Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 9
FALKINN gat komið á dansleikinn, en minnti hana á, að aðeins færi ein lest á þennan stað, og til þess yrði Kata að ná í strætisvagninn, sem hafði bið fyrir utan húsið hennar ekki seinna en klukkan sjö. Já, þetta hafði verið erfiður morg- un. Kata horfði á Óla, sem rétti höndina fram eftir lista, sem hún var ekki einu sinni byrjað að af- rita, og nú gaf hún upp alla vörn. — Það kom ekkert sérstakt fyrir mig, sagði hún lágkúruleg. — Ég varð bara of sein. —¦ Ég er alltof of sein. Líklega missi ég stöðuna fyrir það. Óli athugaði hana betur. — Kom- ið þér og borðið árdegisverð með mér, sagði hann. — Þér getið skrif- að listann á eftir. Það er betra að þér fáið eitthvað í magann. —¦ Ég er forvitinn um yður, sagði hann yfir kaffinu. — Ég á við þetta, að þér eruð altaf svona sein fyrir. Ég gekk einu sihni á námsskeið í sálarfræði, og ég hefði gaman af að finna ástæðuna til þess að þér eruð alltaf svona sein á yður. — Ég vildi óska að þér gætuð það, sagði Kata. Svo lagði hann fyrir hana marg- víslegar spurningar. Átti hún erfitt með að komast á fætur á morgana? Hafði hún altaf verið svona? Var hún lengi úti á kvöldin, ef eitthvað var á seiði, sem hún vildi ekki missa af ? — Osei-sei-já, sagði Kata. — Það er svo margt. — Yður finnst kannske einskon- ar sport í þessu? sagði hann. — Að það sé til dæmis eins og að sigra í kapphlaupi, ef yður tekst að koma á réttum tíma? — Nei, það er alls ekki neitt líkt því, sagði Kata. En kannske var það nú einmitt svo, hugsaði hún með sér. — Og hvaða niðurstöðu hafið þér svo komist að? spurði hún. — Þetta er ekki mjög alvarlegt, sagði hann brosandi. — Þér eruð ekki löt. Kannske' eruð þér full bjartsýn og haldið að þér séuð fljótari á yður en yður er unt að vera. Þér hafið áhuga fyrir því sem yður kemur ekkert við, og sökkvið yður svo mikið niður í það, sem þér eruð að gera þessa stundina, að þér gleymið öðru, sem þér eigið líka að standa skil á. Meinið er að þér hafið ekki tíma-meðvitund. Við eigum öll ofurlitla klukku í heila- búinu, en yðar gengur langtum of seint. — Ég skil, andvarpaði Kata. — Þér megið ekki vera svona dauf í dálkinn, sagði Óli. — Það er ekki dauðasynd að vera óstundvís. Ef þér t.d. sem húsmóðir og móð- ir . . . . — Já, einmitt, sagði Kata. Hann var svo skilningsgóður á þetta, að hún sagði honum frá bréfi Péturs. — Hvað munduð þér segja ef stúlka léti yður bíða 25 mínútur, þegar þér hefðuð aðeins fjórum tímum úr að spila? spurði hún. — Nú, það er þá svona, sagði hann. — Jæja, ef yður langar til að læknast, þá hugsa ég að ég geti hjálpað yður. Morguninn eftir kom hann inn á skrifstofuna hennar með ofurlítinn ferhyrndan böggul. — Þetta er svona klukka, eins og notaðar eru í eldhúsum, sagði hann. — Nú gerið þér áætlun um það, sem þér þurfið að ljúka fyrir hádegi, og stillið klukkuna þannig að hún hringi þegar þér eigið að vera búin með ákveðið verk. „Pin-lingeling!" klukkan með vissu millibili. Það var gaman að keppast við hana. Og Kata var montin þegar hún hafði lokið við verkið 5 mínútum áður en klukkan hringdi. Hún var að keppast við að undirbúa sýningu á Fontenaygim- steinunum, sem Leyland ætlaði að sýna til ágóða fyrir líknarstarfsemi. — Gekk allt vel? spurði Óli þeg- ar sýningin hafði verið opnuð. — Hvernig dugði klukkan? — Hún er undraverð. Og þetta er svo einfalt. Að mér skuli ekki hafa dottið það í hug fyr? — Ég vona að hann vinur yðar verði ánægður. —¦ Já, bara að ég nái nú lestinni út til hans. Hann segir að eg verði að fara með strætisvagni kl. 7 á brautarstöðina, og þá hef ég aðeins fimm korter til að hafa fataskifti. Það ætti að vera nóg, en ég er laf- hrædd um að eitthvað fari í ólestri. — Reynið að skipuleggja það. Hafið þér klukkuna með yður heim. Skrifið lista yfir allt sem þér þurfið að gera og áætlið að verða ferða- búin tíu mínútum áður en þér þurf- ið að fara. Látið einhvern hafa gát á klukkunni fyrir yður .... — Það er ekki hægt, allir heima fara í leikhús í kvöld, og kl. 6,50 er eg ein í húsinu. — Jæja, ég skal síma til yðar. Ég vinn hérna fram á kvöld og síminn er við hliðina á mér. Ég skal hringja kl. 6,50. Kata lá í baðkerinu. Klukkan tif- aði. Nýi kjóllinn lá inni á rúmi, strauað millipils og nýir nylon- sokkar. Þrjú korter þangað til Óli átti að hringja, og hún átti ekki annað eftir en klæða sig, greiða sér og méla sig í framan. Óli sat við borðið og var að leggja saman tölur. Og jafnframt hugsaði hann til Kötu. — Þá marr- aði í gólfinu á ganginum. Hver gat það verið? Dyrnar opnuðust, hann heyrði hása rödd segja: Hreyfið yður ekki. Snertið ekki símann! „Ping!" sagði klukkan. Cathy fór upp úr baðkerinu. Tíu mínútur til að klæða sig. Fimtán mínútur að laga sig í andlitinu. Og enn tíu mínútur til vara. Hún horfði með vandlætingu á neglurnar á sér. Liturinn fór ekki sem best við kjólinn. Faliegra að hafa kóralraut. Kata leit á klukk- una. Hafði hún tíma til að lakkbera neglurnar? Pétur mundi hafa sagt að hún hefði engan tíma til þess. Sjö- vagninn á brautarstöðina, hafði hann sagt. En það væri eflaust nóg ef hún tæki vagninn 10 mínútur yfir sjö. Hún teygði höndina eftir nagla- lakkinu. Símilnn hringdi þegar hún var með níundu nöglina. Kata lyfti heyrnartólinu varlega. — Þetta er þrem mínútum of snemma, sagði hún. — Afsakið þér! sagði rödd — sem ekki var Óla. Það var Charles King, sem bjó í næsta húsi. Hann spurði hvort hún gæti komið boðum til konunnar sinnar, að hann kæmi ekki fyr en seint heim. King hafði ekki síma. — Ég skal gera það, sagði Kata og leit á klukkuna. Hún kallaði til frú King yfir girðinguna en varð að bíða um stund meðan frú King var að fár- ast yfir að steikin hefði brunnið í ofninum. Klukkan 7 mínútur í 7 þegar hún ¦ kom inn aftur. Óli hafði ekki hringt en nú náði hún ekki 7-vagninum. Hún greiddi sér og málaði sig í flughasti. Klukkan var 5 mínútur yfir sjö, og enn hafði Óli ekki hringt. Eftir tvær mínútur varð hún að f ara ef hún ætti að ná vagninum 10 mínútur yfir sjö. — Hún hringdi á skrifstofuna. Vinstri handleggur Óla var orð- inn dofinn í böndunum. Hann verkjaði í höfðinu og annað var límt aftur, það höfðu orðið svift- ingar áður en þeir gátu bundið hann. Þeir voru tveir á móti ein- um. Annar ræninginn, mesti beljaki, hafði lamið Óla til óbóta af því að hann neitaði að segja þeim stafaröðina á lásnum á peninga- skápnum. — Láttu hann vera, sagði hinn. — Við finnum stafaröðina. Nú voru þeir að bisa við skápinn. Þá hringdi síminn. — Svaraði! sagði annar bófinn. — Hann fer í taugarnar'á mér. En sambandinu var slitið. Kata, hugsaði Óli með sér. Ný von! Síminn hringdi aftur. — Taktu tólið og láttu það liggja! Óli gat séð á klukkuna, þaðan sem hann lá. Hún var 23 mínútur yfir sjö. Lest Kötu átti að fara eftir fimm mínútur. Hann heyrði ánægjumuldrið innan úr skrifstof- unni að bófarnir höfðu opnað skáp- inn. Þeir mundu verða farnir á á fjöll áður en hann næði í hjálp. Enginn mundi sakna hans fyr en í fyrramálið. Allt í einu heyrði hann marra í gólfinu úti á ganginum. Hann heyrði einhvern á hlaupum og kall- að var. Dreymdi hann eða var Kata þarna að stumra yfir honum? Hún leysti fyrst skítuga klútinn, sem bundinn var fyrir munninn á hon- um. — Ertu særður? Æ, augað þitt! Við verðum að skera á þessi hönd, Sullivan, sagði hún. Stofan var full af lögreglumönn- um. Eða einhverjum bláklæddum mönnum. — Hvernig gastu vitað þetta? spurði Óli og leit á Kötu. — Og hvernig gastu komið svona fljótt. Og komist inn? — Ég vissi að eitthvað hlaut að vera að úr því að þú símaðir ekki. Á leiðinni mætti ég slökkviliðs- vagni. Ég þekkti Sullivan og skýrði þetta fyrir honum og svo fórum við. Þeir eru afbragð . . . af hverju ertu að hlæja Óli? — Að þér. Þú ert svo falleg. Og — þú náðir ekki í lestina. Þú komst til mín í staðinn. — Já, sagði Kata. — Þú minntir mig ekki á að ná í lestina. Pétur verður fokvondur. En hún virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því. — Gerir það nokkuð til? spurði Óli. Hún var svo nærri honum að hann gat tekið utan um hana, og hún lagði kinn að kinn. -— Nei, hvislaði hún. Og eftir dálitla stund sagði hún: — Þú hef- ur rétt fyrir þér. Ég kemst þangað sem ég vil komast. — Það hef ég alltaf vitað, sagði Öli. Og allt í einu sá hann í anda skreytta kirkju full af brúðkaups- gestum og Kötu í skýi af hvítum guðvef koma svífandi upp að altar- inu og þar stóð brúðguminn — sem ekki var í hermannabúningi heldur Óli sjálfur —: og beið. Þegar draumurinn rættist þrem- ur mánuðum seinna, var Óli kann- ske sá eini, sem ekki varð orðlaus af undrun þegar brúðurin kom stundvíslega upp að altarinu. * Skrítlur Dengsi hugsar sér gott til gló&ar- innar, þegar pabbi skrúfar frá garð- slöngunni. Með á nótunum. — Nei, ég get ekki séð að það sé neitt að augunum í honum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.