Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 3
FALKINN Vestmanna- eyjasund EKKI er hægt að segja að íslend- ingar hafi lagt mikla rækt við þol- sund í sjó, og er það kannske að vonum, þar sem sjórinn við strend- ur landsins er það kaldur. Það er því ekki á færi nema þrekmestu manna að þreyta slíkt. Nú á síðustu árum hefur ungur Reykvíkingur, Eyjólfur Jónsson getið sér frægðar- orð fyrir sundafrek sín. Hann hef- ur fetað í, spor hinna fyrri sund- kappa með Viðeyjarsund og Drang- eyjarsund. En einriig hefur hann synt til Hafnarfjarðar og Akraness og nú síðast frá Véstmannaeyjum til lands. Vestmannaeyjasundið er trúlega erfiðast þessara sunda vegna straumsins, sem er á milli lands og Eyja, og mikilvægt að vita skil á honum. „Sumir ráðlögðu mér að leggja í sundið einni klukkustund fyrir háflóð," sagði Eyjólfur í blaðasamtali, „en aðrir voru þeirr- ar skoðunar að bezti tíminn væri 3 klst. fyrir fjöru. Báðir virtust hafa mikið til síns máls og í báðum fylkingunum voru ágætir og fróðir menn um sjólag." Eyjólfur valdi senni kostinn og segir svo um sundið: „Fyrstu tvo tímana bar útfallið mig nokkuð langt austur fyrir Vestmannaeyjar. Síðan kom ládeyða í eina klukku- stund, og loks að'fallsstraumur að austan. Allan tímann hafði ég strauminn með mér og hann skil- aði mér upp á langbezta staðnum, rétt hjá sæsímanum, þar sem stytzt er milli lands og Eyja." Eyjólfur var alveg óþreyttur þegar hann steig á land eftir þetta afrek sitt. — Ekki er ósennilegt, að fleiri muni síðar hafa hug á að leika þetta eftir honum. Þéim verð- ur það léttara þar sem þeir eru reynslu hans ríkari. Eyjólfur Jónsson hefur tvívegis reynt við að synda yfir Ermarsund, en í bæði skiptin orðið að gefast upp. Nú hyggst hann í sumar leggj- ast þar til sunds í þriðja sinn, og fylgja honum héðan að heiman beztu óskir. XV «ániifiskB*á EIN er sú bók, sem séð er um að lendi ekki í bókaflóðinu fyrir jól- in, en samt er beðið eftir með ó- þreyju — símaskráin. Mönnum er ætíð léttir að því að geta kastað gömlu, þvældu skránni í bréfakörf- una og byrjað að fletta í annarri nýrri. Símaskráin er eflaust notuð meira en nokkur önnur bók, sem hér er gefin út og upplag hennar er stærra en nokkurrar arínarrar bókar, eða 47 þús. eintök. Hefur eintakafjöld- inn verið aukinn um 7000 frá því síðast. Þá er símaskráin nokkuð þykkri en áður, rúmar 22 arkir í stað rúmlega 16 áður, enda hafa í Reykjavík einni bætzt við 1200 númer, auk þess sem aukanöfnum hefur verið fjölgað að mun. Láta mun nærri að í nýjju skrána hafi farið um 40 tonn af pappír og kostnaðurinn við hana er um 1,7 millj. kr. Gamla skráin var ljós- prentuð, en sú nýja er sett og prent- uð 'á venjulegan hátt. Ein starfsstúlka símans stend- iir við stafla af símaskrám, sem pakkað hefur verið inn. Eyjólfur gengur upp á Landeyja- sand. Með hon- um eru Sigur- jón Guðmunds- son úr Vest- manneyjum og Pétur Eiríksson frá Reykjavík. fétíHtýríH qetaAt em Ungi pilturinn á myndinni hér fyrir neðan heitir Johannes Kyvik og er norskur. Hann er hér að koma út úr annarri Viscount-flug- vél Flugfélags íslands, og Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur tekur á móti honum. Þannig stendur á ferðum þessa unga Norðmanns, sem er 13 ára, að Fonna bókaforlagið í Osló, sem gef- ið hefur út þrjár barnabækur eft- ir Ármann Kr. Einarsson efndi til ritgerðarsamkeppni um fsland þar sem svarað skyldi nokkrum spurn- ingum varðandi efni bókanna. íslandsferðin hefur orðið hinum unga Norðmanni ævintýri líkust. Til þessa hafði hann lítið ferðast, t. d. aldrei komið til Osló fyrr en hann fór þangað í veg fyrir flug- vélina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.