Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 7
FALKINN mælin ein, sem réðu vali konungs- ins, en ekki persónuleg kynni. Peter Townsend var 29 ára, er honum var vísað inn á vinnustofu konungs einn kaldan morgun í fe- brúar. Þetta var lítið, sólríkt her- bergi með uppáhaldslitum konungs — ljósgræn þil og dökkgrænn dúk- ur á gólfinu. Peter var hjá konungi hálftíma. Hann spurði hann margra spurninga, um æviferil og ættingja — en ættin hafði verið í konungs- þjónustu kynslóð eftir kynslóð. Kon- ungi leizt vel á Peter og frá hirð- arinnar sjónarmiði var hann giftur boðlegri konu. Mánuði síðar tók hann til starfa. Ef þessi saga hefði verið tilbún- ingur, hefði verið freistandi að leggja sérstaka merkinu í að Peter hitti Margaret þegar hann kom á konungsfund í fyrsta skipti. En þetta var svo. Um það leyti bjó Margaret með Elizabeth eldri systur sinni í Windsor Castle. Þær komu til London einu sinni í viku. Eftir að Peter kom út frá kon- ungi stóð hann um stund í gangin- um og var að tala við mann, sem hann þekkti. Elizabeth og Margaret gengu framhjá. Peter var kynntur þeim. Margaret var þá þrettán ára, og fyrir hennar sjónum var Peter ekki annað en einn af þessum ein- kennisbúnu mönnum, sem alltaf voru að flækjast í höllinni. Og hvernig leizt Townsend á telp- una? Hún var lappalöng og fjörleg, og hafði svo mikið að segja, að hún kom því ekki út. Hún lét móðan mása og röddin var miklu hærri en venjulega muldrið, sem oftast heyrðist innan konungsfjölskyld- unnar. Þau urðu hvorugt fyrir nokkrum áhrifum við þessi fyrstu kynni. PETER LÍKAR VEL. Að starfa við hirðina er einkenni- leg atvinna og gengur oft í ættir. Aðalstarfið er að sjá um, að allt gangi eftir ákveðnum reglum, sér- staklega við gestakomur. Og að ganga sem bezt frá öllum undir- búningi, þegar það konuunglega heimsækir aðra bæi eða kemur á opinber mannamót. Starfsmennirnir eiga að hjálpa til við ræðurnar, halda á blómvöndum, sem afhentir erú, en umfram allt mega þeir ekki láta mikið á sér bera. Peter Townsend þótti efnilegur hirðmaður. Konungi líkaði miklu betur við hann en ýmsa hirðmenn, sem verið höfðu hjá honum í mörg ár. Konungurinn var ekki heill heilsu. Hann var taugaveiklaður og varð uppstökkur, ef hann hafði of mikið að hugsa um. Peter var van- ur þesskonar skapi. Hann hafði átt við fjölda af þreyttum flugmönn- um, sem hóguðu sér alveg eins. Konungur lét Peter og fjölskyldu hans fá hús í Windsor Great Park. Það hét Adelaide Cottage og var þriggja metra há limgirðing fyrir framan það. Þetta var fyrsta heimilið, sem Peter og Rosemary höfðu eignazt, en þrátt fyrir sambandið við kon- ungsfjölskylduna, var líf þeirra fremur fábreytilegt. Húsið, sem var með fallegum garði í kring, hafði verið byggt handa Adelaide, drottn- ingu Williams IV., og um skeið hafði það verið notað handa óléttum hirð- frúm, sem ekki máttu láta sjá sig á almennafæri. Rafmagnsleiðsla var lögð í húsið frá Windsor Castle. En straumUrinn var svo veikur, að hann þoldi ekki nema ryksugu og lítinn rafmagnsofn samtímis. Inni var húsið leiðinlegt, með victoríönsku veggfóðri og ljót- um húsgögnum frá victoríutímum. Það hefur kannske haft nokkra þýðingu, að konungurinn lét Towns- end fá bústað, sem var svona nærri konungsbústaðnum, Windsor Lodge, þar sem hann, drottningin og prins- essurnar dvöldu að jafnaði um helgar. VINUR KONUNGSFÓLKSINS. Peter varð brátt kunnugur prins- essunum tveimur, sem vegna stríðs- ins voru látnar vera í Windsor Castle. Árið 1940 höfðu margir talið konung á að senda prinsessurnar til Canada, svo að þær væru óhult- ari þangað til stríðinu lyki. En kon- ungur neitaði því og drottningin tók í sama streng og sagði: — Ég læt þær ekki fara án mín, og ég fer ekki frá konunginum. Margaret átti heima í Windsor Castle frá 10 til 15 ára aldurs. Hún fór frá London sem lítill stelpukubb- ur, svo notuð séu hennar eigin orð, og kom aftur til að fagna friðnum sem lappalöng gelgjustelpa. Rosemary og Peter höfðu eignazt annan strákinn í febrúar 1945. Þó að Peter hefði ekki verið stallari nema eitt sár, féllst konungur á að vera skírnarvottur að króanum. Townsend var staðgengill konungs við skírnina, 3. nóvember 1945, og drengurinn var skírður Hugo Ge- orge eftir skírnarvotti sínum. Eftir skírnina komu prinsessurnar í Adelaide Cottage og drukku te. Þetta varð fyrsta sunnudagsheim- sóknin þeirra af mörgum. Elizabeth féll vel að tala við Rosemary, en Margaret lék sér við börnin og Peter lá í hægindastól og hvíldi sig. Stundum komu konungshjónin til að sækja dæturnar, en oftast skil- aði Peter þeim heim sjálfur. Margaret kom aldrei í Adelaide Cottage nema með Elizabeth eða drottningunni. Stundum ók Rose- mary líka manninum sínum út að hesthúsunum, svo að hann gæti komið á hestbak með prinsessunum. Eftir að Elizabeth var gift hertog- anum af Edinburgh komu þau líka oft og heimsóttu Townsendhjóniri. En hvernig kom svo hertoganum og Townsend saman? Fyrst, eftir að Phiíip kvæntist, þótti honum gott að eiga Peter fyrir kunningja. Phil- ip átti fáa vini, og honum þótti gott að geta talað við Philip í höllinni. Þegar hertoginn fór að fá áhuga á flugi leitaði hann oft til Townsends, því að þar var ekki komið að tóm- um kofunum hvað flug snerti. En samt urðu þeir aldrei nánir vinir. Þeir voru mjög ólíkt skapi farnir. Vinur þeirra beggja hefur sagt um þá: — Philip er karlmenni út í æsar, en það er Peter ekki. Og svo var hitt, að Townsend var þjónandi maður við hirðina, en Philip fjölskyldumeðlimur. HJÓNABANDIÐ RAKNAR. Að fráteknum konunglegu heim- sóknunum var fátt um gesti hjá Townsendhjónunum. Rosemary var oft ein heima með drengina tvo og vinnufólkið. Peter vann venjulega tvær vikur samfellt, og.fékk svo hvíld á milli. Á daginn var hann í skrifstofu sinni í Buckinghham Palace, stóru gamal- dags herbergi á neðstu hæð, með dökkgrænum þiljum, marmaraarni og gömlu mahogniskrifpúlti við gluggann, sem vissi út að garðinum. Á nóttunni hafði hann svefnher- bergi í höllinni. Ef hirð'in dvaldi í Balmoral í Skotlandi, hafði Towns- end herbergi í einum hallarturnin- um þar. Á Sandringham hafði hann skemmtilegt herbergi með nýtízku húsgögnum. í höllinni snæddi hann með hirð- dömunum og einkariturunum. Borð- stofan var kringlótt með málverk- um í loftinu. Þar hafði einhvern tíma verið bókastofa, með innskot- um, sem bókahillurnar stóðu í. Þær vikurnar sem hann vann, kom hann alls ekki heim. En svo fékk hann sex vikna frí, og var heima allan þann tíma. Þessi vinnu- tilhögun var ekki hentug kvæntum manni. Rosemary var ýmist „hús- ekkja" eða þá að maðurinn var hjá henni að staðaldri. Það síðara reyndi eins mikið á taugarnar í báðum eins og að vera ein. Þessi óreglulega til- högun reyndi á hjónabandið. Peter, sem að eðlisfari var starfsmaður, leiddist þegar hann hafði ekkert fyr- ir stafni heima. Hann hafði allt of rnikið frí. Og til þess að ráða bót á því, starfaði hann sem vátryggj- andi hjá Lloyds inni í London í frí- unum. En þegar frá leið, varð sam- band hans við konunginn nánara, og að sama skapi dró úr samband- inu við konuna. Rosemary kvartaði undan, að Peter væri aldrei heima. Hjónabandið hefið kannske þolað þetta, ef þau hjónin hefðu verið skaplíkari. En það fór versnandi. Peter kunni vel hirðstarfinu. Hann var skyldurækinn og hugsaði mest um að þjóna konungi sínum. ^22r annáíurn W4. Um biskupa skipti (3rd k'iuu) Þegar biskup Ögmundur var nú mjög hniginn á efra aldur og upp- gefinn maður, sjötugur eður vei svo, því mest gekk að honum sjón- leysi, kjöri hann annan sér til með- hjálpara og í sinn stað eptir sig: það var Sigmundur, systursonur biskups Ögmundar, sonur Ásdísar Pálsdóttur og Eyjólfs á Hjalla, bróðir Þórólfs bónda Eyjólfssonar; hann hélt Hítardal vestur, og þótti vel að sér, var hann kjöririn á prestastefnu til biskupsdæmis eptir biskup Ögmund frænda sinn, sigldi hann og vígðist, en lifði fá daga í biskupsdæminu, ekki fleiri en 19, liggur hann í Þrándheimi; hann hafði fengið fótarmein og lysti upp í líkamann; þetta skeði nokkrum árum áður en Viðey var tekin. Eptir það kjöri biskup Ögmundur í sinn stað síra Gizur Einarsson sér til meðhjálpara, því biskupinn hafði látið menta hann austur hjá abbadísi Halldóru; höfðu þessir þrír verið í Skáiholti nokkur ár: Gizur Einarsson, Gísli Jónsson og Oddur Gottskálksson; höfðu þeir allir fengið nokkurn smekk utanlands af réttum evangeliskum iærdómi, en þorðu ekki láta biskup Ögmund vita. Sendi biskup síra Gizur utan, og kostaði hann að öllu og fékk honum reiðupeninga sem hann þurfti, og sigldi hann það sama ár sem Viðey var tekin. Ekki hafði biskup neina grunsemd um annað, en hann mundi vera sér trúr og hollur, svo sem sjálfum sér, en hefði nokkur þengt annars, þá hefðu prestar aldrei samþykt að láta hann sigla, en hann launaði honum ei betur en fleiri aðrir, sem biskup Ögmundur hafði mart gott og mik- ið til góða gjört. Næsta sumar þar eftir kom herra Gizur út með þeim Hafnfirðingum, því hann sigldi með þeim; reið hann strax heim í Skál- holt frá Görðum við fjórða mann, tók biskup Ögmundur honum vel, afhenti honum staðinn strax, en hafði sig burt; var það í vikunni fyrir fardaga að herra Gizur kom út, en biskup Ögmundur kom til Hjalla miðvikudaginn í fardögum, og hafði þá farið alfarið með öllu úr Skálholti. Litlu síðar kom kóngs- skip í Hólminn, þar voru þeir á sem bífalning höfðu að sækja biskup Ög- mund, því sagt er herra Gizur hafi það fram borið fyrir kónginn og ráðið, að hér mundi ekki neitt tak- ast að framkvæma í evangelio með- an biskup Ögmundur lifði, því var riddarinn hingað sendur með ij c fólks, hét hann Christoffur, og með honum Otti Stígsson. Strax þá biskupinn herra Gizur spurði, að herra Gizur honum til að settu dag með sér í Kópavogi, var sá dagur riddarinn væri út kominn, skrifaði á þriðjudaginn eptir fardagaviku, voru þeir á eintali allan daginn, en að því enduðu beíddust þeir hesta inn í Hólm, og þaðan í Skálholt, ekki fleirum en átta; kvað biskup þeta upp þess erindis, að riddarinn vildi gjöra sér umskipti, taka smjör og vaðmál fyrir drykk. — Það er aðeins ein leið til að verjast fitu, og það er hreyfing og leikfimi, sagði læknirinn við sjúk- linginn. —¦ Þetta er nú vitleysa. Konan mín er með undirhöku, og ekki þurfa kjálkarnir á henni þó að kvarta undan hreyfingarleysi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.