Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Qupperneq 12

Fálkinn - 17.07.1959, Qupperneq 12
12 FÁLKINN 9 ^ rlr rlr rlr t|t Jramlialcliiacja GMAFIN LIFAN0I? % J$& if* i|4 4* ^ Æ/ /0/Æ ^ blindri áit i|i if& &$& i|i ^ ====^\ Framh. Eins og allir sem líta stórt á sig hafði Bruce fyrirlitning á konum, sem urðu ástfangnar af honum. En fyrirlitningin á gáfnafari Lornu var þó mest, því að hún hafði gifst honum. Þegar leið yfir hana þarna hjá Simpson, hafði hún helzt v'iljað fara heim og vildi ekki heyra sjó- ferðina nefnda. En hann þurfti ekki annað en gæla svolítið við hana og kyssa hana — þá var hún undireins fús til að kroppa úr lófa hans aftur. Ekki svo að skilja að það skipti nokkru máli að þau færu með Bainton eða ekki. Gamla konan hafði verið læst 'inni í skápnum í meira en tvo sólarhringa og hlaut að vera köfnuð fyr- ir löngu. Það mundi vera alveg hættulaust að fara heim og „uppgötva“ hana núna. En þessi sjóferð var svo girnileg að hann gat ekki staðist. Auk þess voru Baintonshjónin þannig fólk að það gat borgað sig að vera kunn- ingi þeirra. Hann tók lyklana úr vasanum og opnaði möppuna. Ósjálfrátt leit hann fyrst eftir umslaginu frá bankanum og sá að það var innan um bréf Lornu. Hann tók það úr bréfunum og hélt því fyrir aft- an bak meðan hann gekk að rúminu með bréfin. — Gerðu svo vel, elskan mín. — Þakka þér fyrir. Undir eins og hann sá að Lorna hafði sökkt sér niður í bréfin fór hann að möppunni aftur. Og nú datt honum 1 hug, að það væri nokkuð ógætilegt að hafa umslagið þarna í möppunni. Hann ætlaði að brenna tékkana undir eins og hann fengi tóm til. Hann settist með bakið að rúminu og opnaði umslagið. Gægðist í það, þarna voru tykkarnir. Allir .... hann stirðnaði. Dró þá upp úr og leit á þá. Þetta var ómögu- legt. . . honum hlaut að hafa missýnst... nei. Þarna voru aðeins tvær ávísanir. Sú þriðja, sem gamla konan hafði skrifað FÖLSUÐ á . . . . Hann læsti möppunni vandlega. Lorna lá ánægð bak við hann. — Heyrðu, sagði hún — ég fékk bréf frá Rosemary Axel, manstu eftir henni. Hún var með loðhundlnn um borð á „Isle de France“. Bruce fann að hann var orðinn kaldur af hræðslu. Þriðja ávisunin var ekki í umslaginu. Hafði hún lent með bréfunum, sem hann rétti Lornu? Hann reyndi að sýnast rólegur og slangraði að rúminu, settist og lét sem hann væri að blaða í bréfunum hennar af forvitni. Nei, ávísunin var ekki þar. — Ég á að heilsa þér frá Rosemary. Hún var svo hrifin af þér, ég er viss um að hún sáröf- undar mig. Hugur hans var á fleygiferð. Var hugsanlegt að Lornu hefði farið að gruna, og að hún hefði opnað töskuna og tekið ávísunina? Hann horfði rannsakandi á brosandi andlitið hjá sér — nei það var alveg óhugsanlegt. Já en . . . já, sjálfsagt. Endurminningunni um það skaut upp í honum jafn snögglega og þegar leóparði fleygir sér ofan úr tré. Þegar hann hafði læst gömlu konuna inni i klefanum hafði hann tekið ávisanirnar úr umslaginu til að líta á þaér. Hann hélt, — hann var sannfærður um að hann hefði stungið þeim öllum þremur í um- slagið aftur. En hann hafði verið æstur og flaust- ur á honum. Kannske hafði hann misst þá þriðju þá? Vitanlega. Hún hlaut að liggja á skrifborðinu heima — og orðið FÖLSUÐ mundi hrópa sekt hans beint framan í þann fyrsta, sem kæmi að borðinu. Hann varð að fara heim. Undir eins. Hann mátti ekki missa nokkra mínútu. Hann varð að gerbreyta áætlun'innl, án þess að það vekti nokkurn grun. En hvernig átti hann að fara að því? Svo fann hann ráðið. Það var svo einfalt að sjálfstraust hans óx á svipstundu. Hann hafði misst stjórn á sér sem snöggvast, en það var ekki honum líkt. Bruce Mendham var ekki van- ur að deyja ráðalaus. Hann kyssti Lornu á kinnina. — Heyrðu, ást- in mín, meðan þú ert að lesa bréfin þín ætla ég að skreppa niður og síma til Baintons og láta þau v’ita að við komum. Þau eru í gistihúsinu. Hann flýtti sér niður og hringdi og bað um að láta skila til Baintons að hann hefði verið kvaddur til New York fyrirvaralaust. Svo fór hann upp til Lornu og andlitið var uppmáluð vonbrigðin: — Lorna mín, Bainton var heldur en ekki bágur. Konan hans hafði boðið svo mörgum gestum í ferðina, að það verður ekki rúm fyrir okkur í þetta sinn. — Æ, Bruce, skelfing var það leiðinlegt. — En heyrðu nú til. Bainton minntist á að Willie Stretz væri í New York núna, olíukóng- urinn frá Texas. Vinur minn. Ég fæ undir eins léða 5.000 dollara hjá honum. En Bainton sagði, að Willie mundi fara til Dallas á morgun, það er ekki sem hentugast. Heldurðu að Emmetts- hjónin móðgist þó við förum til New York í dag? Nei, vitanlega ekki, Bruce. Lorna setti upp sitt blíðasta húsfreyjubros. — Við förum strax bæði tvö. Ég ætla að skrifa Sylvíu nokkrar línur. — Já, en þú þarft ekki að fara þess vegna, væna mín. — Jú, Bruce, ég vil helzt fara! Þegar ég sagði, að ég væri miklu betri var það einkanlega vegna þess að ég vissi hve áríðandi þessi sjó- ferð var fyrir þig. En úr því að svona er kom- ið vil ég helzt fara heim með þér. Ég vil hvergi vera án þín.’ Bruce horfði á hana. Hann fann til þeirrar innilegu sjálfsánægju sem menn gera, þegar þeir halda að þeir séu elskaðir. — Jæja, því ekki það? Það var kannske bezt að „uppgötv- unin“ yrði gerð að Lornu viðstaddri, svo að hún gæti verið vitni. — Þá segjum við það. En flýttu þér nú að taka saman dótið þitt, svo að við komumst sem fyrst af stað. Þegar bíllinn brunaði af stað til New York hélt Lorna að hún mundi falla í yfirlið af spenningi. Hún hafði leikið á hann — henni hafði tekist það. Bruce hélt að ávísunin lægi heima og var að flýta sér að ná í hana. Alveg eins og hún hafði ætlast til. En hvers vegna hafði hann ekki amast við að hún kæmi með sér? Var hann svona öruggur. Var það vegna þess að hann þættist viss um að Addy frænka væri .... Hana hryllti við orðinu sem henni datt í hug. En hlaut það ekki að vera þannig? Hvernig gat hann annars hætt á að hafa hana með sér? Hann hefði ekki þorað það, ef hann hefði ekki þótst viss um að Addy frænka gæti ekki .... væri ekki framar fær um að . . . . Það var mikil umferð á veginum en Bruce ók eins og fjandinn sjálfur væri á hælunum á hon- um. Lorna barðist við þá örvæntingartilhugs- un að nú væri allt tapað. Nei — hún mátti ekki hugsa svo. Hún varð að halda áfram að vona, að hver sekúnda sem bæri þau nær New York gæti komið Addy frænku að haldi. Allt í einu geigaði bíllinn til hægri og í sömu svifum heyrðist hvellur, eins og skotið væri úr skammbyssu. Henni fannst vegur'inn hring- snúast undir þeim — það ískraði í hemlunum og svo stóð bíllinn kyrr. Sprungið á hjóli! Bruce vatt sér bölvandi út. Lorna kom á eft- ir, hríðskjálfandi og horfði á meðan hann var að skipta um hjól. Hann hafði alveg gefist upp á að leyna því, að hann væri bráðlátur í að komast til New York. Hann heldur þá að ég sé bl’ind, hugsaði hún með sér. Hann hlýtur að hafa innilega fyrir- litningu á gáfnafari mínu. Hún elskaði ekki þennan mann framar, það var enginn vottur eft- ir af ástinni, sem einu sinni var. Svo héldu þau áfram. Loks fóru þau yfir East River og komu í umferðina á 59. götu. Og loks sveigði Bruce upp að húsinu við Sutton Place. — Jæja, þá erum við hér. Þetta tók ekki lang- an tíma. Hann brosti aftur brosinu, sem ekki varð neitt ráðið af, og hjálpaði henni útúr bílnum. Hann taldi sig vafalaust sterkari henn'i núna. Hann hélt enn að það væri hann, sem „stjórn- aði“ henni, hann vissi ekki að hún hafði gögn- in sem urðu honum að falli. Þvílíkur heimskingi, hugsaði hún með sér. Þvílíkur auli. Hún stóð bak við hann er hann opnaði úti- dyrnar. Þau gengu inn í tómt anddyrið saman. Kettirnir tveir komu þjótandi innan úr stofu og vældu ámátlega. Annar hoppaði upp á Lornu svo að hún missti jafnvægið. Taskan hennar datt á gólfið og það sem í henni var dreifðist út á gólfið. Lorna stirðnaði af skelfingu þegar hún sá á- vísunina með orðinu FÖLSUÐ liggja á gólf- inu með framhliðina upp, beint fyrir framan Bruce. Hún beygði sig í snatri til að taka hana upp, en varð of sein. Bruce greip um úlfnliðinn á henni og kippti henni að sér, svo að hún stóð andspænis honum. Hann hvessti á hana augun og andlitið var öskugrátt af reiði. — Það varst þá þú! hvæsti hann. — Þú! Angistin, sem hún hafði lengi verið að reyna að bæla niður, náði nú yfirhöndinn'i. — Hvar er Addy frænka? Hvað hefurðu gert við Addy frænku? hrópaði hún. Hann dró hana fastar að sér, neglur hans grófust inn í handleggi hennar. Og svo sperist honum hugur og hann hrinti henni frá sér. Nú hafði hann alveg misst valdið á svipnum á sér. Hann var hvítgrár og skjálfandi, ennið löðr- andi í svita. Hann þreifaði í vasa sinn, tók upp lyklana, tók möppuna. Skammbyssan. Auðvitað skammbyssan. Lorna kastaði sér móti honum og hrinti möpp- unni frá. Hann náði í hana aftur og sló Lornu hnefahögg. Hún hrasaði afturábak og hann stakk lyklinum í möppuna. Hún gerði nýja atlögu, Felumynd Hvar er reiðmaðurinn?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.