Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 6
FALKINN Petet ~totonAett4 /. hluii Stríðshetja og stallari Síðan Játvarður konungur VIII. sagði lausri lífstíðarábúð sinni á brezka ríkinu, til þess að fá að eiga Wallis Simpson, hefur ekki verið meira rætt í veröldinni um aðra ástarsögu en þá, sem Margrét bróð- urdóttir hans og Peter Townsend hafa átt í undanfarin ár. Enginn veit enn þá, hvernig þeirri sögu líkur. Sumir halda, að hún fari vel. Aðrir að hún fari illa, og að Margaret muni ekki sjá glaðan dag það sem eftir er ævinnarí, og Peter þá lík- lega ekki heldur. En margt er nú um garð gengið í þeirri sögu, og verður sumt af því rifjað upp hér á eftir. EIN í FJÖLDANUM. Það gerðist 2. júní 1953, krýn- ingardaginn, í stóra salnum í West- minster Hall við kirkjuna. Krýning- in var nýgengin um garð. Margaret kom út úr búningsher- berginu, sem hún hafði með móður sinni og skimaði kringum sig í saln- um, sem var troðfullur af skraut- búnu fólki. Allt í einu kom hún auga á ungan kaptein í himinbláum. eínkennisbúningi með snúrum og gullskúfum á hægri öxl, en þann skúf hafa aðeins stallarar hennar hátignar drottningarinnar. Peter Townsend kom líka auga á prinsessuna. Þau nálguðust hvort annað í troðningnum. Þegar þau mættust, lyfti hún hendinni með hvíta hanskanum og studdi henni á brjóstið á honum. Það var hvítur spotti á jakkahorninu, sem hún var að taka burt. Hún strauk og dustaðr jakkahornið og svo stóðu þau þegj- andi og horfðust í augu. Klukkunum í Westminster Abbey hringt. Svo heyrðust orgelhljómar inn í salinn. En Margaret og Peter kapteinn tóku ekkert eftir því, sem var að gerast í kringum þau. Þau tóku aðeins hvort eftir öðru. Þau voru ein um ást sína, og létu sig einu gilda um hvort tekið yrði eftir þeim, í nokkrar sekúndur. Þetta var heldur ekki í síðasta skiptið, sem þau voru saman þennan dag. Um kvöldið gengu þau saman í öllum fjöldanum, sem þá var sam- an kominn í St. James Park kring- um styttuna af Victoríu drottningu, er fólkið var að hrópa á nýju drottn- inguna sína. Enginn í hópnum tók eftir þessum hjónaleysum þarna, því að allir voru að hugsa um annað. Prinsessan og Peter kapteinn höfðu laumazt út um bakdyr á Buc- kingham Palace. Er þau gengu gegn- um heiðursbogann við höllina, mættu þau Alexóndru prinsessu af Kent. — Hvað eruð þið að gera hérna? spurði hún. — Það sama og þú, svaraði Mar- garet. — Við erum líka þegnar drottningarinnar. Tveim vikum síðar var Peter kap- teinn Townsend sendur til Bruxel- les, sem flugmálaráðunautur í brezku sendisveitinni þar. Og Margaret og Peter hafa aldrei verið ein sér á gangi í margmenni síðan. STRÍÐSHJÓNABAND. Nálægt tólf árum áður hafði Peter Townsend flugsveitarforingi, verið í heimsókn hjá Hanbury Pawle, hers- höfðingja, í þorpi einu í Hertford- shire, til að biðja Rosemary dóttur hans. Fám dögum áður hafði Peter fengið þriðja heiðursmerki sitt fyrir frækilega framgöngu í flughernum. Hann hafði skotið niður að minnsta kosti ellefu óvinaflugvélar. Hershöfðinginn tók bónorðinu vel og brúðkaupið var haldið í júlí 1941. Það var íburðarmikið brúðkaup, þó að flest væri skammtað i Englandi þá. Kirkjan í þorpinu var minni en svo, að hún gæti rúmað alla gest- inu, svo að önnur stærri kirkja var notuð, skammt frá. I heiðursverðinum voru menn úr 85. flugsveitinni. Einn af félögum Peters minnist þess, að hann hitti hann á eftir og Peter hafi þá spurt áhyggufullur: — Ég vona, að sveitin hafi ekki vanrækt störf sín út af þessu brúðkaupi? Peter gleymdi ekki skyldunum á sjálfan brúð- kaupsdaginn. Margir ungir flugmenn kvæntust um þessar mundir; þá voru viðsjár- tímar, sífelldar orustur og lífið hékk í veikum þræði. Þeir þráðu að hafa eitthvað fast í tilverunni. En dauð- inn batt bráðan endi á mörg af þess- um hjónaböndum. Og önnur fóru í hundana vegna þess að flanað hafði verið að þeim. Svo var um hjóna- band Rosemary og Peters. Allar ytri aðstæður sýndust mæla með því, að Á BÆN. — í apríl héldu múhameðssinnar um allan heim hina árlegu Eid-Ud-Fitr-hátíð, sem jafnan er haldið í lok Ramadan-festunnar. — Hér á myndinni sjást múhameðssinnar á bæn á Eid-Ud-Fitr-hátíðinni fyrir utan musíeri sitt í Putney í London. Þó ótrúlegt megi heita hefur einn bænamaðurinn gleymt að taka af sér skóna. það gæti orðið langt og hamingju- samt. En hjónin voru gerólík í skapi. Rosemary bjó um sinn hjá ætt- ingjum sínum í Hertfordshire. Þau hjónin sáust öðru hverju rétt í svip. En von bráðar varð Peter að láta af forustu 85. flugsveitarinnar. Hon- um var það þvert um geð. Þegar hann kvaddi menn sína, sagði hann: — Ég segi það í hreinskilni, að þetta er bezta árið, sem ég hef lifað. ÖRLAGALEIKUR. í árslok 1941 varð Peter Towns- end kapteinn við Drem í Skotlandi og fjórum mánuðum síðar fæddist honum sonurinn Giles. En Peter fluttist af einum flugvellinum á ann- an unz hann var skipaður flugkenn- ari í Montrose í Skotlandi. Þar var hann þegar örlögin beindu f erli hans inn á alveg nýtt svið. Eitt smáatvik getur í skyndi breytt örlögunum. Svo var um Peter Townsend í febrúar 1942. En það var ekki hans verk. Það var George VI. Bretakonungur, sem réð því hvernig fór. Veturinn 1943 fór bandamönnum að ganga betur í hernaðínum, en innrásin á meginlandið var enn langt undan. Konungur var mjög hrifinn af ungu flugmönnunum, sem höfðu bjargað Englandi þegar hætt- an var mest. Hann kom oft í her- búðir þeirra og sæmdi þá heiðurs- merkjum. En við þau tækifæri stóðu þéir teinréttir og feimnir í beztu herbúningum sínum. Konungur hugsaði mikið og gerði margs konar áætlanir. Og nú kom honum það í hug, sem varð til þess að gera Peter Townsend að umtals- efni allar veraldarinnar síðar. Það hafði lengi verið venja, að stallarar eða „adjutantar" konungs væru valdir ýmist úr landher, flota eða flugher, og m'i vildi hann fá nýja stallara, sem reynzt hefðu af- reksmenn. Stjórnarráðunum var falið að gera lista yfir hlutgenga menn. Frá flugmálaráðuneytinu korn listi með þremur nöfnum. Eitt þeirra var kapteinn Peter Woolridge Townsend, D.S.O., D.F.C. Hann var í fullum rétti á listanum. Hann var einn þeirra „fáu". Ekki er gott að vita, hvers vegna konungurinn valdi einmitt Towns- end. Hann hafði að vísu séð hann áður — þrisvar. Þeir höfðu talað saman í þau skipti, og þegar Peter kom í Buckingham Palace til að taka við D. S. O.-orðunni sinni, leit konungur brosandi til hans og sagði: — Nú, þér eruð þá komnir aftur! FYRSTU KYNNIN. Meðan Peter var í Montrose, fékk hann boð um að koma á fund for- manns loftvarnaráðsins, Portals lá- varðar. Ekkert var sagt um, hvert erindið væri. Þegar hann hitti Por- tal, sagði hann honum frá vali kon- ungsins og spurði hann hvort hann væri fús til að gerast stallari kon- ungs. Peter þáði það. En áður en hann tæki við stöðunni, átti hann að tala við konunginn sjálfan. Því að svo stöddu höfðu það verið með-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.