Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Side 8

Fálkinn - 24.07.1959, Side 8
8 FALKINN Gubrict tluinltis: STÚLKAN, Aepi km Miht ★ ★ ★ ★ Kata var hræðilega óstundvís. En Öli þóttist hárviss um að geta kennt henni að gleyma ekki tímanum né sjálfri sér. ★ ★ ★ ★ KATA var alltaf of sein á sér. Þegar f jölskldan ætlaði eitthvað var það alltaf Kata, sem varð að hlaupa inn aftur á síðustu stundu, til að sækja eitthvað sem hún hafði gleymt. Og það var Kata, sem alltaf varð eftir af sporvagni eða áætlun- arbíl og varð að leigja sér bíl í stað- inn, þó hún hefði alls ekki efni á því. Fólk sem mælti sér mót við Kötu hafði alltaf vit á að tiltaka tímann minnsta kosti tíu mínútum fyr en þurfti, en það kom að litlu haldi, þvi að Kata vissi það og bætti svo tíu mínútunum við — og dálítið meiru. Og samt vildi fólk gjarnan vera með Kötu — sérstaklega Pétur, sem gerði sér von um að giftast henni einhverntíma. Hann hafði verið fylgifiskur hennar síðan þau voru saman í Laufásborg. Pétur hafði verið þolinmóður fylgifiskur, en upp á síðkastið var hann ekki jafn umburðarlyndur við Kötu fyrir óstundvísina og hann hafði verið. Hann var sem sé að afplána berskylduna og það hafði skerpt meðfædda hneigð hans til reglu og nákvæmni. — Sannast að segja, Kata, hafði hann sagt seinast sem hann kom í heimfararieyfi (Kata hafði komið svo seint í leikhúsið að búið var að draga upp tjaldið) og þau urðu að bíða úti á gangi þangað til 1. þætti var lokið, — . . þú ert heppin að vera ekki herskyld. Ekki skil ég hvernig færi, ef heræfingarnar ættu að vera háðar stundvisinni þinni. Eða til dæmis ef þú værir húsmóðir, bætti hann við hugsandi. — Hugsum okkur ef hann ætti að ná í ákveðna lest á hverjum morgni og morgunmaturinn væri ekki til- búinn . . . Það var ömurleg tilhugsun. Kata sá hann í anda fara í vinnuna með gaulandi garnir, af því að hún hafði orðið of sein að sjóða eggið . . . — Kata! sagði Hamilton og hún truflaðist í Péturshugleiðingunum sínum. — Hvernig var það með reikningana sem . . . — Já, alveg rétt, sagði Kata sem iðrandi syndari. — Ég hef ekki lok- ið við þá ennþá, en nú skal ég undir eins . . . Hamilton var í mikilsverðri stöðu í gimsteinaverslun Leylands. Stund- um var fólk að spyrja hann hvernig hann gæti komist af með jafn gleymna og óábyggilega stúlku og Kötu sem ritara, og Hamilton svar- aði að hún strammaði upp ábyrgð- artilfinningu hans sjálfs. Fyrri skrifstofustúlkan hafði verið ham- hleypa og vinnuvél, sem fór með Hamilton eins og hann væri hálf- gerður sauður. En hinsvegar fannst honum hann vera mikilmenni í námunda við Kötu. Hún hafði sérstakt lag á að vefja fólki um fingur sér. Þó ekki væri nema röddin hennar í símanum — sótvondur skiftavinur maiaði eins og kisa, þegar hún hafði talað við hann í fáeinar mínútur. Kata lauk við reikningana og fór upp í bókhaldið með þá. Þeir áttu að vera tilbúnir daginn áður, en Woodruff sem stjórnari bókhaldinu Hún tók símann og hringdi á skrifstofuna. var ungur og óframfærinn, og Kata vissi að hún þurfti ekki annað en brosa til að hafa hann góðan. En nú var Woodruff ekki viðstadd- ur. Við borðið hans sat ókunnur ungur maður, sem talaði stutt en skoi'inort í símann. Þetta verður ógaman, hugsaði Kata með sér og horfði á breiða hökutrjónuna á honum. Þegar hann lauk símtalinu og sneri sér að henni, brosti hún ísmeygilega til hans. — Ég bið afsökunar á því að ég varð dálítið sein fyrir með þessa reikninga, sagði hún. Hann leit á blöðin. Eiginlega var hún ekki orðin of sein, því að Wood- ruff hafði beðið um reikningana degi fyrr en hann þurfti á þeim að halda. — Já, einmitt, sagði liann. — Hver er ástæðan til seinkunarinn- ar? Kata hafði athugað manninn vandlega. Þrátt fyrir hökuna og stutta spunann tók hún eftir að hann var með glettihrukkur í augnakrókunum og kringum munn- inn. Mér dugir að tala í léttum tón við hann, hugsaði hún með sér. — Það byrjaði þegar ég var að ná í mjólkina í morgun, sagði hún. — M j ólkur ekillinn hafði skilið garðshliðið eftir opið og hundurinn nágrannans var kominn inn í garð og búinn að umturna fjólubeðinu hennar mömmu .... Hún hafði reynst mannþekkjari. Óli Manson fór að skellihlæja. EFTIR þriggja vikna kynni við Kötu var Óli Manson orðið full- kunnugt um breyskleika hennar. Hann kom sjálfur niður í skrifstof- una til að biðja um reikninga, sem höfðu átt að vera tilbúnir daginn áður. — Hvað tafði yður núna? spurði hann forvitinn. Kata hafði átt erfiðan morgun. Hún hafði byrjað daginn vel, meira að segja hafði hún verið svo snemma á fótum að hún taldi sig hafa tíma til að vökva blómin áður en hún gleypti í sig litlaskattinn. En svo hafði hún týnt buddunni sinni, og hún missti fyrir bragðið af strætis- vagninum og kom hálftíma of seint í vinnuna. Því miður hafði Hamilton verið snemma á ferli einmitt í dag. Hann hafði opnað sín eigin bréf og sett bréf frá Pétri upp á rönd á borðið hjá Kötu. — Þegar þér hafið lokið við að lesa einkabréf yðar, þóknast yður kannske að koma inn og skrifa nokkur bréf fyrir mig, sagði hann í bítandi hæðnitón. Pétur skrifaði að símskeytið sem Kata hafði sent honum — eftir að hún hafði komið of seint í póst- húsið með þakkarbréfið fyrir heim- boðið á dansleikinn í setuliðsbæn- um — hefði verið afhent sér í miðri æfingu, og kapteininn hefði dregið hann sundur og saman í háði. Kata mætti fyrir alla muni ekki senda fleiri símskeyti. Honum þótti vænt um að Kata

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.