Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 9
FALKINN y vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað átti hann að gera. Lohov beið þarna. Og hann ætlaði sér að drepa hann. Vopn varð hann að hafa! Allt í einu mundi hann að venjulega var öxi fyrir utan dyrnar hjá húsverðinum. Hann hljóp inn ganginn og þreifaði fyrir sér. Þarna var hún. Svo hugs- aði hann sig um. Laumaðist svo út um bakdyrnar. Torgið var bak við Klúbbhúsið, en mjó gata framan við búðaröð- ina. Þar var dimmt og engin mann- eskja, en mikill skafrenningur og vindurinn vældi eins og hópur hungdaðra úlfa. Petr Alexejevitsj hljóp út að horninu og gægðist. Þarna stóð Lohov, fimmtán skref undan og sneri bakinu að honum. Petr Alexejevitsj kreppti hönd- ina að axarskaftinu og læddist. Eitt skref .... tvö .... fimm .... sjö .... Bara að hann liti nú ekki við! Þá mundi hann undir eins sjá öx- ina .... En Lohov horfi á inn- göngudyrnar. Tólf .... þrettan skref .... Petr Alexejevitsj reiddi öxina .... steig eitt skref enn. Öxin blikaði í loftinu og féll á höfuð Lohovs. Hann hneig niður án þess að stuna heyrðist og lá þarna eins og svart hrúgald í hvítum snjónum. Petr Alexejevistj sleppti öxinni og starði á manninn, sem lá þarna við tærnar á honum. Hann hreyfði sig ekki .... hann var steindauður! Og hann hafði drepið hann .... hann var morðingi .... Hurð heyrðist skella. Petr gægð- ist fyrir hornið. Einhverjir komu út úr Klúbbhúsinu, hlæjandi og mas- andi út á götuna. „Hvernig geta þeir hlegið? Ég hef drepið manninn,“ hugsaði Petr Alexejevistj með sér. Hann leit snöggvast á líkið og hljóp niður að torginu. Hann var kominn að bak- dyrunum þegar hann sneri við og hljóp aftur til baka. ,,Ég verð að fela hann .... og koma öxinni á sinn stað,“ muldraði hann. Tók í fæturna á líkinu og dró það og tróð því inn undir einn varningsskúrinn eins langt og hann gat. Rótaði svo snjó yfir. Svo hljóp hann eftir öxinni. Þegar hann tók hana upp sá hann stóran blóðblett þar sem líkið hafði legið. Hann rót- aði snjó yfir. Líka sáust blóðdrefjar þar sem hann hafði dregið líkið. ,,Það sést ekki á morgun,“ taut- aði hann. „Það snjóar.“ Hann fann allt í einu að hann var svo þreyttur, að hann gat varla staðið. Aðra nóttina eftir morðið — þá fyrst svaf hann eins og steinn — dreymdi hann Lohov. Honum fannst hann sjá verslun- arskúrinn. Hann hafði tekið eftir skiltinu á honum. „Járnvörur — Popov“ stóð þar. Og hann sá hönd, sem var að róta í snjónum. Nú sást rifa undir gólf- inu og í henni sá hann andlitið á Lohov, sem brosti til hans. Það skein í tennurnar á honum. Þá æpti Petr Alexejevitsj og vaknaði. Vatt sér fram úr rúminu og kveikti ljós. Og lét það loga þegar hann fór upp í aftur. Þegar hann var að drekka teið sitt í skrifstofunni kom Petrov til hans. — Þú lítur svo illa út. Ertu veikur? sagði hann. — Ég hef inflúensu, svaraði Petr og beygði sig yfir teglasið, blés á teið, þó það væri kalt fyrir. — Bara að það sé ekki annað verra, sagði Petrov. Þú hefur lagt af líka. Hann stóð kyr og reykti. — Veistu að Lohov er farinn? — Einmitt það, reyndi Petr að segja sem eðlilegast. — Já, hann er horfinn. Svo beygði Petrov sig að Petr og hvísl- aði: — En kanske er hann ekki far- inn. Kanske hefur GPU sett hann inn. Þú veist að hann hefur fengist við brask. Hann fór ekki í skrifstofuna daginn eftir. Hinsvegar fór hann niður á torgið. Gekk þar um, keypti sér bréf af vindlingum á einum staðnum og nokkur epli á öðrum. En það var eins og einhver dularmáttur drægi hann að skúrn- um með: „Járnvörur — Popov“. Hann gekk þangað og stóð kyr, Popov var roskinn maður, digur. — Viljið þér ekki kaupa eitthvað, borgari? kallaði hann. „Ég verð að kaupa eitthvað“, hugsaði hann með sér. Hann gekk að borðinu og sagði: — Ég þarf að kaupa hengilás. Ódýran lás .... Kaupmaður raðaði ýmsum lásum á borðið. En hræðsla greip Petr. — Hugsum okkur ef Lohov rétti fram lúkuna og tæki í fötin á mér. Hann greip einn lásinn og sagði: — Ég tek þennan. Hvað kostar hann, — Eina rúblu? Petr fleygði rúbluseðli á boi’ðið og flýtti sér burt. — Halló, þér gleymduð lyklun- um! kallaði kaupmaðurinn. En Petr Alexejevitsj flýtti sér enn meira á burt. Þremur dögum síðar er hann var á leið heim úr skrifstofunni sá hann Lohov fyrir framan sig. Hann snarstansaði og horfði á mann- inn, fyrst með undrun, síðan með skelfinu. Svartur frakki .... svört skinnhúfa .... sama stærð og Lohov. Kanske var þetta hann. Kanske var það draumur að hann hefði drepið hann? Hann greikkaði spor- ið, vildi ná í manninn og sjá fram- an í hann, vita vissu sína. í þeim svifum hvarf maðurinn inn í port. Nóttina eftir dreymdi hann Loh- ov. Og þegar hann vaknaði um morguninn hafði hann sáran höf- uðverk. Þegar hann var að hnýta hálsbindið sitt þekkti hann ekki andlitið á sér í speglinum. Hann var fölur eins og nár. Svona leit Lohov líklega út núna. Hann stundi og tók báðum höndum um höfuðið á sér. Hvað hef ég gert? Hvað hef ég gert? stundi hann. Þegar hann kom niður á götuna, sem skrifstofan var við nam hann staðar á horninu og tautaði eitt- hvað. í stað þess að beygja til vinstri að skrifstofunni beygði hann til hægri niður á torgið. Kona stóð við verslunarskúrinn og var að kaupa lás. Popov þrammaði fram og aftur um búðargólfið. Hvers vegna þrammaði hann svona? Hann getur vakið Lohov, hugsaði Petr með sér. Og svo: Hvaða bull er þetta. .... Maðurinn er dauður .... Kaupmaðurinn kom auga á -AL uecý HISSA Frú Simpson, eða réttara sagt hertogafrúin af Windsor, hefur komið öllu í upp- nám hjá fínu frúnum í París. Hún hefur fengið einn bakarann til að baka svokallaðar ,,megrunarkökur“ handa sér. Og nú herma allar hinar þetta eftir, svo að bakarinn hefur orðið að kaupa sér nýtt, stórt bök- unarhús, til að geta fullnægt eftir- spurninni. En enginn- fær að vita um uppskriftina að þessum kökum. Það er leyndarmál hertogafrúarinn- ar og bakarans. ★ Brigitte Bardot var nýlega í sam- kvæmi og þar barst nýjasta kvik- myndin hennar í tal. Ein af eldri frúnum sneri sér að henni og sagði: „Ég vona, að hér sé að ræða um ,,hreinlega“ kvikmynd í þetta sinn.“ — „Já, það getið þér reitt yður á,“ svaraði Brigitte. „Ég baða mig þrisvar sama daginn í henni.“ ★ Þegar Rita Hayworth fór í síð- asta ferðalag sitt frá New York til Evrópu, gaf Rebekka dóttir hennar — tólf ára og dóttir Orson Welles —- þetta ráð: „Nú máttu ekki reykja of mikið, mamma, og ekki verða ástfangin. Hvort tveggja æsir þig upp.“ ★ Bruna Calsecchi, tvítug stúlka á Norður-Ítalíu, varð að fresta brúð- kaupi sínu þegar hún var kornin í brúðarkjólinn, því að hún fékk strengileg boð um að koma strax og fara í herþjónustu. Hún fór og sann- aði, að hún væri kvenmaður og ekki herskyld. í bókunum hafði nafn hennar misritazt og þar stóð Bruno. hann. — Góðan daginn, borgari. Eruð þér kominn til að sækja lykl- ana? Petr kom að borðinu. — Nei, hvíslaði hann. — Ég er ekki kom- inn til að sækja lyklana. Hann horfði á kaupmanninn og spurði laumulega: — Heyrið bér borgari .... Verðið þér var við nokkuð? Er ekkert undir búðinni yðar? — „Hvers vegna er ég að segja þetta?“ hugsaði hann svo með sér. Kaupmaðurinn leit skelkaður á hann. — Hver eruð þér? Hvað eigið þér við? — Ég spyr bara hvort nokkuð sé undir búðinni yðar? — Nei, auðvitað er ekkert þar, sagði kaupmaðurinn og horfði enn meir forviða á Petr en áður. En nú æstist Petr. — Þú lýgur! öskraði hann. — Ég skal sanna það! Hann lagðist á knén og fór að krafsa snjóinn. Hann heyrði að kaupmaðurinn sagði eitthvað, heyrði að fólk kom hlaupandi og kallaði: — Hvað er um að vera hérna? Hann stakk hendinni undir skúr- inn, náði í fótinn á Lohov og fór að toga í .... Einhver konan rak upp angist- aróp...... Kari Linder heitir tólf ára gömul telpa í Möklint í Svíþjóð, sem hef- ur skrítna dægradvöl. Hún veit ekk- ert skemmtilegra en að klifra upp á húsþök og hreinsa reykháfana. Þó hún sé ekki eldri en þetta er hún orðin útlærður sótari, og undir eins og hún hefur lokið við lexí- urnar sínar byrjar hún að sóta. Þess má geta, að Arne Linder faðir henn- ar er sótari, svo að eplið fellur ekki langt frá eikinni. ★ Alexandra prinsessa af Kent er nú farin að koma fram opinberlega og er búizt við að hún verði látin taka við ýmsum þeim opinberu skyldum, sem Margaret prinsessu er snattað í núna. Alexandra fékk að sýna sig við brúðkaup Helenu, dóttur greifans af París og Evrards greifa af Limburg-Styrum. ★ Eitt af stærstu vöruhúsunum í New York hefur fengið sér vél- menn — „robota“ — og sett við all- ar inngöngudyr, til að handsama innbrotsþjófa á nóttinni. Eftir fyrstu vikuna var herfangið þetta: níu rottur, fjórir kettir og einn deildarstjóri, sem hafði unnið yfir- vinnu. ★ Sjötti USA-flotinn, eða Miðjarðarhafsflotinn, hefur verið efldur mikið síðan Eisenhow- er bauðst til að taka að sér vernd ríkjanna við Miðjarðarhafsbotn. í honum eru 60 skip, frá flugvéla- móðurskipum og orustuskipum til tundurbáta og landgöngupramma, og 400 flugvélar, en 40.000 manns eru í liðinu. Élaggskipið heitir „Coral Sea“ og er 45.000 lestir, og hefur 100 flugvélar um borð, sem geta flogið 1600 kílómetra frá skip- inu. En væntanlega verður þetta skip látið fara og „Forestall“ sent í staðinn, en það er 60.000 lestir og hefur enn stærri flugvélar, sem komast 2250 km. frá skipinu. For- ustuskip kafbátadeildarinnar heitir „Antietam“ og er 20.000 lestir og hefur 80 flugvélar. Skip þessi þurfa 50.000 lestir af olíu á mánuði og meðan Súezskurðurinn var lokaður eyddu þau birgðum, sem voru fyr- irliggjandi í Miðjarðarhafshöfnum. Foringi flotans er Randall Brown aðmíráll. * — Getið þér ekki hringt seinna. Maðurinn minn er að vinna úti í garðinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.