Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAGAN ☆☆☆ KAPPINN ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Kastljósin gljáðu á stæltum vöðv- um. Þúsundfalt óp heyrðust úr börkum áhorfendanna, og með sig- urbrosi fleygði vöðvakappinn, lyft- ingameistarinn Bobby Wreit, hand- vogastönginni frá sér svo að brak- aði í gólfinu á leiksviðinu. Ljós- myndararnir hófu vélarnar á loft og hver blossinn kom eftir annan. Þegar fólkið fór að jafna sig gekk leikstjórinn fram á sviðið og til- kynnti að Bobby Wreit hefði unnið heimsmeistaratignina í lyftingum. Fólkið öskraði svo að litlu munaði að litlu munaði að þakið færi af húsinu, og enn einu sinni varð meistarinn að setja sig í stellingar á sviðinu, svo að hægt væri að taka af honum fleiri myndir. Þegar loksins var orðið kyrrt gekk leikstjórinn aftur fram á svið- ið, lyfti hendinni og bað um hljóð. Svo sagði hann: „Nú ætlar Bobby Wreit að gefa aukanúmer. Hann ætlar að pressa úr sítrónu í annarri hendinni, þangað til hún verður skraufþurr." Fólkið hagræddi sér á bekkjun- um. Bobby Wreit fékk sítrónu og hélt henni upp til sýnis. Hann klemmdi svo að hnúarnir hvítnuðu, safinn spýttist langar leiðir svo að votir blettir komu á gólfið. Eftir nokkrar sekúndur var sítrónan fyrr verandi orðin að klessu, skraufþurr og hvít. Fólk klappaði hamslaust, leikstjórinn brosti í kampinn og spurði, hvort nokkur vildi reyna að leika þetta eftir, að reyna að ná dropa úr klessunni, sem eftir var af sítrónunni? Sá, sem það gæti, skyldi fá 500 krónur! Nú varð þögn í salnum, enginn gaf sig fram------ og leikstjórinn skoraði aftur á fólk- ið. Loks varð hreyfing aftarlega í salnum, gráhærður, lítill karl með gleraugu gekk upp á sviðið. Leik- stjórinn leit á hann og brosti, og stakk sítrónuklessunni í lófann á manngarminum. Hann tók við og kreppti hnefann. Dauðaþögn í saln- um. Augnaráðið bak við gleraugun varð ofurlítið hvassara, en enginn DIRK BOGARDE - AUGA5TEINN UNGLJ STÚLKNANNA Þegar Dirk Bogarde byrjaði að vinna fyrir sér, fékk hann 7 sh. 6 pence í vikukaup. Nú á hann verð- mætt hús frá 18. öld, 15 herbergja íbúð, skammt fyrir utan London og mokar saman peningunum. Sumir segja, að velgengni hans byggist á því, hve látiaus hánn sé í fram- komu aðrir þakka það því hve góð- ur leikari hann sé. En hvað sem því líður þá hefur hann yndi af að njóta vinsælda. Og kvenfólkið tign- ar hann eins og goð, allt frá ferm- ingartelpum til piparkerlinga. Og strákarnir dást að honum líka og reyna sem bezt að stæla hann. Dirk fær ekki aðeins bréf frá ungu stúlk- unum heldur líka frá rosknum kon- um, sem bjóðast til að verða ráðs- konur hjá honum kauplaust, að- eins til að fá að vera nærri honum. vöðvi bærðist í andlitinu. Fólk beið í ofvæni og starði á hina margum- ræddu sítrónu, og nú — það var engin missýning — kom ofurlítill dr'opi úr sítrónunni. Nú ætlaði allt af göflunum að ganga, og þegar áhorfendurnir fóru svolítið að kyrr- ast dró leikstjórinn manninn nær hljóðnemanum og sagði: „Heyrið þér, maður minn. Hvaða atvinnu stundið þér?“ Maðurinn lagaði á sér hálsbindið, ræskti sig og sagði: „Ég rukka fyrir skattstofuna!“ Leiklistin er honum í blóð borin. Móðir hans var leikari og föðurafi hans var leikari. Sjálfur var hann í fyrstu hneigðastur fyrir að mála. Hann gekk í skóla í Glasgow og síð- an í Hampstead, London, en þar var hann fæddur, 20. marz 1920. Hann menntaðist líka í Frakklandi og lagði stund á leiktjaldamáln- ingu í London. Hann réðst sem snattstrákur við sama leikhús fyrir sh. 7-6 á viku. Svo bar það við, að einn leikandi veiktist og Dirk fékk að hlaupa í skarðið fyrir hann svo til fyrirvara- laust í leikriti Priestleys: „When We Are Married“. Þá hækkaði kaupið upp í guineu á viku! Næst íerðaðist hann með umferðarleik- flokki og loks fékk hann fasta ráðn- ingu við leikhús í London. En þá skall stríðið á og Dirk Bogarde fór i herinn. Þar var hann sex ár, ým- ist í Evrópu eða Burma. Svo varð hann að bíða í 5 ár unz hann fékk hlutverk hins sál- sjúka morðingja í „Power Without Glory“. Þetta hlutverk varð til þess að hann var ráðinn til Ranks-kvik- myndafélagsins. Síðan hefur hann leikið í fjölda mynda. „Læknir til sjós“ var 21. myndin hans. Síðan hefur hann leikið í „Vindurinn getur ekki les- ið“. Nú er hann talinn vinsælasti kvik myndaleikarinn í Bretlandi og er kunnur erlendis líka. Hann hefur leikið í ýmsum löndum, á Spáni í „Spánski garðyrkjumaðurinn“, í Ítalíu „Konungdæmi Campbells“, í Frakklandi í „Tale of Two Cities“, eftir Dickens, og myndina „Vindur- inn getur ekki lesið“ lék hann á Ceylon. En alltaf kemur hann heim á milli í 15 herbergja íbúðina. „Ég nota öll herbergin,“ segir BÆÐI FENGU „OSCAR“. — Ilérna er Susan Hayward vera að þurrka svitann af enninu á David Niven, eftir að þau höfðu fengið hin frægu verðlaun afhent í Pantages-leikliúsinu í Hoollywood. Susan fékk sín verðlaun fyrir leik sinn í „Ég vil lifa“, en David fyrir hlutverk sitt í „Seperate Tables“. k £itt aff ktierju * hann. „Og ég safna öllu, sem ég næ í. Málverkum, myndum úr blöð- um, sem ég hengi á veggina í snyrtiherberginu mínu. Ég á líka mikið safn af tindátum, og hef sagt vinum mínum, að ef þeir séu í vandræðum með jólagjöf handa mér geti þeir gefið mér tindáta.“ Rautt er uppáhaldslitur hans. Sálfræðingarnir segja, að það sé ein ástæðan til þess hve vel honum hef- ur vegnað, því að þeir sem dái rauða litinn séu framgjarnir og harð- skeyttir. En Dirk er hvorugt. Blaðamaður náði tali af honum, er hann var að fara á frumsýning- una á „My Fair Lady“ og bað hann um að segja eitthvað af sjálfum sér, sem enginn vissi áður. — Það var til mjög mikils mælst, sagði hann. — En það hefur verið skrifað mik- ið um þig, meira að segja tíundað í blöðunum hve mikið þú hafir borg- að fyrir borðstofustólana þína! Áttu engin leyndarmál? Eitt hlýtur það að vera, sem þú hefur ekki sagt neinum frá áður? - — Komdu hérna, sagði hann. — Ég skal segja þér nokkuð. Og svo dró hann mig afsíðis og hvíslaði að mér. — Þetta er stórkostlegt, sagði ég. — Hjartans þakkir! En gleymdu ekki, að þú mátt ekki segja það neinum. Þá slumaði í mér. Hvaða gagn hafði ég af að vita leyndarmál, sem ég mátti ekki segja neinum frá. En síðan stæri ég mig af að geta þagað yfir leyndarmáli. ÖKUKAPPINN STIRLING MOSS. hefur eigi adeins áhuga fyrir hrað- akstursbílum (,,racers“) heldur líka úrvals-kynjum (,,racers“). Hann rckur sem sé chincillakanínu-bú á lieimili föður síns og reynir að ná sér í úrvalsgripi af þessari loðdýra- tegund. — Ilér sést hann ásamt konu sinni á flugvelli í London, og er að skoða sendingu af chincilla, sem var að koma til hans frá Can- ada. ★ Tveir strákar höfðu verið óþægir í, kennslustund, og kennarinn refs- ’ar þeim með því að skipa þeim að skrifa nafnið sitt 100 sinnum þeg- ar þeir hafa skrifað dálitla stund, segir annar: — Þetta er nú ranglátt, kennari. Ég heiti Steingrímur en hann heitir Ari. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.