Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Page 8

Fálkinn - 17.07.1959, Page 8
8 FALKINN Auðvitað var þetta allt Petrov að kenna. Það var hann sem togaði hann með sér til þessa ógeðslega Lohov — sjálfan langaði hann ekk- ert til að fara út þetta kvöld. Hann hafði fengið léðar nokkrar bækur eftir Manien-Sibirijak í bókasafn- inu og var að hlakka til að lesa þær þegar fíflið hann Petrov kom inn til hans og svo að segja togaði hann út með sér með valdi. Þegar þeir komu til Lohov voru ýmsir gestir þar fyrir. Suma þeirra þekkti hann, þeir voru af sömu skrifstofunni, sem hann starfaði í sem gjaldkeri, aðra hafði hann aldrei séð áður. Fyrst í stað drukku þeir te og töluðu saman um daginn og veg- inn; en fjörugar urðu samræðurn- ar ekki því að einn gesturinn var í GPU-einkennisbúningi. Svo fór GPU-maðurinn og þá tók Lohov undir eins fram nokkrar brenni- vinsflöskur og stakk upp á að þeir skyldu spila chemue-de-fer. Þá hefði hann átt að þakka fyrir sig og fara. En hann sat sem fastast — og var í óheppni allt kvöldið. Hvenær sem hann fékk átta hafði honum að kenna. Hvers vegna kom hann og ginnti mig til þessa þorp- ara, Lohov .... Ég hefði getað setið heima og lesið. Þá hefði ekk- ert orðið að. Þeir gengur þegjandi áfram. Á horninu á Öreigastræti skildu þeir; Petrov hélt áfram en Petr sveigði inn í hliðargötuna. Fyrst núna eftir að hann var orð- inn einn og það fór að renna af honum í svölu hressandi loftinu, fór hann a hugsa um hvernig hann ætti að ná í peningana. Fimm hundruð rúblur! — Ég borga þá aldrei, tautaði hann. En fann undir eins að það gat ekki komið til mála. Hvað mundi Petrov og hinir kunningjarnir segja? —- Dreng- skaparskuld, sagði hann fyrirlitlega, það er ekki annað en gömul kerl- ingabók. En hann gat ekki annað en haldið áfram að hugsa um hvern- ig hann ætti að komast yfir þessa peninga. Ef hann seldi úrið sitt . . og hin fötin .... og kannske vetr- arfrakkann? Nei. í fyrsta lagi mundi það ekki hrökkva til, og í öðru lagi —- hvernig ætti hann að komast af frakkalaus það sem eftir var vetrarins? Lánað .... Hvar? en : Fimwn hundruð rúhlur mótspilarinn níu, þegar hann fékk sjö höfðu hinir átta. Hann hafði ekki mikið fé á sér, þetta var seint í mánuði. Svo fékk hann til láns hjá Lohov — fyrst fimmtíu rúblur, svo fimtíu í viðbót .... og svo hundrað .... og ........ Lohov græddi í sífellu. Rúði hina inn að skyrtunni. Petrov sagði: •— Svei mér ef ég held ekki, að þú hafir selt fjandanum sálina, úr því að þú græðir svona! Um tólfleytið var hann orðinn fullur og mundi ekki meira. Petrov vakti hann. — Hæ, Alexejevitsj .... nú skulum við fara heim. Hann opnaði augun og riðaði þegar hann stóð upp. Hinir voru komnir fram í ganginn og voru að fara í frakkann. Lohov stóð í dyr- unum. Petr Alexejevitsj slagaði til hans. — Ég hef líklega tapað talsvert miklu sagði hann. — Hve mikið skulda ég þér? Lohov tók upp minnisbók og leit í hana. — Fimm hundruð rúblur, sagði hann rólega. — Hvenær heldur þú a þú getir borgar þær? Þú þarft auðvitað ekki að borga allt í einu. Petr Alexejevitsj varð fokvondur. — Þú skalt fá peningana .... segjum .... ekki á morgun heldur hinn. Lohov glápti forviða á hann og þá reiddist Petr enn meira. — Já, hinn daginn! öskraði hann. — Hittu mig klukkan átta fyrir utan Sovétstarfsmannaklúbbinn. Þeir fóru út á götuna. Nóttin var hljóð og köld — strætin mannlaus og eyðileg. Hinir gengu til vinstri en Petrov til hægri. — Skrambi varstu óheppinn í kvöld, sagði Petrov. Petr Alexejevitsj leit hatursfull- um augum til hans. Þett'a var allt Hjá hverjum? En einhversstaðar neðan úr hugskoti var hvíslað að honum: - Flónið þitt, þú getur feng- ið lánað úr sjóðnum þínum. Vitan lega geturðu gert það. Taktu fimm hundruð rúblurnar þar .... þú getur svo borgað þær aftur smátt og smátt .... fimtíu rúblur á mán- uði kannske. Þú getur sparað þessa peninga með því að neita þér um kvikmyndir og leikhús, og reykir eitt bréf af vindlingum á dag, í stað tveggja núna. Tíminn seiglaðist áfram Fimmtu- dagur í dag — rólegt í skrifstof- unni. Það sem Petr Alexejevitsj sat gat hann séð Petrov, sem grúfði sig yfir höfuðbókina. Og beint framundan sér sá hann hinn gjald- kerann. Sjálfur hafðist hann ekkert að, nema að krota eitthvað á papp- írsblað. Svo varð honum litið á það, sem hann hafði verið að krota og varð lafhræddur. Blaðið var allt útkrotað með tölunni 500. Hann reif það í smátætlur og fleygði því í bréfakörfuna. Loks sló klukkan fjögur högg. Petrov skellti höfuð- bókinni aftur og stakk henni í skúffuna. Hinn gjaldkerinn raðaði peningunum í kassann og fór með hann að peningaskápnum. Petr Alexejevitsj stalst til að líta á hann, greip svo seðlabunka — hann hafði tekið hann frá fyrir löngu — og stakk honum í innvasann á jakk- anum. Hendur hans skulíu þegar hann tók saman hina peningana og raðaði þeim í kassann sinn. Hann var svo stirður í fótunum þegar hann gekk að peningaskápnum. Hinn gjaldkerinn stóð og beið eftir honum. Petr Alexejevitsj flýtti sér að stinga kassanum inn í skápinn. — Þú ert svo fölur og gugginn í dag, sagði félagi hans. —• Já, ég er hræddur um að ég sé með influensu, sagði Petr Alexe- jevitsj og varp öndinni. Um kvöldið sat Petr Alexe- jevitsj lengi og var að reikna á blað: 6 bíómiðar —- 3 rúblur 30 vindlingabréf — 4.50 Strætisvagn 60 sinnum — 6.00 15 miðdegisverðir — 15 rúblur. Hann starði örvæntingaraugum á reikninginn. Þetta var allt og sumt sem hann gat spara® á mán- uði. Ttuttugu og átta og hálf rúbla .... en hann þurfti að spara fimm hundruð. Þrisvar-fjórum sinnum tók hann upp veskið með pening- unum, sem hann hafði „fengið að láni“ í sjóðnum og taldi pening- ana. 500 rúblur! Sem þorparinn, hundinginn, bófinn Lohov átti að fá. Þetta gerði hann brjálaðann! Það var talsverð gola um kvöld- ið er hann gekk niður að ánni, þang- að sem Sovétstarfsmannaklúbbur- inn var. Skafrenningurinn var svo mikill að ekki var hægt að sjá yfir þvera götuna. Einu sinni nam hann staðar til þess að kveikja sér í vind- lingi, hlífði loganum með lófanum. Þegar hann leit upp sá hann að hann var staddur fyrir framan hvítt þrílyft steinhús. Þar var stórt spjald með bókstöfunum GPU! Hann fékk hjartslátt og sviti kom út á enninu á honum. Hugsum okk- ur ef endurskoðandinn kæmi. Og uppgötvaði að fimm hundruð rúbl- ur vantaði í sjóðinn. Hann lokaði augunum. Sá sjálfan sig í anda inni í þessu húsi, með sinn hermann á hvora hlið. Honum mundi ekki verða vægt, hann var ofurstason- ur. Það mundi fara á sömu leið fyr- ir honum og gjaldkeranum íTserab- kap. Rekinn upp að múrvegg, sjá sex byssuhlaupum miðað á sig — sex, lítil svört göt, og dauðann í hverju gati. Hann greikkaði sporið, það lá við að hann hlypi við fót. Þegar hann kom á hornið á Októbergötunni gat hann séð klúbbhúsið stóra. Klukk- una vantaði tíu mínútur í átta, en Lohov var kominn. Hann stóð við húsdyrnar og sneri bakinu að hon- um, og var að lesa einhverjar aug- lýsingar. Hvenær var það, sem honum datt það í hug? Var það meðan hann stóð fyrir utan GPU-bygginguna? Eða núna meðan hann gekk þarna framhjá horninu. En það kom í einni svipan. Enginn mundi sakna Lohovs. Hann var meira að segja utanbæjarmaður. Og ferðaðist svo mikið. Þá gæti hann sett pening- ana á sinn stað undir eins á morg- un. Þurfti ekki að óttast GPU... Allt færi vel. Þegar Lohov væri dauður ...... Lohov leit við. — Ég kom of snemma, sagði hann. — Gott kvöld, Petr Alexejevitsj. — Gott kvöld. Já, þér komuð of snemma, sagði Petr Alexeljevitsj stamandi. — Ég hef .... ég hef ekki fengið peningana ennþá. Viljið þér .... gera svo vel að bíða hérna meðan ég fer inn og næ i pening- ana? Hann gekk að dyrunum. Nam staðar og sneri sér við. — Það er svo hvasst hérna, kall- aði hann til Lohovs. — Farið þér út að horninu, þar er skjól. Lohov leit hissa á hann en gegndi og fór út að horninu. Petr Alexejevitsj hljóp inn í ganginn, upp í stigann en nam staðar á fyrsta palli og hljóp niður aftur. Stóð þarna í dimmunni og

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.