Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 9
FALKINN 9 samlega á hann. Hann var illa til fara og hendurnar báru merki um erfiðisvinnu, en bláu augun ljómuðu af stolti og gleði. — Það er þessi hringur með roða- steininum — í miðjum glugganum. Kathie gerði sitt ítrasta til að fá manninn til að velja sér annan hring, en hann var jafn ólmur í að eignast einmitt þennan og hún var sjálf, og loks varð hún að taka hann úr glugganum og sýna manninum hann. Hann reyndi hann á litlafingrin- um á sér, sneri honum og lét birt- una endurspeglast í honum. Hann brosti til Kathie. — Þetta er handa stúlkunni minni, sagði hann, — og handa henni er aðeins það bezta nógu gott. Rúbínar eru uppáhaldssíeinar henn- ar, skilurðu. Kathie varð aftur litið á lélegu fötin hans. •— Hann — hann kostar sjö hundr uð krónur, sagði hún. — Það er mikið fé, sagði hann. — Ég vona, að þér misskiljið mig ekki. Ég er enginn milljónamæring- ur. Ég hef ekki reykt tóbak í meira en ár og fer gangandi í vinnuna á hverjum degi til þess að spara gjald- ið. En það skiptir miklu fyrir stúlku, að eignast fallegan trúlofunarhring. Og hann skal stúlkan mín fá! Hann tók ofurlítinn spotta með tveimur hnútum á upp úr vasanum, og þegar þau mældu hringinn með honum, reyndist hann of stór. Nú létti Kathie aftur. -— Við verð- um að reyna að finna annan, sem er svolítið minni, sagði hún. En maðurinn hristi höfuðið. — Það hlýtur að vera hægt að minnka hann, er það ekki? — Jú. Kathie varð að játa það. — En hann verður að vera til- búinn í kvöld. — Hann á að koma á óvænt — og við ætlum að halda dálitla veizlu. Ég kem og sæki hann klukkan sex. — Við lokum klukkan fimm, sagði Kathie. Þá tognaði á honum bjórinn og hann varð angurvær. — Ég verð að fá hann í kvöld, sagði hann alvarlegur. — Ég hef beðið svo lengi. Kathie datt ráð í hug. Hringur- inn var tapaður henni, en hana lang- aði til að sjá, hvar hann ætti að lenda, og vildi sjá stúlkuna heppnu, sem átti unnusta sem hafði hætt að reykja og sparaði strætisvagna- gjaldið til þess að geta keypt stúlk- unni sinni hring. — Viljið þér treysta mér til að koma honum til skila? spurði hún. — Ég heiti Richard Tomblin og á heima í Cherrydene Terrace nr. 7. — Það er skammt frá þar sem ég á heima, sagði Kathie. — Ég get litið inn til yðar eftir kvöld- matinn. — Það er mjög fallega gert, ung- frú, þá fáið þér að sjá stúlkuna mína unj leið. Það er nú myndarleg stúlka, sem vert er um að tala — hún er alveg eins og þér! Kathie brosti. í rauninni var Ric- hard Tomblin samskonar maður og Tumi líka . . . — Ég kem um klukkan sex, sagði hún og tók fram kvittanaheftið. Maðurinn tók upp fjölda af velkt- um seðlum, og þegar Kathie rétti honum kvittunina, leit hann enn á hringinn og sagði enn: Cherrydene Terrace nr. 7. Hringurinn kom aftur af vinnu- stofunni kortéri fyrir fimm, og þeg- ar Kathie prófaði hann á fingrin- um, var hann of lítill. Hún andvarp- aði, er hún lagði hann í öskjuna og stakk henni í töskuna sína. Hún hafði enga matarlyst þegar hún kom heim og móðir hennar varð áhyggjufull. •— Ætlarðu að hitta hann Tuma? Kathie kinkaði kolli. — Sama tíma, á sama stað, sagði hún drunga- lega. Henni þótti vænt um að hún hafði aldrei minnzt á hringinn við móður sína. Skömmu fyrir sex fór hún í káp- una og setti upp hattinn og gekk hægt niður Cherrydene Terrace. Það var regluleg úthverfisgata með trjám og húsum á báðar hliðar; þau voru hvert öðru lík, eins og baunir í baunaskál. Dyr og gluggar eins, jafnlitlir blettir fyrir framan og lág- ar grindur meðfram gangstéttinni. Það var bjart í ganginum á númer sjö, og þegar hún hringdi, heyrði hún karlmannsrödd kalla: — Ég skal opna, og að vörmu spori stóð Tomblin brosandi andspænis henni. — Eruð þér með hann? hvíslaði hann og Kathie leitaði í töskunni. — Hver er þetta? vai' kallað inn- an úr eldhúsinu, svo opnuðust dyrn- ar og ljóshærð stúlka með svuntu kom fram í ganginn. Hún starði dálítið forviða á Kat- hie, og maðurinn tók um axlirnar á henni og dró hana nær. — Þetta er hún — stúlkan mín, Stella heitir hún. Hún var toginleit, og ef augun hefðu ekki verið svona ljómandi af hamingju, mundi Kathie hafa tekið eftir hrukkunum kringum þau. — Hann Dick er svo ertinn, sagði hún. Honum dettur svo margt í hug. Hefur hann boðið þér í glaðning- inn? Richard sneri sér að Stellu. — Leggu aftur augun? skipaði hann, — og réttu fram höndina. Stúlkan hlýddi, og þegar hún opn- aði augun aftur, var hringurinn kominn á fingur henni. — Dick! Hún stóð á öndinni af undrun. — Þetta er trúlofunarhringurinn þinn, sagði hann hátíðlegur. Nú heyrðist umgangur fyrir ofan þau og þegar Kathie varð litið upp, sá hún tvenna gilda krakkafætur í stig- anum. Og svo birtust tvö andlit, ný- þvegin og með gult hár, sem var greitt upp, svo að það var eins og koffur. — Hver er þetta, mamma? Ricard Tomblin hljóp til og tók krakkana á handlegginn. — Þetta er sonur minn og dóttir mín, sagði hann hátíðlegur, en Stella starði á rúbíninn, sem glitraði við hliðina á giftarhringnum hennar. — Ó, Dick! andvarpaði hún — Þetta er meiri íburðurinn! — Þú hefðir líklega fremur vilj- að þvottavél, sagði hann og létst vera vondur, — en nú hefurðu ver- ið gift fimm ár í dag, telpan mín, og þá finnst mér nú mál til komið að þú trúlofist líka. Hann sneri sér að Kathie. — Fyrir fimm árum, sagði hann lágt, — hafði ég ekki efni nema á giftingarhringnum. Ég hefði getað frestað giftingunni og gefið henni trúlofunarhring, eins og aðrir gera. En Stella vildi ekki fallast á það. Hún vildi koma sér upp heimilinu sem fyrst. — Hann Dick átti enga foreldra, skilurðu, sagði Stella, — Hann ólst upp á barnahæli. Maðurinn hennar klóraði sér hugs- andi bak við eyrað. -— Mér hefur alltaf fundizt trú- lofunarhringurinn vera táknrænn, sagði hann. Og Kathie kinkaði kolli og gat ekki sagt nokkurt orð. — Tákn þakklætis fyrir allt ástríkið, sem maðurinn þarfnast hjá einni einustu konu í veröldinni — og ég sór þess dýran eið, að undir eins og ég hefði efni á því, skyldi ég kaupa trúlofunarhringinn. Jæja, og nú hef ég keypt hann. Hann varp öndinni ánægður. — Og nú, frú Tomblin — hann þrýsti vörum að enninu á henni, — eftir fimm yndis- leg ár ætla ég að trúlofast þér upp á nýtt. — Kathie færði sig fram að dyr- unum. — Þú borðar vonandi með okkur kvöldverðinn? sagði Stella Tomblin. -— Ég hefði gjarnan viljað gera það, sagði Kathie afsakandi — en ég á að hitta mann klukkan sjö. Tumi beið á venjulega stefnumóts- staðnum þeirra. Kathie tók undir handlegginn á honum og rak á eftir honum inn í bæinn. — Ég þarf að sýna þér svolítið, Tumi. — Ó, Kathie, þú veizt, að mér þykir vænt um þig og að það kvel- ur mig að geta ekki keypt hring- inn, en . . . Hún fór með hann að stórum, uppljómuðum búðarglugga. Tumi starði. — Kathie! hrópaði hann og starði eins og töfraður á eldhússkápa og katla. — Þú skalt fá hring, heitstrengdi hann, jafnvel þó að það, verði ekki fyrr en fimm árum eftir að við gift- umst! Fallegasta trúlofunarhring, sem nokkur stúlka hefur fengið. — Því liggur ekkert á, sagði Kat- hie. ★ * £itt afj ktierju * Athugun, sem fram hefur farið í Bnadaríkjunum, hefur leitt í ljós, að ungu stúlkurnar leggja orðið fram meiir hluta kostnaðarins af giftingu sinni. Á síðasta ári lagði ungfrú Ameríka fram að meðaltali þsund dollara, sem hún hafði spar- að undir giftingua. Veizlan sjálf kostar 500—600 dollara, ýmislegt smávegis 200 dollara, og afgangur- inn fer í brúðkaupsferðina. ★ Kaupmaður í Rheydt í Þýzkalandi trúði ekki sínum eigin eyrum, þegar kona ein kom inn í búðina og sagð- ist ætla að kaupa karlmannsfötin, sem voru auglýst í glugganum fyrir 85 aura. Kaupmaðurinn þorði ekki annað en láta konuna fá fötin, en maðurinn, sem gekk frá gluggaaug- lýsingunni, hefur sjálfsagt fengið fyrir ferðina. ★ Listdómari einn hefur fundið að því í Moskva-útvarpinu, að málar- arnir hafi á undanförnum árum gert myndir af Stalin, en vanrækt að langt um of mikið að því að mála mála myndir af nöktu kvenfólki. Allar þessar Stalinmyndir benda á óholla stefnu í listinni, sagði hann, en nú kemst hið eilífa teme raun- sæislistarinnar væntanlega í önd- vegi aftur, innan skamms. ★ Prinsinn af Wales vill ólmur komast í herflotann eða flugherinn þegar hann hefur aldur til. Það er sagt að foreldrar hans hafi afráðið að láta hann ganga í flugherinn. ★ Marlene Dietrich tók að sér að skemmta þrjár vikur í vor á dýr- asta náttklúbb heimsins, í Las Veg- as. Meðal annars söng hún rugg-og- vagg-lög af mikilli snilld. Og kjóll- inn hennar var ekki nein hversdags- flík. Skraddarinn hefur upplýst, að 227.000 kristallsperlur séu á kjónum og þurfti milljón nálarstungur til að festa þær. En sex mánaða verk var að sauma kjólinn. Á herðunum hafði Marlene hvítan feld, gerðan úr bringudún af 300 álftum. DROTTNINGIN DANSAR. — Elizebeth Bretadrottning' var fyrir skönunu á dansleik liinna kgl. lensu- riddara, en hún er heiðursforseti herdeildarinnar. Hér er hún að dansa við einn ofurstann. Á VATNASKÍÐUM. — Það er liægt að leika ótrúlegustu listir á vatnaskiðum. Þessi mynd er frá Cypress Gardens í Fiorida og sýnir þrjá afburðamenn, sem eru að leika listh’ sínar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.