Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 *** LITLA SAGAN -&&& ¦jc NÝ TÓNLIST * OG GAMLIR jc PENINGAR •&•&&•&•&•&'&'&&•&•&'&•&¦&& URIANSEN hattari var tónelsk- ur. Ekkert fannst honum jafn himn- eskt og. tónsmíð eftir Bach, Hándel eða Beethoven. Hann hafði stóra hlaða af verkum þessara snillinga heima og gat setið tímunum saman og hlustað á þau. Jafn innilega og hann elskaði klassiska snillinga, jafn hatramlega fyrirleit hann alla nýtízku tónlist. Sérstaklega var honum illa við har- móníkuna. Hann engdist þegar hann heyrði dragspil. Ungfrú Svendsen, afgreiðslu- stúlkan í hattaverzluninni hans, var alveg öfug við hann í tonlistinni. Hún hafði yndi af léttari tónlist og augnaráðið varð dreymandi, þegar hún heyrði lög um móðurást, ljós í glugga í Dalakofanum og þess hátt- ar. Uriansen bjó tveggja mínútna leið frá hattabúðinni, í gömlu stein- húsi, og þar voru betlimúsíkantar tíðir gestir í portinu. Og venjulega var harmóníkan hljómtæki þessara listamanna. Einn daginn er Uriansen hafði hallað sér og ætlaði að fá sér nón- blund, heyrðist gjallandi í afarhá- værri harmóníku. Tónsnillingurinn tók ekkert tillit til hvíldar hattar- ans. Og það rigndi yfir hann aur- um úr hinum gluggunum. Uriansen var fokvondur. Óskilj- anlegt að fólk skyldi vilja borga peninga fyrir þetta. Hann sá hvern- ig rigndi yfir músíkantinn. Og nú datt honum ráð í hug. Dá- lítið illkvittið að vísu, en mátulegt á þessa túlkendur harmóníkulistar- innar. Svo var mál með vexti, að hann átti fimmtíu króna seðla niðri í skúffu, sem honum hafði láðst að víxla áður en þeir urðu ógildir — verðlausa bleðla, sem honum gramdist alltaf að sjá. Var þetta ekki gott tækifæri til að losna við ógilda peninga? Hann stakk seðlunum í umslag, fór í jakkann og gekk niður í port- ið og lagði sinn skerf í hattinn við fætur harmóníkusnillingsins. Svo gekk hann út á götu til að losna við að heyra afganginn af skemmti- skránni. Þegar hann kom aftur var frið- arspillirinn horfinn og nú gerði Uri- ansen sér von um, að hann mundi ekki koma aftur, eftir að hafa feng- ið þessa sneypingu. Uriansen var í sólarskapi, þegar hann kom í hattaverzlunina morg- uninn eftir. Hánn blístraði fjörleg- an menúett eftir Brahms, og brosti blítt til jómfrú Svendsen, í fyrsta skipti í langan tíma. Svo opnaði hann kassatækið til að líta á söluna í gær. Ungfrú Svendsen hafði verið ein í búðinni seinnipartinn. Skelfingu hans verður ekki með orðum lýst. Efst í skúffunni voru fimm ógildir tíu króna seðlar. „Ungfrú Svendsen!" hrópaði hann, „hvað er eiginlega þetta?" „Fimmtíu krónur," svaraði hún. Uriansen ætlaði að rifna. „Lítið þér betur á þessa seðla!" Svendsen gerði það. „Ó! Þeir eru þá gamlir. Ógildir." „Og þér vitið auðvitað ekki, hver hefur borgað með þeim?" Hún hugsaði sig um. „Það hlýtur að hafa verið harmóníkumaðurinn," sagði hún. Hann var hérna rétt fyr- ir lokunartíma og keypti hatt. Ég tók ekkert eftir seðlunum — við vorum að tala um músík." Uriansen stundi. Honum var svo mikið í hug að honum vafðist tunga um tönn. Uriansen var mjög niðurdreginn þegar hann lokaði búðinni og fór heim um kvöldið. Og ekki létti hon- um, þegar hann sá tónlistarmann, sem hann kannaðist við vera að iðka list sína í portinu. Hann brosti til hans og tók dýfur á dragspilið um leið og hann fór inn. Og við fætur tónlistarmannsins lá flungu- nýr hattur fyrir fjörutíu og níu krónur sjötíu og fimm aura Vitið þér ...? að hundar eru nú notaðir til að leita uppi sprengjur? Það er UNO-herinn í Gaza-eyði- mörkinni, sem tekið hefur upp þessa nýjung, og notaðir eru sér- þjálfaðir hundar, sem fengnir hafa verið frá Svíþjóð. Hundarnir þefa uppi sprengjurnar, og þegar þeir hafa fundið eina, krafsa þeir hring kringum hana í sandinum og setj- ast svo og bíða rólegir þangað til húsbóndinn kemur og launar þeim fundinn með góðu kétbeini. að hægt er að nota sólskinið sem orkugjafa handa talsíman- um? Þessi aðferð er notuð sums stað- ar í Ameríku. Til þess að fá raf- straum handa símanum eru svo- kölluð sólbatterí fest á símastaur- ana. Og talsímaáhöldin eru þannig gerð, að þau komast af með þann veika straum, sem sólbatteríin gefa. NAKIUMAIV - Framh. af 7. síðu. sagði hún. En Assila, sem hafði hlustað á samtalið sletti sér nú fram í: — Hvað áttu við með því, að frændi þinn hafi rétt fyrir sér? Dettur þér í hug að Adham geti alið önn fyrir þér? — Okkur tekst það, sagði Narriman. Ég varð að fara til starfs míns í Kuweit aftur, og Narriman komst undir áhrif móður sinnar. Ég frétti að Narriman hefi heimsótt Saud Arabakonung og tjáð honum vandræði sín. Hún sagði honum að hún væri búin að selja alla dýrgripina frá Farúk, og spurði hann hvort hann vildi hjálpa sér að fá skilnað við Adham. Saud konungur bauð henni að verða gestur sinn í höllinni í Riad. Narriman er enn í Beirut, og ekki hefur verið gengið frá skiln- aðinum enn. ENDIR. * — Ég elska — elska — ELSKA þig! — Ætlarðu þá að giftast mér? — Æ, farðu nú ekki að tala um eitthvað annað. — Er blekið, dýrt? spyr Óli, fjögra ára, mömmu sína. —¦ Nei, svarar mamma. — Hversvegna varð hann pabbi þá svona reiður, þegar ég hellti úr blekbyttunni á gólfábreiðuna hans? ^^^^^^Sffií GEGNUM HÆSTA FJALL EVRÓPU. — Verkamennirnir á myndmni er að fara heim til sín úr Mont Blanc-jarðgöngunum, að loknu dagsverki. Þessi göng, sem ætluð eru bifreiðum, liggja gegn um hæsta fjall álfunnar, milli Entreves í ítalíu og Chamonix í Frakklandi. Þegar göngin verða fullgerð, stytta þau bílaleiðina milli París og Milono um 313 kílómetra og verða fær allan vet- nrinn, þegar flestar leiðir um Alpaskörðin eru lokuð vegna snjóþyngsla. Búizt er við að göngin verði fullgerð 1961.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.