Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN _¦>?>' J yc ^rramh talaóíaqa • • Anna Beaumont er komin af frönskum innflytjendum og á heima vestur í Cali- forníu og hjálpar foreldrum sínum til að vinna fyrir heimilinu. Hún er trúlofuð Tom O'Connor, efnilegum skógarhöggs- manni og þau ráðgera að giftast og stofna heimili innan skamms. En þá verður Anna fyrir því óláni að kynnast slæpings-stúdent af ríku tildur- fólki og verður þunguð af hans völdum. Stúdentinn er ræfill og móðir hans hefur hann í vasanum, og hún er svo „fín" að hún tekur ekki í mál að hann giftist „al- múgastúlku" eins og Önnu. Vitanlega á hann að giftast „fínni" stúlku, og í þess- arar móður augum þýðir „fínn" sama og ríkur. En það eru ekki allir ríkir menn á sama máli og hún. Sagan segir frá örlögum Önnu og hvernig rætist úr þessum ógöng- um fyrir henni. Og það er svo eftirtektar- verð saga og vel sögð, að lesandinn er for- vitinn um framhaldið. Sagan er eftir Kathleen Norris, sem hef- ur unnið sér afar miklar vinsældir víða um heim. Er þetta ein af hennar beztu sögum. VILLTU hjálpa mér með heimastílinn minn, Anna?" sagði Arthur í bænarróm. Hann hafði hreinsað til á einu eldhúsborðshorninu og lagt bækurnar sínar fyrir framan sig. Hann var úfinn, tuggði pennaskaftið og var áhyggjufullur. Anna sneri sér að honum án þess að taka hendurnar uppúr vaskinum, sem var fullur af sprungnum diskum, þykkum, ódýrum vatnsglösum og hníf- um og göfflum. Hana var alltaf að dreyma um að geta keypt nýjan borðbúnað í stað hins gamla, sem var úr sér genginn, en aldrei tókst henni að hafa peninga afgangs til þess. Og . . . . hvernig mundi fara núna? Kvíðahrollur fór um hana. „Um hvað áttu að gera stíl?" spurði hún og vonaði að br.osið sem hún hafði reynt að þvinga fram, hefði þau áhrif, sem hún ætlaðist til. „Það er svo heimskulegt," sagði Arthur kvein- andi. „Jólaleyfið mitt", og „Hvers vænti ég mér af nýja árinu", og „Krossferðirnar" og „Háskól- ar í Evrópu á miðöldum". Þeir einu, sem geta ráðið við síðustu verkefnin, eru þessir lúsiðnu, sem gera ekki annað en sitja yfir bókunum," bætti hann við með öfundarkenndri fyrirlitningu. Anna hló. „Skrifaðu þá um hvers þú væntir þér af nýja árinu," sagði hún. „Láttu það verða karlmannlegt og lýsa áhuga, og skrifaðu eitthvað um að þú vonir að nýja árið færi mannkyninu frið og næði tíl að taka framförum. Skrifaðu hvað þér finnst Sameinuðu þjóðirnar eigi að gera og — nei, annars, þú verður að finna það sjálfur. Það ert þú en ekki ég, sem átt að skrifa stílinn, og þú ættir að geta gert það betur en ég, því að þú ert sá eini sem hefur fengið að halda áfram eftir að barnaskólanum lauk." „Ég veit ekki helminginn af því sem þú veizt, og ég vildi óska að ég fengi að losna úr þessum vesæla skóla," muldraði Arthur og geispaði. „Það væri miklu réttara að ég fengi að hjálpa þér til að vinna fyrir okkur." ,,Þú færð miklu betra kaup ef þú tekur próf fyrst," svaraði Anna og hélt áfram við upp- þvottinn. Hún óskaði þess í huganum að Arthur hefði ekki minnt hana á hve nauðsynlegt það væri, að hún hjálpaði til að vinna fyrir fjölskyld- unni, og leit hornauga til systkina sinna, sem sátu kringum eldhúsborðið yfir lexíunum sínum. Við hliðina á Arthur sat Doodley, tólf ára, með fingurgómana í eyrunum og las. Myrná, sem var fjórtán ára, var að standa upp og tók saman bækurnar sínar. Hún tók þurrku og fór að hjálpa Önnu til að þurrka borðbúnaðinn. Og einhvers staðar í íbúðinni var ljóshærði hnokkinn Danny, fjögra ára, sem lagði í vana sinn að sofna aldrei í sínu eigin rúmi. Anna, sem var elzt systkin- anna, bar móðurlega umhyggju fyrir börnunum. Hún var orðin nítján ára og undanfarin tvö ár hafði hún orðið að hjálpa til að vinna fyrir þeim, því að faðir þeirra hafði aðeins lausavinnu og hana stopula. Hann hafði smátt og smátt flutt sig lengra og lengra vestur á bóginn í hinum mikla landi, og átti nú heima tíu mílur frá San Francisco. Beaumont hét hann og vann nú annað veifið hjá ávaxtaframleiðendunum, en þess á milli í sögunarmyllunum. Bæði frú Beaumont og börnin óskuðu þess heitt, að heimilisfaðirinn fengi sem fyrst betri vinnu, svo að þau gætu fengið skárri íbúð, því að kytrurnar þeirra gerðu varla betur en að rúma leguplássin fjölskyldunn- ar. Eldhúsið var eina vistarveran sem þau gátu hafst við í á daginn, því að það var stórt, og jafnvel þó það bæri þess merki að öll fjölskyld- an yrði að hafast við þar, og þó að þar væri jafn- an fullt af ýmsu dóti, sem þurfti til daglega starfsins — blýöntum, nálum og tvinna, strok- leðrum, skrifbókum og þvílíku, þá kunni allt heimilisfólkið vel við sig þar, og sömuleiðis vinir og kunningjar. Og nú orðið fannst Önnu, að þetta litla heimili og hin mikla eindræni sem var innan fjölskyldunnar, væri það bezta, sem lífið hefði gefið henni. En með hugarkvíða vissi hún að þessu lífi mundi brátt verða lokið hjá henni. Hún mundi ekki geta orðið hjá foreldr- um sínum áfram. Og enn einu sinni ætlaði blygð- unartilfinningin að yfirbuga hana og skelfing- in gagntók hana, eins og elding færi um hverja hennar taug. „Góði Guð, láttu þessari martröð ljúka bráð- um," baðst hún fyrir í huganum. „Láttu mig vakna og komast að raun um að þetta sé ekki satt. Það má ekki vera satt. Hvað hef ég gert?" Hún, sem í sínum fámenna jafnöldru- og fé- lagshóp hafði ávallt verið talin fyrirmynd ann- arra að háttprýði og stillingu. Hún var ekki ein af þeim, sem strákarnir gerðu sér dælt við. Þeir höfðu allir borið virðingu fyrir henni, og hún átti því að venjast að foreldrar hennar og systkin og kunningjar virtu hana. Þó að hún hefði orð- ið bráðþroska vegna ábyrgðarinnar, sem hún hafði innan f jölskyldunnar, hafði hún ávallt ver- ið glöðust í hópi glaðværrar æsku, sem skemmti sér og dansaði á veitingastöðunum, sem voru svo ódýrir að hægt var að skemmta sér þar þó að pyngjan væri létt. En nú gat hún ekki verið glöð. Hún gat ekki hlegið. Þessi sífelldi kvíði breytti brosi hennar í grettur, og bráðum kæmi að því, að hún gæti ekki varðveitt grímuna á sér lengur. Hún óskaði að hún hefði átt einhvern' trúnaðarvin til að tala við. Hvað mundu systkin hennar segja, ef þau vissu hvað komið hafði fyrir hana? Myrna, lappalöng og á gelgjuskeiði, sem var að þurrka diskana með henni þessa stund- ina, dáðist að systur sinni og reyndi að líkjast henni í öllu, til dæmis göngulaginu, og gerði sig fullánægða með að no.ta fatnaðinn, sem Anna var vaxin uppúr, vegna þess að þá hélt hún að hún mundi líkýast henni enn meir. Aumingja Myrna litla. Hvernig mundi henni verða við er hún missti fyrirmyndina? Anna kafroðnaði og fann sviðann af tárunum undir augnalokunum. Hún flýtti sér að hengja þvottaburstann upp á krókinn og tók tappann úr vaskinum, svo að vatnið skyldi renna niður. „Þú getur þurrkað af bríkinni þegar þú ert búin," sagði hún lágt við Myrnu. ,,Ég verð að hugsa um að Danny komist úr fötunum og í rúmið." Hún fór út úr eldhúsinu svo að systkinin skyldu ekki sjá hve illa henni leið. Leitaði að Danny í báðum herberglskytrunum og fann hann loks — hann hafði sofnað í rúminu hennar. Ljósir hárlokkarnir breiddu úr sér á koddanum og roði var í kinnunum. Anna lyfti honum og hélt hon- um að sér um stund. Hjarta hennar barðist hratt og fast og skelfingin skein úr uppspertum aug- unum. „Hvernig fer fyrir okkur?" hvíslaði hún í ör- væntingartón með sofandi drenginn í fanginu, og hneig niður á stól og fór að hátta hann. Hann gerði ekki svo mikið sem rumska þegar hún færði hann í náttfötin, og svo hlúði hún yfirsænginni vandlega að honum svo að hann skyldi síður sparka ofan af sér. Svo tók' hún ábreiðurnar af rúmum foreldra sinna, svo að allt skyldi vera til taks er þau kæmu af kvikmyndasýningunni. Hún leit á klukkuna. Þrjú kortér gengin í átta. Hún varð að skreppa út í tvo tíma. Kveikti lampann í herberginu, sem hún svaf í með Myrnu og Dooley, og fór flumósa að bursta langt, ljóst hár- ið, sem hún var vön að festa með bandi í hnakk- ann. Stundum setti hún það í stóran, lausan hnút. Það var slæm birta við litla spegilinn og Önnu fannst andlitið á sér vera orðið mjótt og fölt. Kannske var orðið hægt að sjá á henni að hún var með barni? Eirðarlaus og með vanstillingarhreyfingum vatt hún sér úr vinnukjólnum og fór í treyju og hvítt pils, sem var þröngt um mittið. Hún hafði ekki viðþol heima lengur. Fór fram í anddyrið og fór í kápuna og batt hettuklút um höfuðið. „Þið skuluð fara að hátta áður en hún mamma kemur heim," kallaði hún til yngri systkina sinna. „Arthur, viltu sjá um að þær fari að hátta. Ég ætla að skreppa út." „Allt í lagi," kallaði Arthur tilbaka. „Er Tom O'Connor kominn heim, úr því að þú flýtir þér svona?" Anna opnaði dyrnar án þess að svara, og fór út. Gatan var mannlaus og hún hraðaði sér unz hún kom út á breiða verzlunargötu með marg- litum ljósaauglýsingum, upplýstum búðarglugg- um, kvikmyndahúsum ,veitingastöðum og vín- krám. Hún andaði frá sér. Þarna á breiðstrætinu var ólgandi umferð', og Önnu var fróun að því að ganga þar, innan um fólk sem hún þekkti ekki og sem var alveg sama um hana. Hún gekk framhjá stórhýsinu, sem helzti kvennaklúbbur bæjarns hafði bækistöð sína í, og fékk sting fyr- ir hjartað er henni varð hugsað til gamallar og alúðlegrar konu, sem einhvern tíma hafði stung- Felumynd Hvar er skipstjórinn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.