Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Side 2

Fálkinn - 17.07.1959, Side 2
2 FALKINN ■* £itt atf ktierju * Ameríkumaöur í París MARGIR amerískir blaðamenn eiga heima í París, og einn þeirra er Art Buchwald. Hann kom til Par- ísar fyrir 7 árum og œtlaði verða þar nokkrar vikur. Hann er þar enn. Og hann hefur notdð tímann til að kynnast þjóðinni. Þó viður- kennir hann, að enn vetði hann oft steinhissa á Frökkum. Eins og t. d. nýlega, er hann fékk inflúensu og háan hita. Hann naut ekki neinnar samúðar fólksins á heimilinu fyrir það. Eldakonan varð fýld, vegna þess að hann vildi ekki borða allan góða matinn, sem hún brasaði handa honum, og vinnukon- an fúl, vegna þess að hann lá í rúm- inu, þegar hún œtlaði að taka til í herberginu. Nú náði kona Arts í lœkni, og sá gamli hristi höfuðið. Það var ekki aðeins inflúensa, sem gekk að Art, heldur lifrarveiki líka. Frá því augnabliki að lifrarveiki var nefnd, breyttist allt viðhorf gagnvart Ameríkananum. í Frakk- landi er lifrarveikin einskonar heið- ursmerki, eins og orða heiðursfylk- ingarinnar. Allir Frakkar fá lifrar- veiki, stundum oftar en einu sinni. Þeir finna til skyldleika við þá, sem fá þennan sjúkdóm, rœða horfurnar og allir vita um eina meðalið sem sto'öar. Allt hverfið vottaði nú Buchwald samúð sína og heimsótti hann. Elda- konan stóð raulandi frammi í eld- húsi og sauð jurtaseyði handa hon- um. Hún hafði féngið uppskriftina ÁFRAM NÚ! — Norwich, þriðju- deildar knattspyrnusveitin enska, sem kom öllum á óvart með því að gera jafnan leik við knattspyrnu- liðið frá Luton í lokaleiknum um „Bikarinn“, kvað hafa haft mikinn stuðning í þessum leik af örfunar- ópum fylgismanna sinna, sem fjöl- menntu á leikinn. — Myndin er tekin af einum stuðningsmannin- um í næstsíðasta leiknum, sem skrautklæddist áður en hann fór á leikinn (eins og Kötluskáldið og Oddur sterki áður en þeir fóru á Alþingishátíðina). Hann er með kanarífugl með sér, en Norwich- knattspyrnumennirnir ganga undir nafninu „kanarífuglarnir". frá langömmu sinni í Auvergne. Meðan frú Buchwald fór út að verzla, laumaðist stofustúlkan inn til sjúklingsins, og grátbœndi hann um að éta ekki baunir i neinni mynd. Þœr væru baneitraðar fyrir lifrina. Nokkru seinna stóð húsvarð- armaddaman grátandi við rúm Buchwalds. Svona hafði farið með manninrl hennar sáluga, sagði hún. Fyrst fékk hann inflúensu og svo lifrarveiki. Ekkert þoldi hann að borða, ekkert feitmeti, ekki fransk- ar kartöflur . . . ekkert vín, og það var nú verst af öllu. Enda lifði hann þetta ekki af. Hann lognaðist út af. Buchwald var nýsofnaður eftir þessa heimsókn, þegar kaupmaður- inn kom og fór að lesa yfir honum að svefn — aðeins svefn — þyrfti hann að fá, ef hann œtti nokkurn- tima að fá .bata. Skömmu síðar kom rafvirkinn. Enginn vissi betur en hann, hvernig átti að fara með lifr- arveikina. Hreint loft; hreyfing, leikfimi fyrir opnum glugga. Það hafði bjargað lífi hans ■— rafvirkj- ans. Þegar Buchwald var orðinn heið- gulur um allan skrokkinn, þóttist kona hans sjá fram á, að ekki vœri vanþörf á að koma honum í sjúkra- húsið. Þau fengu leigubíl. Bilstjór- inn ók eins og vitlaus maður gegn- um umferðarþvöguna á götunum. Sjúklingurinn veinaði og bað hann eins og guð sér til hjálpra, að aka varlegar. En hinn hélt áfram gapa- akstrinum. Svo barði frú Buchwald í rúðuna og kallaði, dð maðurinn hennar vœri að fara í sjúkrahús, því að hann vœri veikur i lifrinni. Bilstjórinn hægði samstundis á sér. Þegar þau fóru úr bílnum, vildi bílstjórinn ekki taka við vikaskild- ingi, því að farþeginn vœri lifrar- veikur, en kvaddi hjónin með handabandi. Þetta meðlœti hélzt í þrjár vikur, segir Buchwald. Aldrei á œvinni hafði hann lifað innan um jafn elskulegt og nœrgœtið fólk, segir hann. Það lá við að hann óskaði að hann losnaði aldrei við guluna. Að minhsta kosti ætlar hann fram- vegis alltaf að gera sér upp lifrar- veiki, ef hann vill opna sér leið að frönskum hjörtum. ★ Hún var seld tveimur Ægileg viðureign varð nýlega í sigaunabúðum í Álghult í Svíþjóð, svo að fimm lögreglumenn urðu að skakka leikinn. Ástœðan var sú, að faðir ungrar stelpu og laglegrar hafði selt hana — ekki einum brúð- guma heldur tveimur. Þeir höfðu hvor um sig borgað 6000 krónur fyrir stúlkuna, og því ekki nema eðlilegt, þó að hvor vildi hafa sitt. Og þá var gripið til hnífanna. Reynt hefur verið að koma sœttum á, þannig, að brúðgumarnir eigi stúlk- una sitt árið hvor. TÍBET-BÚAR VIÐ MINNISLUND GANDHIS. — Sendinefnd sú, sem Tíbetingar gerðu út á fund Nehrus, undir forustu Lukhangwa forsaúisráðherra, sést hér á myndinni stödd við minnislund Mahatma Gandhis, en þar lagði hún niður blómafléttur og sveiga og hvíta borða. Eini skeggjaði maðurinn á mvndinni er Lunkhangwa forsætisráðherra. Blátt OMO skilar yður HVÍTASTA ÞVOTTI í HEIIVII — Cihh/tj bejt mtilitah

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.