Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 2
 2 FALKINN j< STJÖRNULESTUR EFTIR JDN ÁRNABDN, PRENTARA Nýtt tungl 6. júlí 1959. Alþjóðayfirlit. — Vatnsmerkin og þau föstu eru yfirgnæfandi í áhrif- um.Tilfinning og fastheldni eru sér- kenni þessara áhrifa. Varasemi er því nauðsynleg og dómgreind, er ætti að vera til öryggis. — Tölur dagsins eru: 6—|—7—J—5-|-9=27=9. Kærleikur og tilfinning og hugræn hæfni, þrautseigja og úthald er verkefnið. — Jarðskjálfta eða gosi mætti búast við á þeirri lengdar- línu, sem liggur um ísland. Annar slíkur næmur depill er Borneo og Sumatra. — Satúrn er nærri vestur- sjóndeildarhring hins íslenzka þjóð- ernis og bendir á áframhaldandi örð- ugleika, sem verður að yfirstíga með festu og seiglu, samfara viti og forsjá. Lundúnir. — Nýja tunglið í 2. húsi. Fjárhagsmálin mjög á dagskrá og þeim veitt almennt athygli. Af- stöðurnar frekar góðar. — Merkúr í 3. húsi í krabba. Flutningastarf- semi, póstur og sími, bækur og blöð, fréttaflutningur og útvarp undir góðum áhrifum og gefa góðan arð. — Venus, Marz, Úran í 4. húsi. Af- staða bænda ætti að vera sæmileg, en þó er líklegt, að sumum kröfum þeirra verði ekki að öllu fullnægt. Andstaða stjórnarinnar mun færast í aukana. — Júpíter og Neptún í 6. húsi. Veikindafaraldur mun láta á sér bæra og fara í vöxt. — Satúrn í 8. húsi. Uppgjafa-embættismenn munu látast. Berlín. — Nýja tunglið í 2. húsi. Fjárhagurinn og fjárhagsmálin und- ir frekar sterkum góðum áhrifum. Þó gætu umræður nokkrar orðið um þau mál. — Úran í 3. húsi. Spreng- ing gæti átt sér stað í flutningatæki eða járnbrautarstöð. — Venus og Marz í 4. húsi. Fjárhagsástæður bænda ættu að vera góðar, þó gæti - urgur komið til greina gagnvart stjórninni. — Neptún í 5. húsi. Framtak í dulfræðaiðkunum gæti orðið áberandi. — Júpiter í 6. húsi. Heilbrigði ætti að vera góð og varn- arráðstafanir góðar. — Satúrn í 7. húsi. Utanríkismálin undir óæskileg- uum áhrifum. Þó væri um örðug- leika nokkra að stríða hjá stjórn- inni. Moskva. — Nýja tunglið í 12. húsi. Fangabúðir og vinnuhæli, góð- gerðastarfsdhii undir almennri at- hygli og jafnvel gagnrýni. — Merk- úr í 1. húsi. Afstaða almennings með betra móti. Taugatruflanir og kvef- faraldur mun eiga sér stað. — Ven- us, Marz, Úran í 2. húsi. Sprenging gæti komið upp í peningastofnun eða fjárgreiðslu. — Júpiter og Nep- tún í 5. húsi. Framtak ætti að örv- ast í ýmsum greinum fyrir tilverkn- að ráðendanna. — Satúrn í 7. húsi. Afstaðan ekki álitleg í utanríkis- málunum og tafir munu koma í ljós í meðferð mála. — Tokyó. — Nýja tunglið og Merkúr í 10. húsi. Stjórnin og afstaða henn- ar mjög á dagskrá, en ástæður eru frekar góðar og ætti stjórnin að vera föst í sessi og fjárhagsmálin í góðu gengi. Þó munu umræður nokkrar koma til greina um þau mál. — Júpiter og Neptún í 2. húsi. Útlit peningamálanna dálítið athugavert, en þetta má laga með hyggni. — Satúrn í 4. húsi. Slæm áhrif á af- stöðu bænda. Andstaða nokkur í garð stjórnarinnar. Kæling í veðri. — Venus, Marz, Úran í 11. húsi. Hætt við urg í þinginu og tafir í framkvæmd laga. Sprening í opin- berri bygginu. Washington. — Nýja tunglið í 6. húsi, ásamt Merkúr. Heilbrigðismál mjög á dagskrá og þeim veitt mikil athygli. Umræður miklar um þessi mál. — Venus, Marz og Úran í 7. húsi. Utanríkismálin mjög á dagskrá og þeim veitt mikil athygli. Stuðn- ingur við aðrar þjóðir mjög á baugi. — Júpiter og Neptún í 8. húsi. Kunnur prestur eða andlegur fröm- uður gæti látizt. Líkt mætti segja um dulspakan mann eða forsprakka í þeirri grein. — Satúrn í 11. húsi. Tafir á framkvæmd laga og drátt- ur á afgreisðlu þeirra. ISLAND. 3. húsi. — Ferðalög og samgöng- ur, fréttaþjónusta, útvarp, bækur og blöð undir mikilli athygli almenn- ings. Arður af slíkum starfsgrein- um ætti að vera nokkur. Umræður um þessi mál. 1. hús. — Merkur ræður húsi þessu. — Hefur góðar afstöður og mjög sterkar. Afstaða þjóðarinnar og alménnings ætti að vera mjög góð og heilbrigð í bezta lagi. Áhrif þessi koma einkum frá bændum. 2. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Fjárhagur ætti að vera sæmileg- ur og afstaða bankanna ætti að batna. 4. hús. — Merkur ræður í húsi þessu. — Afstaða bænda ætti að vera góð og afstaðan til stjórnar- innar góð, en þó munu umræður miklar um ágreiningsmálin. 5. hús. — Venus, Marz og Úran í húsi þessu. — Framtak mun í frekar góðu lagi og leikarar, leikhús og skemmtistaðir undir frekar góð- um áhrifum. Sprening og eldur gæti brotizt út í leikhúsi eða opnberum skemmtistað. 6. hús. — Júpiter og Neptún í húsi þessu. — Veikindi ættu að vera lítil og þau munu batna fljótt, vegna góðrar hjúkrunar. 7. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. — Utanrikismálin undir frek- ar góðum áhrifum og sterkum, en baráttan við Breta heldur áfram og sama þófið og áður, en stjórn- in hefur sterka aðstöðu í málinu. 8. hús. — Satúrn í húsi þessu. — Líklegt er, að uppgjafa-embættis- maður, kunnur, muni deyja. 9. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Siglingar og utanríkis- verzlun muni undir töfum nokkr- um, einkum vegna aðgerða Breta, og gæti það haft áhrif á siglingar og flutninga, 10. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Stjórnin gæti átt í töfum nokkrum í framkvæmd laga og á- kvarðana vegna andstöðu innan frá. 11. hús. — Satúrn ræður einnig húsi þessu. — Umræður gætu orð- ið nokkrar um framkvæmd þeirra þingmála, sem fyrir liggja að lokn- um síðustu kosningum og baráttan mjög hörð. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu, og mun því lítið bera á áhrif- um þess. Ritað 29. júní 1958. Ferðatöskur — Bréfatöskur af ýmsum gerðum — Sport-veski kvenna — Snyrtiöskjur — Seðlaveski — Úra-armbönd og karlmannsbelti — Lykla- og pennaveski — Buddur — Kven- og karlmannshanzkar og aðrar þvílíkar vörur, eru á boðstólum frá IMPORT—EXPORT AGENCY. SKÓRIMPEX Lodz, 22 Lipca 74, P. O. Box 133, Poland. Sundurliðuð tilboð og fyllri upplýsingar ef óskað er. Umboðsmenn á íslandi: ÍSLENZK-ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. Garðastræti 2 — Reykjavík Höíum til sölu flestar gerðir bíla og landbúnaðar- véla, bæði notað og nýtt. — Unnt að fá góð tæki með hagstæðum kjörum. BÆNDUR, látið okkur sjá um sölu á jeppunum og Iandbúnaðarvélunum. Reynið viðskiptin. Bíla- og búvélasalan BalduríSígwtii 8 Sími 23136 ' i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.