Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Page 10

Fálkinn - 17.07.1959, Page 10
10 FALKINN BANGSI KIUMPUR Mfjndasaya fyrir börn — Þakka þér fyrir, asni minn. Mikið Varstu vænn að hjálpa mér. En skelfing hljópstu hart! — Ég hljóp svona hart vegna þess, að Prófessorinn var að elta mig. — Og ég var að elta þig vegna þess, að ég þurfti að spyrja þig, hvort þú vær- ir músangúsi. — Hvað veit ég um það. Ég er aldrei kallaður annað en Lisbet! — Vertu sæll á meðan, Prófessor. Ég þarf að líta betur á mylluna þarna, en svo skulum við hjálpa þér að finna maus- angúsann á eftir. — Æ, raninn á mér! Þarna sérðu, Klumpur — það er alltaf jafn ómögulegt að komast inn í þessa myllu! — Nei, það gengur vel. Meiri hlutinn af þér er kominn inn. — Nú skulum við athuga, hvernig myllan lítur út að innan. Ég er alveg eins forvitinn og þú ert. — Farðu frá! Ég vil komast út, Klump- ur. Aldrei skal ég koma þarna inn aftur. Þetta var hræðilegt. Ég fékk hjartslátt alveg fram í brodd ~á rananum. — Mikill heigull ertu! Láttu ekki svona! Sérðu, nú slitnaði kaðallinn. Hjálpaðu mér að standa upp og segðu mér svo, hvað þú varst svona hræddur við. Hvað sástu? — Nú er öll myllan eyðilögð. Þú átt ekkert erindi þangað inn. Hvað sástu þarna inni? — Drauga, Klumpur, hræðilega drauga . . . Líttu þarna á, þarna kemur einn . . . hjálp ... hjálp! — Hvaða bull er þetta. Það er hann Pingo, sem er að koma út, hann hefur mélazt, þegar hann kom inn í mylluna. — Við rifumst svo hræðilega í gær, og hann sagði mér að fara til f jandans. — Og hvað ætlarðu að gera? — Ég verð víst að gegna og fara heim til hennar mömmu. -K Skrítlur -jc Andersen: — Konan mín er leik- inn töframaður. Hún getur gert rifrildi úr hverju sem er. Tveir gamlir námsvinir hittast aftur eftir margra ára viðskilnað og fara að rifja upp gamlar endurminn- ingar. — Svo maður fari úr einu í annað, segir málaflutningsmaður- inn. — Hvernig líður konunni þinni? — Henni liður ágætlega, þakka þér fyrir, segir sýslumaðurinn. — Og er hún eins falleg og hún var forðum daga? — Já, þegar hún vill það við hafa. En hún er helmingi lengur að verða falleg núna en hún var í gamla daga. — Þú hlýtur að hafa verulega sterkan maga, mamma! — Af hverju heldurðu það, drengur? — Hann pabbi sagði við vinnu- konuna, að þú gleyptir allt, sem hann lygi í þig. — Eg gæti farið í bankann og tekið út peninga þegar ég vil. —- Hversvegna gerir þú það þá ekki? — Ég er hræddur um að ég lendi í tukthúsinu fyrir það. — Hvað mundirðu segja ef ég bæði þig um að verða konan mín? — Ekki neitt. Ég get ómögulega hlegið og talað í einu. Lögregluþjónninn: — Má ég sjá ökuskírteini yðar, ungfrú? — Ökuskírteini? Ég hef ekkert ökuskírteini. Einn af ykkur lög- regluþjónunum fékk það hjá mér í fyrra, og hann hefur ekki skilað því aftur. — Píanókennslan hennar dóttur minnar hefur kostað mikið fé. — Jæja. Hafa nágrannarnir höfð- að skaðabótamál?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.