Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Qupperneq 13

Fálkinn - 24.07.1959, Qupperneq 13
FALKINN 13" TSSKA i\ í SUMARLEYFINU. Þessi sumarkjóll frá DIOR er úr grófgerðu lérefti og hefur það til síns ágætis, að hann er með aðeins einum hnapp, en breitt belti úr rúskinni er áhrifamikil prýði á honum. GÁSKA-KJOLL FRA PARIS. Þegar til lengdar lætur reynist flestum best og ódýrast að vera yfir- lætislaust til fara. En það getur verið gaman að bregða á leik við og við og fá sér virkilega áberandi kjól. — Þesnsi hérna er með stórum, hvítum sjalkraga og hvítum ermauppslöum, og ef maður vill hafa mikið við, er gott að festa Dior-rós við beltið. Kjóllinn er gerður af MAX MOZES. ið upp á því við hana að ganga í klúbbinn. Bara að hún hefði gert það. Þá hefði kannske hitt aldrei skeð. En sem afgreiðslustúlka í tízkuverzl- un hafði hún ekki svo gott kaup, að hún gæti leyft sér að vera meðlimur í dýrum félagsskap heldri kvenna. Allt í einu sá Anna háan, herðibreiðan mann koma beint á móti sér. Hún andaði djúpt og nam staðar. Þetta var enginn annar en Tom O’Connor. Hún hafði ekki séð hann í meira en tvo mánuði — löngu áður en allt þetta gerðist. Og nú náði blygðunarkenndin aftur valdi á henni, er hún sá fagnandi andlitið á Tom. Hún vissi vel að hann hafði elskað, hana síðan hún var skólastelpa, liðleskjuleg og skankalöng. En þó hún væri upp með sér af því að vera sú stelp- an, sem Tom leit hýru auga til, háfði hún aldrei orðið ástfangin af honum. Hvers vegna hafði hún ekki getað orðið hrifin af honum? Þau hefðu getað gifst og eignast heimili saman. En þetta var frá gamalli tíð, frá því áður en hún kynnt- ist Glen Westwood — og það var Glen sem náði ástum hennar. ,,Sæl og blessuð,“ sagðiJTom og svipmikið hör- undsdökkt andlitið varð eitt bros. Útlitið var hrein-írskt, höfuðlagið fallegt og hárið blásvart. Anna fann núna að hún hefði átt að kunna að meta hann — en nú var það um seinan. Hún vissi ekki sjálf að veika brosið á vörum hennar lýsti miklu af tilfinningum þeim, sem hún var að reyna að leyna. Tom horfði rannsóknaraugum á hana um leið og hann talaði við hana. ,,Ég var á leiðinni heim til þín til að spyrja hvort þú vildir koma út með mér. Við hittum gömlu félagana okkar ef við förum í Sanderson Bar. Þau eru öll farin þangað til að dansa, svo að við getum farið þangað líka, ef þú villt. Ertu til í það? ,,Já, það vil ég,“ svaraði Anna, en um leið fór skjálfti um hana. Það var einmitt í Sanderson Bar sem hún hafði kynnst Glen. „En hvað það er gaman að þú skyldir skreppa heim. Hvernig líður þér annars þarna i sögunarmyllunni í Hill- borough?“ ,,Prýðilega,“ svaraði Tom og hló. Hann tók Onnu undir arminn. „Þetta er vel borgað, og ekki hægt að eyða neinum peningum, og það kemur sér vel fyrir mig, því að ég vil spara sem mest. En við lifum þarna eins og hermenn í bröggum, svo að tilveran er nokkuð einhliða. En það cru eingöngu við ógiftu mennirnir, sem erum þar. Þeir sem hafa fjölskyldu, geta fengið smáhús á leigu, og þau eru skrambi vistleg.“ „Eru nokkrar stúlkur þarna innfrá?“ spurði Anna bæði í gamni og alvöru. „Sei--sei já,“ svaraði hann. „Hélstu kannske að ég hefði lent í munkaklaustri? Nei, við döns- um stundum og skemmtum okkur eins og tök eru á, en auðvitað þráum við allir að komast í siðmenninguna, og enginn helzt þarna við lengi í einu.“ Anna komst í óeðlilegan æsing er Tom tók í olnbogann á henni og mjakaði henni inn um dyrnar á veitingastaðnum. Henni fannst hvíslað að sér að þetta væri í síðasta skipti á ævinni sem hún gæti notið æskunnar meðal á- hyggjulausra félaga sinna, sem hún hafði þekkt síðan þau voru í skólanum. „Jæja, finnst þér allt eins og það var áður?“ spurgi Tony Smith, sem vann í gildaskála föð- ur síns. Hann var sá eini af þeim öllum, sem var kominn á græna grein. „Anna hefur fríkkað,“ sagði Tom í galsa. „En að öðru leyti er allt óbreytt.“ Önnu langaði til að æpa. Útlit hennar skipti engu máli framar. Það var aðeins eitt, sem skipti máli: hræðilegur grunur, sem hneppti hana í fangelsi hennar eigin kvíða. Hversu dásamlegt það hefði getað verið að giftast Tom og fara með honum til Hillborough og eiga heima í einu smáhúsanna, sem hann hafði minnst á — vera ein af eiginkonunum í afskektu, kyrrlátu ver- öldinni þarna inni í skógunum miklu. Um leið og þjónninn færði Önnu og Tom coco-cola spurði Tony Smith: „Hvað hét hann þessi, sem þú varst með, Anna? „Áttu við Gien Westwood?11 svaraði Anna og reyndi að láta sem þetta skipti litlu máli, en lygndi aftur augunum og fitlaði við sogstráið, sem hún hafði stungið ofan í flöskuna. Hún var bæði heit og köld af angist. „Hver er það?“ spurði Tom með ósjálfráðri afbrýði. Anna yppti öxlum. „Hann er lagastúdent,“ svaraði hún. „Og hann er sonur frú Patriciu Westwood. Faðir hans giftist aftur og á heima einhvers staðar í austurríkjunum.“ „Leist þér vel á hann, Anna?“ hélt Tom áfram. „Okkur gerði það — öllum,“ svaraði Anna og fór hjá sér. „Hann var einstaklega þægilegur og viðfeldinn.“ „Hann féll fyrir Önnu undir eins,“ sagði Tony og hló. „Og hann féll meira að segja mjög djúpt-.“ „Hvaða bull,“ muldraði Anna og ergelsis- hrukka kom á milli mjórra, svartra augnabrún- anna og höndin krepptist fast að ískaldri coca- colaflöskunni. Hún óskaði að hún gæti horfið tvo mánuði aftur í tímann. Ef Tom hefði verið í bænum þá, mundi þetta kannske aldrei hafa komið fyrir. En hún varð að hitta Glen sem fyrst. „Þú ert þreytuleg, Anna,“ sagði Tom og vernd- andi viðkvæmnihreimur var í röddinni. „Komdu og dansaðu við mig, kannske þú fjörgist þá.“ Hann stóð upp og dró hana upp af stólnum og tók handleggnum svo fast um mittið á henni að Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 11/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.