Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 5
FALKINN 5 Foringinn á „Skate“, herkapteinninn Carvert, er 39 ára. Aleiiin með 7 ijónuwn enginn leiðangur gert jafn marg- ar athuganir á þessum slóðum, sem við gerðum í förinni. Annars er það eftirtektarvert, að mælingarnar, sem Friðþjófur Nan- sen gerði, með frekar ófullkomnum tækum, reyndust svo nákvæmar, að nýtískutækin okkar hafa ekki getað fundið neinar verulegar skekkjur á þeim. Meðan við stóðum við á Alpha, fór að hvessa, og ísinn, sem við vorum staddir á, brotnaði. Það er óhugnanlegt að sjá hvernig vind- urinn getur látið þarna. Við urð- um að rífa járnkarlana, sem við höfðum rekið í ísinn, upp í skyndi og draga inn landfestarnar. Og svo héldum við af stað á norðurpólinn í annað sinn. LEYNILEG SIGLINGAFRÆÐI. Þann 17. ágúst fórum við ör- stutta ferð kringum hnöttinn. Við sigldum kringum pólinn á breidd- arstiginu 59.59. Sama dag komust við upp í vök skammt frá pólnum. Þar var ekkert að sjá, nema óend- anlega ísauðn. Þarna sást enginn lífsvottur. Því miður get ég ekki sagt frá hvernig maður stýrir skipi undir ís. Það eina sem ég get sagt er, að við höfðum spáný tæki, og án þeirra hefði verið ókleift að þessi stefnu. Sú kemur tíð, að þessi tæki verða gefin frjáls, svo að öll skip geti notfært sér þau, og hver veit nema verzlunarskip framtíðar- innar kjósi að sigla undir ísa norð- urpólsins til þess að stytta sér leið m'illi Atlants- og Kyrrahafs. Okk- ar ferð var farin á herskipi, og ég dreg ekki dul á, að hún hefur haft mikla hernaðarþýðingu. En við höfum líka safnað ómetanlegum vísindalegum athugunum, eins og áður er sagt, sem síðar koma mannkyninu að notum. En sjálfur er ég ekki í vafa um, að í framtíð- inni munu verzlunarskip fara þessa norðurleið okkar. Þann 20. ágúst komum við und- an ísnum aftur fyrir norðan Sval- barða og héldum beina leið til Bergen. Mér fannst það dálítið táknrænt, að við skyldum fyrst koma í bæinn, sem gamla „Nau- tilus“ sir Huberts Wilkins liggur á hafsbotni við. Ég met mikils það starf, sem mennirnir á því gamla skipi unnu. Án þess sem þeir braut- ryðjendur, að ég ekki nefni norsku garpana, Nansen, Amundsen, Otto og Harald Sverdrup, unnu, hefði okkur verið ómögulegt að fara norðurferðina á jafn öruggum grundvelli og við gerðum. Mótttökurnar, sem við fengum í Bergen, sýndu og sönnuðu, að Norðmenn fylgjast með áhuga með öllu því, sem gerist í norðurhöf- um og á norðurísum. Ég var gagn- tekinn af þeim og ekki síður af viðtökunum í Osló. Og þar hef ég fengið að sjá FRAM, hið gamla skip Amundsens og Nansens. MÖGNUÐ MJÓLK. Rosetta heit- ir verðlaunakýr Christians Auguste bónda í Neufgrange við Metz. Hún komst í perusafa, sem var í gerjun, og slokraði í sig 19 lítra, og afleið- ingin varð sú, að hún slagaði og iagðist loks fyrir á veginum og sofn- aði. — Vitanlega rann af-Rosettu eftir hæfilegan tíma, og hún var mjólkuð. En fyrsta mjólkið, sem úr henni kom reyndist vera álíka á- feng og sterkt borgundarvín. ★ MATTHEW SUTICLIFFE, í Hali- fax, 42 ára, kom öllum bænum í uppnám með því að láta sjá sig á götunni. Hann hafði ekki komið út fyrir hússins dyr í 30 ár, en fékk að fylgja 82 ára móður sinni út í sjúkrabíl. Fólk þyrptist að úr öllum áttum, og vildi ekki trúa því, að frú Sutcliffe ætti þennan son. Danski villidýratemjarinn Man- fred Benneweis hefur stjórnað ljón- um og tígrisdýrum á fjölleikahús- um í mörg ár og er eins og heima hjá sér í ljónabúrunum. En einu sinni varð hann verulega hræddur. Það var þegar ljósin brugðust með- an hann var inni í búrunum hjá ljónunum sínum. Hann segir svo frá: Allir dýratemjarar eru sammála um, að björninn sé hættulegastur allra villidýra. Hann er miklu við- bragðsfljótari en maður skyldi halda, ■ eftir vaxtarlaginu, og svo sakleysislegur, að það þykir hent- ugt að búa til leikföng í bjarnar- mynd. Tígrisdýrin eru hættuleg líka, en á annan hátt. í þeim er kattareðlið — þau eru lævís. Og þau hænast aldrei að manninum á sama hátt og önnur dýr. Ljón geta hins veg- ar orðið trygg eins og hundar. Ég hrósa happi, að það voru ekki tígrisdýr heldur ljón, sem voru hjá mér í búrinu þegar ljósið slokknaði í miðri sýningu. í ár sýni ég tígris- dýr — í fyrra voru það ljón. Sjö ljómandi falleg ung ljón, gælin eins og kettir. Við vorum að sýna í Aars. Cirkus Benneweis. Sýningart j aldið var troðfullt. Skemmtiskráin gekk eftir áætlun. Hestar, trúðar, fimleikamenn og riddarar höfðu lokið sýnum þáttum og ég var byrjaður á ljónaþættin- um. Ég var kominn að því atriði er ég tek hrátt ketstykki milli tann- anna og læt eitt karlljónið koma og glefsa bitann undan nefinu á mér. Fólkið hélt niðri í sér andan- í nSHainyrkri og rétti fram hausinn til mín. Og þá .... -----Allt í einu varð koldimmt í tjaldinu. Einhver kona æpti upp. Það skrölti í stólunum. Ég sá ekki nokkra skímu en fann á lyktinni hvar ljónin voru. Ljósaleiðslurnar í tjaldinu fengu rafmagn frá bæjarveitunni. Allur bærinn var í myrkri. Hefði þetta verið venjulegt skammhlaup mund- um við hafa gert við það undir eins. En hvar var nú rafmagn að fá? Eli Benneweis sirkusstjóri, bróð- ir minn, varð fyrstur til að segja eitthvað. Hann heyrðist kalla í myrkrinu: Allir verða að vera ró- legir! Reyndu að láta ljónin fara upp á kollstólana! Mér fannst undarlegt að standa þarna í búri hjá ljónunum án þess að geta séð þau, en heyrði bara, að þau voru að bylta sér. Ljónið, sem átti að glefsa ketbitann, hafði snú- ið frá og æddi fram og aftur í búr- inu. Eitt kvenljónið fór að urra. Og þetta var ískyggilegt urr. Ég lét smella í keyrinu svo að ljónin skyldu ekki vaða á mig. Þau héldu sig í fjarlægð en voru óróleg. Svo náði ég í kveikjarann minn. Frá honum kom fyrsta skíman, sem rauf myrkrið. Ég heyrði lágt uml frá fólkinu kringum búrið. Bróðir minn hafði nú náð í nokkrar luktir úr dýrageymslunni. En þær dugðu ekki. Ég gat ekki komið ljónunum inn í göngin að búrinu fyrir utan tjaldið. En svo komu sterk kastljós úr tveimur áttum. Tveir flutningabíl- arnir okkar höfðu verið færðir að um. Dauðaþögn. Ljónið urraði lágt Framh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.