Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Side 4

Fálkinn - 17.07.1959, Side 4
4 FÁLKINN M SKA Ti" untlii' ntÞröurísa „NAUTILUS“-förin frá Beringssundi og í opinn sjó norðvestur af af íslandi hefur að verðleikum verið mikið rómuð, sem merki- l&gt afrek. Birti FÁLKINN hrafl úr þeirri sögu í vetur. En ann- að afrek hefur verið í skugganum, sem sé för „Skate“, sem kom á Norðurpólinn á undan ,,Nautilus". — Nú hefur „Skate“ gert aðra ferð um pólsvœðið. Má ekki minna vera, en birt sé frásögn foringja þessa kafbáts, Calverts kapteins, um fyrstu kafbáts- komuna á pólinn. Þessa frásögn lét hann blöðunum í té, er hann kom til Oslóar í fyrra. Ég skal byrja mál mitt, segir Calvert, með því að segja dálítið frá þessu óvenjulega skipi mínu. Ef við hefðum ekki átt atómknú- inn kafbát, mundum við ekki hafa farið þessa ferð jafn slyðrulaust og raun varð á. Við höfðum ótak- markaða orku til umráða. Engin hætta á að við lentum í eldneytis- hraki. Það er þröngt hérna um borð, en þó skárra en í flestum kafbátum. Mikilsverðast er kannske, að við höfum alltaf nóg af hreinu lofti. Að ýmsu leyti er hægt að bera vandamálin okkar saman við þau, sem geimfararnir verða að glíma við, þegar þar að kemur, í rakettuskipunum. Hver veit nema þeir hafi gagn af reynslu okkar, ef þeir skjóta sér einhvern- tíma út í geiminn. Lofthreinsunin er ofur einfalt mál. Öll óhreinindi og efni, sem ó- æskileg eru, hreinsuð úr með kem- iskum aðferðum, og nýju súrefni úr stórum geymirum blandað í loftið. Hérna niðri í kafbátnum er ágætt loft núna, gestir góðir, og svona er það alltaf. Hitinn er alltaf jafn, 22. stig C. Atómstöðin er af sömu gerð, í aðalatriðum, og sú sem er í „Nau- tilus“. En okkar er nýrri og þess- vegna er hún að sumu leyti full- komnari. Til dæmis skal ég geta þess, að skipshöfnin okkar verður fyrir miklu minni kjarnorkugeisl- un, þegar við erum undir ísnum, en fólk flest, þegar það labbar um göturnar í sólskininu. Undir ísnum Ólafur konungur kom um borð í „Skate“ og skoðaði skipið hátt og lágt. Hér sést konungurinn og skip- herrann. og nokkurra metra sjó erum við gersamlega varðir gegn kosmiskum geislum, og frá orkuvélinni okkar er engin geislun. Á Bandaríkjaþingi 1955 var samþykkt að smíða „Skate“ og kjölurinn að þessum þriðja atóm- bát Bandaríkjanna var lagður 21. júlí sama ár. Honum var hleypt af stokkunum í Connecticut 16. maí 1957 og reynsluferðirnar hófust 27. október. Sex mánuðum undan á- ætlun. Reynsluferðirnar sýndu, að „Skate“ gerði betur en að full- nægja kröfunum, sem gerðar höfðu verið til hans. Bandaríkjaflotinn tók við „Skate“ 23. des. 1957, og var til taks í flotaæfingarnar, sem hófust 31. janúar. Fyrsta langferðin var farin í mars; þá sigldum við í kafi út i Atlantshaf. Á rúmum 7 dög- um sigldum við 2828 mílur sam- fleytt í kafi, og var það nýtt met. Tveimur mánuðum síðar settum við annað met. Þá var „Skate“ í kafi í meira en 31 dag, án þess að „anda að sér“ nýju lofti. Áhöfnin mín, sem er sú besta, sem ég get hugsað mér -—■ jafnvel „Nautilus" hefur ekki betri áhöfn — kenndi engra óþæginda af þessari löngu köfun. NORÐURPÓLSFÖRIN. Hún hófst, er við létum í haf frá New London 30. júlí. Við fór- um norður með Grænlandsströnd og sáum ekki ís fyrr en á 80. breiddarstigi. Lengst af leiðinni höfðum við farið í kafi, með 16 mílna hraða á vöku. Stundum komum við upp í sjávarborðið. Atómkafbátar eru miklu fremri fyrirrennurum, sem notuðu dieselhreyfil og rafmagn. Þeir vildu helzt vera ofansjávar, er þeir gátu, en við viljum fullt eins vel sigla í kafi. Við komum að ísnum 10. ágúst og vorum þá ofansjávar. Nú fórum við í kaf og héldum áfram með stefnu á sjálfan pólinn. Ekki urð- um við varir við fisk. Það eina kvika, sem við sáum voru marg- lyttur. En af þeim var mesti sæg- ur, sérstaklega þar, sem vakir voru í ísnum. Þessar vakir skýrðum við glugga. Þær voru okkur líka glugg- ar. Ég stefndi skipinu upp í þessar vakir nokkrum sinnum. En til þess þarf mikla varúð og athugun. Víðast hvar eru vakirnar ekki stór- ar, og það kemur fyrir, að þær lokast snögglega. Stundum sáum við sel í þessum vökum. Og einu sinni hvítabjörn. Hann mun hafa orðið forvitnari en hann varð hræddur, er hann sá „Skate“ skjóta upp í vökinni. Hann sat góða stund á vakarbarminum og góndi á okkur. Svo labbaði hann á burt, sennilega vonsvikinn yfir því, að við vorum ekki selur eða eitthvað annað ætilegt. Annars var dýralífið fáskrúð- ugt. T.d. sáum við enga fugla. En vitanlega stóðum við ekki vel að vígi með að rannsaka dýralífið. Lengst af vorum við undir 3—4 metra þykkum ís. ÞORP Á HJARNINU. Við komum fyrst á pólinn 12. ágúst. Héldum svo austur til Beringssunds, yfir neðansjávar- fjallgarðinn Lomonosov. Þann 15. ág. heimsóttum við eina af vísinda- stöðvunum, sem Bandaríkin hafa á hjarninu; hún heitir Alpha. Hún er ein af mörgum stöðvum, sem settar voru upp í tilefni af jarð- eðlisfræðiárinu. Heimsókn okkar var óvænt, en vakti fögnuð eigi að síður. „Skate“ var bundinn við vakarbarminn og þarna varð mikill fagaðarfundur. Skrítið atvik kom fyrir, þegar við fórum að bera saman ráð okkar um hvernig við ættum að halda þessa samfundi hátíðlega. Það kom sem sé á daginn, að tíu stunda munur var á klukkunum okkar. •— Þeir á Alpha höfðu Alaskatíma, en ég hafði haldið mér við Green- wichtíma. Þarna á hjarninu voru aðeins 29 menn, en við vorum 105, svo að okkar tími var látinn gilda. Það var skrítið að rekast á þenn- an hóp þarna, smáþorp í ísauðn- inni. Þarna var talsverður umbún- aður, og mennirnir bjuggu í smá- húsum af sérstakri gerð. Samt verð ég að segja, að það hlýtur að reyna á þolrifin, að eiga að vera mánuðum saman á svona stað. Þeir, sem þar dvelja, eru einangr- aðir, útilokaðir frá heiminum, sem þeir hafa vanist. Þeir hafa lítið fyrir stáfni, er þeir hafa lokið at- hugunum sínum, á ákveðnum tím- um sólarhringsins. Isinn hreyfist hægt og verkið er það sama, dag eftir dag. Mér fannst þeir þarna nærri því öfunda vísindamennina okkar um borð í „Skate“, sem þutu áfram með 16 mílna hraða og gátu ráðið í hvaða stefnu þeir fóru og hverskonar athuganir þeir vildu gera. Ég skal í þessu íam- bandi geta þess, að síðan ,,Fram“ rak í ísnum þarna forðum, hefur „Skate“ siglir frá New London 30. júlí í fyrra, í norðurferðina frægu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.