosti aftan frá. ★ -jc Shrítlur -jc — Maðurinn þinn sagði mér, að það hefði verið svo gaman á kapp- reiðunum á sunnudaginn. — Já, hann segir það áreiðanlega satt. Hann kom ekki heim fyrr en klukkan 6 á mánudagsmorguninn. ★ Ungi Svendsen: — Hún er þannig stúlka, að ég hefði gaman af að bjóða henni með mér heim til mömmu, ef ég þyrði það fyrir hon- um pabba. ★ Og svo var það læknirinn, sem sagði við sjúklinginn sinn: — Ég held, ég verði að komast þannig að orði, að ef þér væruð notaður bíll, mundi ég ekki vilja gefa mikið fyr- ir yður. Lautinantinn lítur eftir og víkur sér að dáta, sem stendur á verði. — Hvaða fábjáni er það, sem hefur skipað yður að standa á verði hérna? — Kapteinninn gerði það, herra Lautinant. — Ágætt. Þá skuluð þér standa hérna áfram. En þér fáið viku svart- hol fyrir að kalla kapteininn fá- bjána. ★ Á FERÐASKRIFSTOFUNNI. — Hvað kostar hálfs mánaðar ferð til Parísar mig? — Tólf þúsund krónur. — Og ef konan mín fer með mér? — Helminginn. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.