Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 5
FALKINN in, látlaus og hlédræg, sönn ímynd húsmóður og móður. Krustjev talaði oft um „Ninu sína" og hrósaði henni fyrir, hve annt hún léti sér um börnin. Þó að hann lenti stundum í ævintýrum með söngkonum og dansmeyjum, skilaði hann sér alltaf aftur til Ninu — hún var lifakkerið hans, eina örugga athvarfið." Meðal flokksmanna Krustjevs var mikið talað um hve mikil áhrif Nina hefði á hann. Það kom oft fyrir, að hann æddi heim til hennar fyrir hádegið, er hann hafði orðið óstjórnlega reiður á einhverjum fundinum. Eftir nokkra klukkutíma kom hann aftur — í sólskinsskapi. Fólk sagði oft: Krustjev ber aðeins virðingu fyrir og hefur beyg af tveimu manneskjum. Önnur þeirrra er Chosain, sem þýðir húsbóndinn (þ. e. Stalin), hin er Nina Nikola- jevna. Hann er hræddur við Stalin, en ber virðingu fyrir Ninu. Mann- gæzka hennar jafnar misfellur hans og galla. Þessvegna getur hann ekki án hennar verið. Meðan „hreinsunin" fór fram og ýmsir leiðtogar og fjölskyldur þeirra nötruðu af kvíða, sneru marg- ir sér til Ninu og báðu ásjár. Þeir vissu, hve mikið vald hún hafði yfir Nikita. Margir Rússar, er áttu ættingja sem biðu dauða síns, leit- uðu til hennar. En hún gat ekkert gert. Krustjev spyr konu sína aldrei ráða um stjórnarframkvæmdir sín- ar. En Nina hefur oft hjálpað fólki á annan hátt, og er kunn fyrir hjálp- semi sína við sjúklinga og gamal- menni. Fátæk kona biður hana aldr- ei árangurslaust um mat, fatnað eða peninga. Þegar Krustjev er veikur, fær enginn nema Nina að hjúkra honum. Hann hleypir ekki öðrum að. Hann trúir ekki á læknana, þorir kannske ekki að hleypa þeim inn úr dyr- unum. í stað lyfja úr apótekinu not- , ar frú Krustjev gömul húsráð og grasalyf við manninn sinn! Og hon- um batnar! Stundum getur hún líka fengið hann til að vera heima nokkra daga og hvíla sig. Karaka- tenko segir: Þá hefur hann það til að spila á harmoniku tímunum sam- an og syngja gamlar vísur. Og vodka- flaskan stendur alltaf hjá honum. Ég man sérstaklega eftir einu skipti, er hann var heima eftir veikindi, að hann gleymdi alveg skyldustörf- um sínum og neitaði meira að segja að svara í símann. Þá hvísluðu sam- verkamenn hans í Kreml: „Nú er hann í stofufangelsi og fær ekki að koma í skrifstofuna." Nina sést afarsjaldan á almenna- færi. En stundum sést hún þó aka í einhverjum bílnum, sem Nikita hefur til afnota. Þá er hún að fara á milli verzlananna, sem aðeins eru ætlaðar æðstu foringjunum. Hún kaupir oft ótrúlega mikið af varn- ingi í einu, ef henni finnst tæki- færisverð á vörunni. Karakatenko segir svo um þetta: „Það var pískr- að um, að hún keypti oft vörur handa ættingjum og vinum, sem ekki höfðu tækifæri til að' verzla í þessum ríkisreknu sérverzlunum." Sem sagt: Karakatenko á heima vestan járntjalds. Og honum segist svona frá Ninu og Nikita hennar. Þó að Nina Nikolajevna sé hæglát og hlédræg, hefur hún aldrei verið hrædd við að segja meiningu sína. Hún er engin tepra. Ef henni mislíkar eitthvað, er hún til með að láta syngja í tálknunum. Það kom sér ekki alltaf vel meðan • • • OUJ FRÁSÖGUBR9T r. F TI R ÁHaíiat aaótó Ég er staddur í smáþorpi úti á landi. Það skiptir ekki máli hvað þorpið heitir. Þessi óverulegi at- burður gæti nefnilega hafa gerzt á nákvæmlega sama máta í hvaða þorpi sem er. Ég þarf að finna símstöðina og geng eftir götunni. Ég segi götunni, eins og það væri ekki nema um eina götu að ræða í þessu þorpi. En þannig er það einmitt í þessum þorpum úti á landi. Það er ekki nema ein gata, allt hitt eru stígar eða húsasund. Og við þessa götu er símstöðin alltaf. Kaupfélagsstjórinn býr líka við þessa götu, vanalega í úthverfi þorpsins og það er stór garður í kringum húsið hans og tré og blóm. Og við götuna býr líka afgreiðslumaður flugfélagsins eða sérleyfishafans eftir því hvar á landinu þorpið er. Auðvitað finn ég símstöðina fljót- lega. Hún er staðsett miðja vegu milli afgreiðslu flugfélagsins, sem er auðkennd með emileruðu skilti Stalin lifði. Henni var "lítið um hann. Það var fullyrt, að Stalm hefði ein- hvern tírha látið tukthúsa hana til að venja hana áf aS hafa gagnrýni í frammi. Þetta hefur verið' staðfest af háttsettum embættismanni, sem síðar flúði til Vesturlanda. Eftir að Krústjev náði völdum, sást hann oft með Jekaterinu Furtes- eva. Það er sagt að vingott sé með þeim, og þau hafa þekkst lengi. Hún var einn nánasti samverka- maður hans, er hann var forðum flokksritari í Moskva. Furteseva er fyrsta konan, sem komizt hefur í Æðsta ráðið. Hvort það er vegna vináttu við Krustjev, skal ósagt lát- ið, en svo mikið er víst, að maður- inn hennar var látinn fara sem sendiherra til Belgrad — konulaus. Árið 1954 sást Furteseva víða. Hún var þá í ferðum með Krust- jev og Bulganin, þó að hún hefði ekki opinberu embætti að gegna. Síðar lét Krustjev hana gegna hús- móðurstörfum við opinberar móttök- í Kreml. Nina tók þessari auðmýk- ingu rólega. Jekaterina en ekki Nina i fánalitunum og húss kaupfélags -tjórans með hansagardínum úr nöfuðstaðnum fyrir öllum glugg- um, svo sólin uppliti ekki gefjun- aráklæöið á útskornum armstólun- um. Ég bið um samtal við Reykjavik og afgreiðslustúlkan, sem er með nærsýnisgleraugu og efrigóm, sem skröltir svolítið brosir til mín og segir að ég verði að bíða, því það séu nokkrir á undan mér, þetta sé nú ekki nema þriðja flokks stöð. Ég sé engan þarna inni utan okkur tvö sitt hvoru megin við afgreiðslu- gatið. Hún segir hina bíða hingað og þangað á línunni. Ég sætti mig við biðina og horfi út um gluggann á tjörupappa- fcædda skúrana, sem þrengja sér fast upp að hverju einasta íbúðar- húsi. Afgreiðslustúlkan var önnum kafin við iímaafgreiðsluna, með heyrnarfæki fest við eyrun og tal- trekt útírá hökunni. Hún með- var viðstódd, þegar Krustjev afhenti Lenin-orðurnar. En það var Nina, sem hélt samkvæmið á eftir, heima hjá Krustjev. Og Jekaterina yar ekki boðin þangað! Aldrei hefur nokkur maður feng- ið að vita skoðun Ninu á þessu sam- bandi Nikita og Jekaterinu. Hún hugsar um heimilið og virðist ekki hafa neitt gaman af háheitunum. Vart munu tvær ólíkari konur vera til en þessar. Fremsta stjárn- málafrú Rússa er lítið fyrir heimilis- störf, en hún hefur gaman af nátt- klúbbum og fallegum fötum. Þegar hún var í Róm hér um árið, heim- sótti hún meira að segja fornróm- verskan klúbb, þar sem fólk etur liggjandi. En Nina berst ekkert á og klæðist líkt því sem hún gerði, er hún var kennslukona og játaðist smiðnum, fyrir 35 árum. Það er ekki vandalaust að vera kona hins geðríka Nikita Krustjevs. En rússneskar konur eru vanar því að sjá um heimilið og hlýða bónd- anum. EIIIVll höndlaði hinar ýmsu snúrur og þræði af mikilli list og talaði í sí- fellu___ Hóll, Hóll, halló. Nei, Brún... það svárar aldrei á Hóli, ha.. . já, strax og þeir svara. Og svona heldur hún áfram, þylur upp alls konar nöfn á bæjum og mönn- um og þorpum. Öðru hvoru brosir hún hughreystandi til mín, svona til að létta mér biðina. Og loksins svaraði þessi Hóll hennar ... Já, Hóll, mikið er ég búinn að reyna að ná í ykkur. Nú, var verið að gifta, þá er ekki von þið megið vera að því að svara í símann. Hver voru að gifta sig? Nú, þau? Ha, .. . nú voru þau ekki gift? Ha, . . . og skíra líka... nú, það er svo sem ekki von þið megið vera að því að sinna símagreyinu. Hjá hverjum var ver- ið að skíra? Nú hjá þeim? voru þau búin að eiga barn? Já, þau eru þá að minnsta kosti gift áður en það var skírt. Já, alveg rétt. Ég þarf að ná í einhvern Þorstein hjá ykkur, sem er með skurðgröfuna. Það er fyrir Reykjavík. Og ef hann er ekki við, þá einhvern, sem getur tekið skilaboð til hans. Já, láttu mig vita strax .. . Þá koma tveir móóslegnir piltar, fimmtán eða sextán ára, inn í af- greiðsluna, ganga að afgreiðslulúg- unni og biðja um skeytaform, eins og þeir orða það. Þeir fá skeyta- formið, líta tortryggnislega á mig, færa sig út í horn og taka að hvísl- ast á, en herbergið er ekki stœrra en svo, að ég kemst ekki hjá, að heyra til þeirra þrátt fyrir allar hvíslingar .. . Já, byrjaðu. Áfengis- verzlun ríkisins. Já, þegiðu. Heldurðu að ég viti það ekki? Tvær ák. . ., heyrðu, hvernig á að skrifa ákavíti? Ég veit það ekki. Það er útlenzka. Hafðu það bara á-k-a. Allt í lagi. Og fjórar brennivín. Fjórar, ertu vitlaus? Það er alltof mikið. Það er ekkert of mikið. Héraðs- mótið er um þarnæstu helgi. Jæja, allt í lagi.Og svo bara nafn- ið undir. Auðvitað, heldurðu að ég sé ein- hver asni? Mitt eða þitt? Ekki mitt, ertu bandvitlaus? Pabbi mundi sleppa sér. Svo ganga þeir að afgreiðslu- lúgunni, rétta skeytið inn fyrir, segja ekkert, borga, roðna eilítið í vöngum og ganga hratt út. Stúlkan heldur áfram ... Já, ég veit það. Er einhver Gunnar Run- ólfsson hjá ykkur? Er hann Gunn- ar ekki Ragnarsson, nú er þetta strákur úr Reykjavík? . .. Já, mig vantar hann fyrir Reykjavík. Uppi í fjalli. . . nei, ég get ekki beðið með línuna. Láttu mig þá vita . .. Já, halló . .. nei, sæl mamma mín. Já, þau voru hjá mér í dag. Ég . .. ég verð að vera hér til sex, maður er svo sem bundinn sunnudaga sem aðra daga. Já, mamma mín. Veiztu, Framh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.