Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 4
FALKINN búskap, eins og víðar í Rússlandi, en eitt hefur þetta hérað til sins sér-ágætis og það eru næturgalar. Kannske eru það þeir, sem hafa verkað á hinn volduga Krustjev, mildað lund hans, svo að hann segir stundum eitthvað svo fallegt, að allri veröldinni léttir. Og kannske er það næturgölunum að þakka, að hann er allra bezti söngmaður og dansmaður. Það er sagt um þennan volduga mann, sem getur valdið skjálfta um víða veröld með fáein- um orðum, að þegar hann kemur af alvarlegustu fundum með stjórn- arherrum sínum, bregði hann sér í samkvæmi og láti þar verr en nokkur kósakki — syngi ag dansi, svo að glymur í salnum. Enginn þarf að furða sig á því, að þegar Krustjev var ungur og lífs- og staupaglaður smiður, hafi hann orð- ið ástfnaginn af skapmikilli ungri kennslukonu, sem hafði sérlega gaman af að dansa. Hún hét Nina Nikolajevna, og þau voru gefin sam- an einn fagran vordag 1923. Margt bendir til þess, að Nina hafi haft bendiprikið með sér úr skólanum, og stundum sveiflað því yfir höfðinu á Krustjev. Hún hefur átt ríkan þátt í viðgangi hans, og skæðar tungur fullyrða meira að segja, að það sé henni að þakka eða Nikita Krustjev giftist árið 1923 og hefur ekki skilið við konuna. En honum kuað þykja vœnt um „stjórnmálakonuna" líka. KONURNA • Það ber ekki mikið á frú Nínu Krusjev í Rússlandi, en hún kvað hafa mikil áhrif á manninn sinn, þótt hún skipti sér ekki af stjórnmálum. En Jekaterina Furteseva, fyrsta konan í Æðsta ráðinu, er stjórnmálagarpur, sem Krúst- jev hefur tekið mikið mark á. Hún berst mikið á og erskraut- buin, þegar hún kemur í nátt- kíúbbana erlendis. m við Krúsiiev Nina 'Nikötajevna, kennslukona, sem giftist smiðnum Krustjev. HÖFUÐPAURARNIR í Rússlandi verða heimsfrægir undir eins og þeir nálgast efsta þrepið, en kon- urnar þeirra veit veröldin lítið um. Kona Lenins varð ekki kunn úti í heimi fyrr en eftir að hún var orðin ekki, kona Stalins var sjaldan nefnd og sama er að segja um konur flestra annarra, sem frægir hafa orðið — Malenkovs, Vorosji- lovs o. s. frv. Sama er að segja um konu þess manns, sem nú ber ægishjálm yfir alla keppinauta sína, Ninu Nikolajevnu, konu Nikita Krustjevs. Það er engin furða þótt hún sé ekki nefnd í Austurstræti, því að þeir þekkja hana varla, ráðstjórnar- herranir í Moskva. Það eina, sem almenningur í Rússlandi veit um hana er, að hún giftist Krustjev skömmu eftir byltinguna og að þau hafa ekki skilið síðan. Eins og mörgum er kunnugt, er Nikita Krustjev ættaður úr Kalinka- þorpi í Kursk. Þarna lifa flestir á kenna, að Krustjev situr í hásæti Rússa í dag. Smiðurinn varð opin- ber starfsmaður — en hann var mjög metnaðargjarn starfsmaður í USSR. Þó kvað hann hafa gleymt sér stundum, ef hann tók sér full- mikið neðan í því. Þá hljóp Nina jafnan undir bagga. Þegar ofsi hljóp í hann, var hún sá eina, sem gat tjónkað við hann. Og þegar timbur- mennirnir voru þungbærur, læknaði frú Nina stjórnmálamanninn með hráu súrkáli, súrum gúrkum og léttu öli. En f rú Nina kenndi manninum sín- um að meta fleira en hrátt súrkál. Hún kenndi honum að meta bók- menntir og listir. Nóg var til af rússneskum bókmenntum frá því fyrir stríð — þótt margir listamenn týndu lífi á byltingarárunum, lifði list hinna ágætu rússnesku skálda áfram í verkum þeirra. Frú Nina linnti ekki látum fyrr en Nikita inn- ritaðist í háskólann í Moskva. Kennslukonan réð — lærisveinninn hlýddi. Hún lét hann meira að segja læra að spila á píanó. Annars hefur ævi þeirra Krust- jevshjónanna alls ekki verið and- streymislaus. Þau eignuðust mörg börn, sem flest dóu ung. Og Nina varð að þola allar þær áhyggjur og efriðleika, sem móðir hefur við að stríða. En aldrei brást hún mann- inum sínum. Hún stóð við hlið hans og studdi hann í baráttunni fyrir æðstu völdunum í Kreml. Nina hef- ur jafnan tekið því rólega, er ofsi hljóp í Nikita. Og þó að hann hafi skvett í sig, hefur hún tekið því með þögn og þolinmæði. Líka hef- ur hún skellt skolleyrum við sög- unum, sem hvað eftir annað hafa komizt á kreik, um að þau væru að skilja. Nú eiga þau tvær uppkomnar dæt- ur, tízkudömur, sem nota andlits- farða, en það er ekki algengt í Rúss- landi. Þau eiga líka einn son, sem Sergei heitir, hann er verkfræðing- ur, giftur og á börn. Nina hefur mikla gleði af barnabörnum sínum; hún er orðin 56 ára, og síðan maður hennar komst til æðstu valda, hefur hún minna af honum að segja en áður. Dæturnar heita Nadja og Rakhu. Fjölskyldan býr í sex herbergja íbúð bak við Kreml og á sumar- bústað við Svartahaf og auk þess tólf herbergja bústað um 50 km fyr- ir utan Moskva. Vesturlandablöðin hafa oft haldið því fram, að frú Krustjev sé systir Beria lögreglustjóra. Það er ekki Jekaterina Furteseva, eina konan í Æðsta ráði Rússlands. rétt. Nina er fædd í Kurske, eins og Nikita. Hún var eins og áður segir, kennari við barnaskóla. Og þar kynntust þau Krustjev og hún. Þegar Nikita Krustjev var aðal- ritari kommúnistaflokksins í Ukra- ina, frá 1938—1949,hitti hann blaða- mann frá Pravda í Kiew. Hann heit- ir Arkadji Karakatenko. Þeir urðu vinir. En í dag á Karakatenko heima fyrir vestan járntjald. Hann segir þannig frá samvistum sínum við Krustjev: „Meðan ég starfaði í Kiew, hitti ég hann oft, bæði í sambandi við starf mitt og sem kunningja, og ég var oft með honum á ferðalögum. En samt sem áður var mér ómögu- legt að kynnast frú Krustjev. Undir eins og hún kom inn í stofuna, bað Nikita hana að fara út. Ég sá hana ekki nema nokkrum sinnum, og þá aðeins í svip. Hún var nokkuð þrýst-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.