Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 15
FALKINN 15 Kringum hnöttinn á 72 EINU SINNI, fyrir mörgum ár- um, fékk ritstjóri blaðsins „Dis- patch" í Pittsburgh óvenjulega vel samda grein í pósti, um stöðu kvenna í mannfélaginu. Hann hafði litlar mætur á kvenréttindakonum fremur en aðrir í þá daga. En þessi grein var svo frábær, að hann birti hana og bað höfundinn að hafa tal af sér. Hann varð hissa, er þetta reyndist vera 18 ára stúlka, Elizabeth Coch- rane. Hana langaði til að verða blaðamaður, þó að það vœri ekki venja um stúlkur á því herrans ári 1886. Faðir hennar var dáinn og hún varð að vinna fyrir yngri systk- inum. Pittsburgh-ritstjórinn lét hana reyna. En honum dámaði ekki, er stúlkan kom með fyrstu greinina sína: um hjónaskilnaði. En greinin vakti athygli og umtal í borginni. Elizabeth skrifa&i undir nafninu „Nellie Bly", en engum datt í hug, að það vœri kvenmaður, sem skrif- aði svona grein. Frá Pittsburgh fór Nellie Bly til „The World" í New York, sem þá var stærsta blaðið þar. Það var hinn frœgi Pulitzer, sem stýrði því blaði. Hann féllzt á þá hugmynd Nellie, að hún léti loka sig inni í geðveikra- hœlinu í Blackwell og skrifa grein- ar um veru sína þar og hvernig Hf þeirra 1600 geðveiku kvenna, sem þar höfðust við, vœri. Nellie slapp inn, var fœrð í fangabúning, át þurrt brauð og súpulap eins og hinar. Á ákveðnum tima á hverj- um degi fékk hún ískalt bað. Hún sá hvernig varðkonurnar hröktu sjúklingana. Eftir tíu daga í Blackwell, var hún látin laus. Frásagnir hennar af hœlinu í Blackwell voru svo magn- aðar, að hárin risu á fólki og hið opinber lét rannsaka rekstur hæl- isins. Nellie varð goð í augum les- endanna. En sjálf var hún illa á sig komin eftir það, sem hún hafði heyrt og séð í Blackwell. Henni lá Trúlofiinarliriiigir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. við sturlun. Og nú vildi hún komast sem lengst burt. Pulitzer féllst á að senda hana kringum jörðina, en setti það skil- yrði, að hún mætti ekki vera nema 75 daga á leiðinni. Hún átti að ryðja meti Phileas Foggs, sem þá var um- töluð söguhetja.. „The World" birti daglega grein- ar um ferðalagið og lýsti leiðinni, sem Nellie fór — London, París, Siíes, Ceylon, Singapoore, Hong- kong, Yokohama, San Francisco, New York. Nellie átti í margskonar and- 'streymi i ferðinni. En 12 dögum, 6 timum, 10 mínútum og 6 sekúnd- um eftir burtförina stóð hún aftur á járnbrautarstéttinni í New York, og var fagnað sem þjóðhetju, með ýmiskonar œrslum og gauragangi. Og hún hlaut frœgð og fé fyri^ ferðina. I nœstu ferð sinni kynntist hún geðfelldum manni og giftist honum. Hann var milljónamœringur. Hún var þá 21 ára, og nú þurfti hún ekki að vinna fyrir sér. Hún hœtti blaðamennskunni, er hún giftist. Og svo gleymdist hún. Mörgum árum síðar mátti lesa þessa litlu klausu í ýmsum blöðum vesturálfunnar: „í gær dó Nellie Bly, 54 ára. Hún var um eitt skeið talin bezti fréttaritari Ameriku." ÞOLI EG EINN BJOR TIL? — I Stuttgart stendur þetta áhald, til leiðbeiningar gestunum um hvort þeir þoli að drekka meir. Með því að þrýsta á ýmsa hnappa á tækinu er sett upp reikn- ingsdæmi, sem tækið svarar, en svarið er: hve mikið áfengismagn sé í blóðinu. En það byggist á eftirtöldum atriðum: þyngd mannsins, hve mikils áfengis hann hefur neytt og hvenær hann byrjaði að þjóra. Aðeins einn hængur er þó á þessari aðferð og hann er sá, að áhaldið getur ekki sagt til um hve mikið maðurinn hefur drukkið á umræddum tíma. Það verður viðkomandi að muna sjálfur, en kannske bregst honum minnið þegar mestu varðar. HALLO, ER ÞAÐ RJÓMABÚIÐ? Pabbi er ekki heima, svo afkvæm- in lifa og leika sér eins og þeim l.vsí. Líklega eru þeir að síma til rjómabússins og biðja um hnaus- þykkan rjóma þegar myndin er tek- in. — A útsölunni. VÉLMAÐUR Á HJÓLUM. — Hér gefur að líta monsjör Nestor, en hann er fjarstýrður vélmaður á hjólum, sem verkfræðingar í franska hernum hafa verið að smíða í frístundum sínum. Þessi sjálfvirki sjentilmaður hjólar og gerir allar hugsanlegar beygjur og tiktúrur, sem honum er skipað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.