Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 2
2 FALKINN I»að er sennilegt að innan skamms hverfi öll sólarsmyrsl og -olíur úr sögunni. Því að nú er farið að framleiða pillur, sem gera hör- undið brúnt, jafnvel þó að það njóti alls ekki háf jallasólar og mik- illar útiveru. Það er í Bandaríkjunum, ,sem farið er að gera tilraunir með þess- ar pillur, og það er ríkisstjórnin sjálf, sem gengst fyrir því og hef- ur borgað manninum, sem gerði þær fyrstur, 72.000 dollara til þess að hann geti haldið tilraununum áfram. Eru þær gerðar í háskólan- um í Oregon. Hefur háskólinn aug- lýst eftir ungum stúlkum, Ijós- hærðum eða rauðhærðum, því að þeim hættir mest við að sólbrenna. Hafa tvö búsund verið valdar til þess að gera tilraunirnar á. Þær gátu ekki tekið sólbað án þess að sólbrenna illa — fá blöðrur eða flagna — en nú eru þær látnar taka pillurnar og bolir hörundið þá sól- ina vel og verður brúnt svo að segja undir eins. Efnið í þessar undrapillur er unnið úr illgresi sem vex víða í Austurlöndum, meðal annars á Níl- árbökkum. Hefur jurt þessi verið kunn síðan á 13. öld og notuð sem Iyf við sjúkdómi einum, sem lýsti sér þannig, að fólk fékk hvítar skellur á hendurnar. Það var til- viljun að menn tóku eftir að jurtin var einnig gegn sólbruna. Á lækna- máli lieitir hún „8-Meroxypsoral“. Hún verkar ekki á yfirborð hör- undsins eins og sólarolíurnar held- ur koma áhrifin innan að, og hör- undið brúnast miklu fljótar en af olíum. Eru áhrifin fljótust að koma í ljós ef pillan er tekin tveim tím- um áður en maður sólbakar sig, og þarf ekki nema dauft sólskin til að hörundið brúnist. Fyrstu tilraunirnar voru gerðar á föngum í Arizona-ríkisfangelsinu. Þeir fengu 5 dollara hver fyrir að taka pillurnar og fara svo í sólbað. Sumir fengu blöðrur á bak og axl- ir, en það kom af því að skammt- urinn var ekki mátulega stór. Pill- urnar eru dýrar ennþá. — 15 cent stykkið — en 'þegar farið verður að framleiða þær í stórum stíl verð- ur hægt að lækka verðið mikið. Firmu, sem framleiða sólarolíu bú- ast við að sú vara hverfi úr sög- unni, og bjóðast nú til að taka að sér framleiðslu og sölu á pillunum í staðinn. ★ — Gefðu mér shilling, pabbi. Eg ætla að kaupa mér epli. —■ Þú mátt ekki vera svona eyðslusamur, segir faðirinn, sem er Skoti. — Gefðu eplasölukonunni langt nef og rektu út úr þér tung- una, og þá hendir hún í þig epli. pegar veöri6 er rakt og kalt þarfnast húð yðar sérstakrar umönnunar. Nivea-snyrt huð helst æskufrísk og silkimjúk, einnig þott veður se slæmt. Nivea-krem inniheldur Eucerit, þessvegna smígur pað djúpt inn í húðina og gerir hana silkimjúka og stælta. lh(| Gegn hrjufri hú<b. Ný glæsileg kjörbúð. Fyrir nokkrum dögum var opnuð ný verzlun nyrzt í Laugarásnum, þar sem upp er risið stórt og mikið íbúðarhverfi og á líklega eftir að stækka, því áætlað er að þarna komi nokkrir íbúða-„skýjakljúfar“ í viðbót við þann eina, er þarna blasir við himinn, innan um falleg ibúðarhús. Eigendur hinnar nýju verzlunar eru þeir Hreinn Sumarliðason og Sigþór J. Sigþórsson, sem um ára- bil hafa verið verzlunarstjórar í sinni hvorri Kiddabúðinni, og ættu það að vera talsverð meðmæli, því Kiddabúðirnar hafa jafnan þótt bera af öðrum verzlunum með vöruvöndun og lipra afgreiðslu. Hinir ungu kaupmenn hafa kom- ið öllu fyrir einkar smekklega í verzlunarhúsnæði sínu. Hvergi of og hvergi van, enda innréttingar hinar smekklegustu og geymslu- pláss mikið og gott. Mega því íbúar þessa hverfis vera ánægðir með þessa nýju verzlun í hverfi sínu, „hverfi, sem þegar er orðið stærra en sum kjördæmin úti á landi“, eins og einhver komst að orði er fréttamönnum var boðið að líta á verzlunina. M0T0IMP0RT Foreign Trade Enterprise Warzawa, Przernyslowa 26, Poland P. O. Box 365 Símnefni: MOTORIM WARSZAWA Vér bjóðum yður: FSO „Warszawa" — 5 farþega vagn með rúmgóðri geymslu til langra ferðalaga. Ennfremur: „Nysa“, lítinn strætisvagn fyrir 10 farþega, „Nysa“ sjúkrabifreið, sem flytur tvo sjúklinga, all- ir með yfirbyggingu af gerðinni FSO ,,Warszwa“. Gjörið svo vel og leitið nánari upplýsinga hjá GÍSLI JÓNSSON & CO., Ægisgata 10, Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.